Körfubolti

Frábær fyrsti leikhluti hjá Grindavík skilaði sigri á Breiðablik

Atli Arason skrifar
Robbi Ryan var öflug í kvöld.
Robbi Ryan var öflug í kvöld. Vísir/Jónína

Eftir átta tapleiki í röð vann Grindavík langþráðan sjö stiga sigur á Breiðablik á heimavelli í Subway-deildinni í kvöld, 80-73.

Frábær byrjun Grindavíkur í kvöld skipti þar öllu máli en heimakonur unnu fyrsta leikhluta með 13 stigum, 22-9. Blikar náðu aðeins að bæta um betur með því að vinna annan leikhluta með einu stigi og hálfleikstölur voru því 43-31 fyrir Grindavík. Gestirnir unnu þriðja leikhluta líka með einu stigi. Breiðablik var svo betra liðið í fjórða leikhluta sem þær unnu með 5 stigum, 13-17 en forskot Grindavíkur var bara of mikið eftir frábæran fyrsta leikhluta. Lokatölur 80-73.

Robbi Ryan átti enn einn stórleikinn í liði Grindavíkur en hún var með 22 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar sem gerði að verkum að hún var framlagshæst með 36 framlagspunkta. Hjá Blikum var Telma Lind stigahæst með 19 stig.

Grindavík er þrátt fyrir sigurinn enn þá í neðsta sæti með 8 stig en þó einungis tveimur stigum á eftir Breiðablik sem er í sjötta sæti með 10 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×