Staðfesta að framleiðslu Nágranna verður hætt í júní Atli Ísleifsson skrifar 3. mars 2022 08:04 Karl Kennedy og Izzy Hoyland líst ekkert á blikuna. Fremantle Framleiðslu áströlsku sjónvarpsþáttanna Nágranna, eða Neighbours, verður hætt í júní næstkomandi. Þættirnir hafa verið í framleiðslu í heil 37 ár, en framleiðslufyrirtækinu Fremantle hefur ekki tekist að finna nýja breska sjónvarpsstöð til að fjármagna framleiðsluna eftir að Channel 5 tilkynnti að stöðin myndi draga sig úr framleiðslunni. Breska Guardian og fjöldi ástralskra fjölmiðla greina frá þessu, en óvissa hefur ríkt um framtíð þáttanna eftir að Channel 5 greindi frá ákvörðun sinni fyrr á árinu. Ljóst má vera að þetta er mikil harmafregn fyrir marga, enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda víða um heim og þar með talið hér á landi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 um margra ára skeið. „Það er með mikilli sorg að við staðfestum að eftir 37 ár og nærri níu þúsund sýnda þætti, þá verður framleiðslu Nágranna hætt í júní,“ segir talsmaður Fremantle. „Í kjölfar þess að hafa misst breskan lykilsamstarfsaðila við framleiðslu, og þrátt fyrir leit að annarri fjármögnun, þá eigum við enga annan möguleika en að hvíla þættina.“ Kartan á árum áður. Í þáttunum er sagt frá ástum og örlögum íbúa við götuna Ramsay Street í bænum Erinsborough. Talsmaður Fremantle segir að nú þegar þessum kafla Ramsay Street er á enda þá heitir fyrirtækið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita þáttunum þá kveðjustund sem þeir eiga skilið. Fjölmargir ástralskir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor í leiklistinni í Nágrönnum til að síðar verða heimsstjörnur. Má þar nefna leikara og leikkonur á borð við Guy Pearce, Margot Robbie, Kylie Minouge, Holly Valance, Delta Goodrem og Jason Donovan. Channel 5 hafði fjármagnað framleiðslu þáttanna síðan 2008. Fyrsti þáttur Nágranna var sýndur 18. mars 1985, en sjónvarpsstöðin Seven hætti framleiðslunni skömmu síðar, áður en þættirnir slógu í gegn á heimsvísu. Það gerðist eftir að sjónvarpsstöðin Ten ákvað að halda framleiðslunni áfram árið 1986. Bíó og sjónvarp Ástralía Tímamót Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Breska Guardian og fjöldi ástralskra fjölmiðla greina frá þessu, en óvissa hefur ríkt um framtíð þáttanna eftir að Channel 5 greindi frá ákvörðun sinni fyrr á árinu. Ljóst má vera að þetta er mikil harmafregn fyrir marga, enda hafa þættirnir notið mikilla vinsælda víða um heim og þar með talið hér á landi. Þættirnir hafa verið á dagskrá Stöðvar 2 um margra ára skeið. „Það er með mikilli sorg að við staðfestum að eftir 37 ár og nærri níu þúsund sýnda þætti, þá verður framleiðslu Nágranna hætt í júní,“ segir talsmaður Fremantle. „Í kjölfar þess að hafa misst breskan lykilsamstarfsaðila við framleiðslu, og þrátt fyrir leit að annarri fjármögnun, þá eigum við enga annan möguleika en að hvíla þættina.“ Kartan á árum áður. Í þáttunum er sagt frá ástum og örlögum íbúa við götuna Ramsay Street í bænum Erinsborough. Talsmaður Fremantle segir að nú þegar þessum kafla Ramsay Street er á enda þá heitir fyrirtækið því að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að veita þáttunum þá kveðjustund sem þeir eiga skilið. Fjölmargir ástralskir leikarar hafa stigið sín fyrstu spor í leiklistinni í Nágrönnum til að síðar verða heimsstjörnur. Má þar nefna leikara og leikkonur á borð við Guy Pearce, Margot Robbie, Kylie Minouge, Holly Valance, Delta Goodrem og Jason Donovan. Channel 5 hafði fjármagnað framleiðslu þáttanna síðan 2008. Fyrsti þáttur Nágranna var sýndur 18. mars 1985, en sjónvarpsstöðin Seven hætti framleiðslunni skömmu síðar, áður en þættirnir slógu í gegn á heimsvísu. Það gerðist eftir að sjónvarpsstöðin Ten ákvað að halda framleiðslunni áfram árið 1986.
Bíó og sjónvarp Ástralía Tímamót Fjölmiðlar Bretland Tengdar fréttir Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55 Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Framtíð Nágranna í mikilli hættu Óvíst er hvort að framleiðslu áströlsku sápuóperunnar vinsælu Nágranna verði haldið áfram. Sjónvarpsstöðin sem borgar brúsann fyrir framleiðslu þáttanna hefur ákveðið að skrúfa fyrir kranann. 7. febrúar 2022 08:55