Lífið

Hvaða bolla er best?

Snorri Másson skrifar
IMG_3529
Stöð 2/Sigurjón

Landsmenn gæddu sér á bollum vítt og breitt um landið í dag - af öllum stærðum og gerðum. Við fórum á stúfana og skoðuðum helstu nýjungar.

Það er alveg sama hvort þetta er vegan-bananabolla með sólberjasultu, Baileys-bolla með sultu, Nutella-smurð bolla með Nutella-rjóma eða jarðaberjabolla með jarðaberjasultu og jarðaberjarjóma: Allar bollur sem við fundum voru á minna en 600 krónur.

Mikil samkeppni getur af sér heilbrigð verð - jafnvel þótt öll aðföng hafi hækkað. Lítri af rjóma kostar 900 krónur og það er ekki hægt að spara rjómann á degi sem þessum. Og viðskiptavinum finnst þetta ekki of dýrt; 80.000 bollur á nokkrum dögum - á þá lund er tölfræðin frá Bakarameistaranum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×