Kia EV6 valinn Bíll ársins í Evrópu Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 2. mars 2022 07:00 Kia EV6 á ferð. Bernhard Kristinn Rafbíllinn Kia EV6 hefur verið valinn Bíll ársins í Evrópu árið 2022. Kia EV6 hefur fengið góðar viðtökur síðan hann var frumsýndur á síðasta ári. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Dómnefnd sem samanstóð af 59 bílablaðamönnum frá 22 Evrópulöndum valdi Kia EV6 Bíl ársins en hann hafði betur og hampaði titlinum í hörkubaráttu við Renault Megane E-Tech, Hyundai IONIQ 5, Peugeot 308, Škoda Enyaq iV, Ford Mustang Mach-E og Cupra Born. Valið um bíl ársins hefur verið haldið allar götur síðan 1965. Ford Mustang Mach-E var meðal þeirra bíla sem komust í úrslit.Vilhelm Gunnarsson „Kia á þetta sannarlega skilið því það hefur verið unnið ötullega að því að gera Kia EV6 að því sem hann er. Framfarir Kia eru miklar og það skilar sér í þessum sigri,“ segir Frank Janssen, forseti Car of the Year verðlaunanna. Myndband af verðlaunaafhendingunni má sjá hér að neðan. Kia EV6 hefur allt 528 km drægi á rafhlöðunni og getur hlaðið 10-80% á aðeins 18 mínútum. Hvort tveggja er með því besta sem þekkist í rafbílaheiminum. „Það er gríðarlega mikill heiður að vinna Bíl ársins 2022. Þetta er í fyrsta skipti sem bíll frá Kia vinnur til þessara virtu verðlauna. Kia EV6 er tímamótabíll og bíður upp á allt það besta sem rafbíll,“ segir Jason Jeong, forstjóri hjá Kia Europe. Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Dómnefnd sem samanstóð af 59 bílablaðamönnum frá 22 Evrópulöndum valdi Kia EV6 Bíl ársins en hann hafði betur og hampaði titlinum í hörkubaráttu við Renault Megane E-Tech, Hyundai IONIQ 5, Peugeot 308, Škoda Enyaq iV, Ford Mustang Mach-E og Cupra Born. Valið um bíl ársins hefur verið haldið allar götur síðan 1965. Ford Mustang Mach-E var meðal þeirra bíla sem komust í úrslit.Vilhelm Gunnarsson „Kia á þetta sannarlega skilið því það hefur verið unnið ötullega að því að gera Kia EV6 að því sem hann er. Framfarir Kia eru miklar og það skilar sér í þessum sigri,“ segir Frank Janssen, forseti Car of the Year verðlaunanna. Myndband af verðlaunaafhendingunni má sjá hér að neðan. Kia EV6 hefur allt 528 km drægi á rafhlöðunni og getur hlaðið 10-80% á aðeins 18 mínútum. Hvort tveggja er með því besta sem þekkist í rafbílaheiminum. „Það er gríðarlega mikill heiður að vinna Bíl ársins 2022. Þetta er í fyrsta skipti sem bíll frá Kia vinnur til þessara virtu verðlauna. Kia EV6 er tímamótabíll og bíður upp á allt það besta sem rafbíll,“ segir Jason Jeong, forstjóri hjá Kia Europe.
Vistvænir bílar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent