UNICEF: Haldið börnum úr skotlínu stríðasátaka Heimsljós 1. mars 2022 10:23 UNICEF „Ástandið hjá börnum sem föst eru í skotlínu átakanna í Úkraínu versnar með hverri mínútunni,“ segir Catherine Russell, framkvæmdastjóri UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í yfirlýsingu í dag. „Við höfum fengið tilkynningar um sjúkrahús, skóla, vatnsveitur og munaðarleysingjaheimili sem sætt hafa árásum. Sprengjum er varpað í íbúabyggð og jarðsprengjur á víðavangi frá fyrri tímum ógna sífellt lífi og velferð barna á flótta í Úkraínu,“ segir Russell. „Börn hafa verið drepin. Börn hafa særst og börn eru í sálrænu áfalli vegna ofbeldisverka allt í kringum þau. Við förum fram á vopnahlé sem myndi gera mannúðarsamtökum kleift að ná til fólks sem er innlyksa eftir fimm daga af loftárásum og stríðsrekstri. Það myndi gera fjölskyldum á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti kleift að sækja sér matvæli og vatn, læknisþjónustu og að yfirgefa átakasvæði í leit að öryggi.“ „Við ítrekum ákall okkar til allra sem að þessu standa að vernda líf óbreyttra borgara og nauðsynlega innviði. Og að virt séu alþjóðalög og siðferðisskyldur um að halda börnum úr skotlínu stríðsátaka. Við verðum að vernda börnin í Úkraínu. NÚNA. Þau þurfa frið.“ UNICEF hefur um árabil verið að störfum á ófriðartímum í austurhluta Úkraínu og er á vettvangi að tryggja hreint vatn, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð. UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent
„Við höfum fengið tilkynningar um sjúkrahús, skóla, vatnsveitur og munaðarleysingjaheimili sem sætt hafa árásum. Sprengjum er varpað í íbúabyggð og jarðsprengjur á víðavangi frá fyrri tímum ógna sífellt lífi og velferð barna á flótta í Úkraínu,“ segir Russell. „Börn hafa verið drepin. Börn hafa særst og börn eru í sálrænu áfalli vegna ofbeldisverka allt í kringum þau. Við förum fram á vopnahlé sem myndi gera mannúðarsamtökum kleift að ná til fólks sem er innlyksa eftir fimm daga af loftárásum og stríðsrekstri. Það myndi gera fjölskyldum á þeim svæðum sem verst hafa orðið úti kleift að sækja sér matvæli og vatn, læknisþjónustu og að yfirgefa átakasvæði í leit að öryggi.“ „Við ítrekum ákall okkar til allra sem að þessu standa að vernda líf óbreyttra borgara og nauðsynlega innviði. Og að virt séu alþjóðalög og siðferðisskyldur um að halda börnum úr skotlínu stríðsátaka. Við verðum að vernda börnin í Úkraínu. NÚNA. Þau þurfa frið.“ UNICEF hefur um árabil verið að störfum á ófriðartímum í austurhluta Úkraínu og er á vettvangi að tryggja hreint vatn, heilbrigðisþjónustu, skólagögn, menntun, félagslega sálfræðiþjónustu og fjárhagsaðstoð. UNICEF á Íslandi stendur fyrir neyðarsöfnun vegna umfangsmikilla verkefna UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, í Úkraínu þar sem börn og fjölskyldur þurfa tafarlausa aðstoð. Vopnuð átök ógna nú lífi og velferð milljóna barna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent