Stökkið: „Áður en ég kom hingað hafði ég búið í Argentínu, Hondúras, Austurríki og á Spáni“ Elísabet Hanna skrifar 26. febrúar 2022 07:01 Sunneva Sverrisdóttir fær fleiri heimsóknir til Danmerkur en hún fékk til Argentínu eða Hondúras. Aðsend Sunneva Sverrisdóttir er búsett í Danmörku með unnustanum sínum Oliver B. Pedersen sem hún kynntist á Grikklandi sumarið áður en hún flutti til Danmerkur. Hún flutti út fyrir tæpum sex árum síðan til þess að hefja nám við einn besta viðskiptaháskóli í Evrópu, CBS. Hún hefur verið dugleg að ferðast og skoða heiminn í gegnum tíðina og vill helst vera þar sem sólin er. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Áður en ég kom hingað hafði ég búið í Argentínu, Hondúras, Austurríki og á Spáni. Svo ég hafði í rauninni prufað að búa í nokkuð mörgum ólíkum löndum. Ég hafði hugsað í þó nokkurn tíma að mig langaði að fara í mastersnám í CBS (Copenhagen Business School). View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) „Að flytja til Kaupmannahafnar var í rauninni mjög auðvelt skref þar sem ég átti ekki bara danskan kærasta heldur einnig fölskyldu og þó nokkuð marga vini sem voru búsett hér.“ Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég flutti talsvert fyrir heimsfaraldurinn svo það hafði engin áhrif. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Myndi ekki segja að það hefði verið mikill undirbúningur, ég sótti um í námið og við Oliver fundum okkur stað í Kaupmannahöfn að búa saman á. Það heppnaðist með því að tala við vini og fjölskyldu. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Held að það þurfi alls ekki að mikla fyrir sér flutninga til útlanda, hvað þá ef maður er að flytja innan Evrópu. „Það er hægt að finna út úr sem flestu þegar að maður er kominn út.“ Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Ég las mig til um hvaða mastersnám væru í boði í CBS og komst fljótt að því að mér fannst Strategic Market Creation námið mest spennandi. Það bauð uppá samblöndu af stefnumótun, markaðsfræði og nýsköpun. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Það er í rauninni í grófum dráttum síðan það sem ég vinn við í dag, en ég vinn sem Head of Business Development hjá ráðgjafafyrirtækinu CO/PLUS. Þar er ég bæði að þróa okkar þjónustuframboð, en sé einnig um eigin viðskiptavini þar á meðal t.d. Norwegian og Arla. Við hjálpum okkar viðskiptavinum að þróa þeirra þjónustu og vöruframboð sem og markaðsefni. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvers saknarðu mest við Ísland?Fjölskyldu og vina, en þess fyrir utan sakna ég þess mikið að komast reglulega í sund og á skíði. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Skammdegið og kuldinn trónir á toppi listans. Hvernig er veðrið?Held að lang flestir Íslendingar viti hvernig veðurfarið í Danmörku er. Það er talsvert mildara en á Íslandi og þó nokkuð heitara hér á sumrin, sem mér finnst frábært. Ég veit fátt betra en að nýta góða sumardaga til þess að fara t.d. á ströndina eða út á bát. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) „Ég er svo heppin að tengdaforeldrar mínir búa í litlum strandbæ svo við förum mikið þangað á sumrin þar sem við förum reglulega út á bát, á kajak eða þá sólum okkur á ströndinni. Það er yndislegt.“ View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég hjóla nánast allt, en síðan eru almenningssamgöngur í Kaupmannahöfn líka frábærar svo tek nokkuð oft líka metro ef ég er ekki á hjólinu. Annars er hér einnig þjónusta sem heitir Drive now þar sem maður getur leigt bíla með einu „swipe-i“ sem eru staðsettir út um allar borg og þar borgar maður mínútuverð fyrir að keyra bílana frá A til B. Algjör snilld, bæði ódýrt og einnig umhverfisvænna en að allir eigi sinn eigin bíl. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Kemurðu oft til Íslands?Í gegnum vinnuna mína hef ég verið að fást við þó nokkuð mörg verkefni fyrir íslensk fyrirtæki síðast liðin ár, svo ég hef verið heppin að koma heim að jafnaði allavega einu sinni í mánuði. „Það er frábært að ná að sjá sína nánustu reglulega, enda hef ég blessunarlega ekki ennþá náð að fá heimþrá síðan ég flutti út fyrir sex árum.“ View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Mér finnst það mjög svipað. Það er ódýrara að kaupa inn í matinn og ferðast til útlanda í Danmörku en leiguverð og að fara út að borða er dýrara. Ég get ekki sagt að ég finni fyrir miklum muni. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já það er frábært við að búa í Kaupmannahöfn að þú færð mjög oft heimsóknir. Það voru ekki margir að skella sér alla leið til Argentínu eða Hondúras þegar ég var búsett þar. Ég finn að það er mikill plús að fá reglulega heimsóknir, en bæði fjölskyldan mín og vinir hafa verið dugleg að koma í heimsókn. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það er mjög sterkt íslendingasamfélag hér. Það eru Íslendingar í flest öllum skólum og á stærri vinnustöðum, svo það er lítið mál að byggja íslenskt tengslanet hér. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Áttu þér uppáhalds stað?Uppáhalds staðurinn minn er í rauninni hjarta Kaupmannahafnar. Ég er algjör bæjarskotta sem elska að hoppa á kaffihús og veitingastaði við hvaða tækifæri sem gefst. „Þótt ég hafi vissulega farið á þó nokkuð marga ótrúlega fallega staði hér í Danmörku þá er Kaupmannahöfn alltaf í mestu uppáhaldi.“ View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Esmeé er frábær veitingastaður sem opnaði fyrir nokkrum mánuðum í miðbænum. Mér finnst graskers ravioli pastað fáránlega gott. Myndi mæla með því að prufa það. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? Kaupmannahöfn er svo æðisleg því hún hefur upp á svo margt að bjóða. Mæli með því að fara í göngutúr um ólík hverfi borgarinnar, þar efst á lista Christianshavn, Nørrebro og Vesterbro. „Í öllum hverfunum finnur maður æðislega veitingastaði, kaffihús og ólíkar verslanir.“ Ef maður kemur hingað um sumartíman mæli ég síðan algjörlega með því að leigja bát og sigla um síkin. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Virkur dagarnir eru flestir svipaðir en þeir samanstanda mest af vinnu og síðan samverustundum með unnustanum. Ég eyði síðan oftast helgunum með vinunum. Annars kíki ég reglulega í bæinn eitthvað eftir vinnu í kaffi eða kvöldmat með vinum. Síðan var ég að skrá mig í tennisklúbb á síðasta ári svo ég hendi mér núna reglulega í tennis eftir vinnu ef mig langar í aðra hreyfingu en útihlaup. „Danir eru mjög duglegir í veisluhöldum og verulega góðir í að plana fram í tímann svo flestar helgar eru fullar af skemmtilegum viðburðum.“ View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvað er það besta við staðinn þinn? „Mér finnst frábært að Kaupmannahöfn sé lítil stórborg.“ Hér er alltaf hægt að finna sér eitthvað nýtt að gera og sjá, ég verð að minnsta kosti aldrei leið á borginni. Á sama tíma er hún er ekki svo stór að hlutirnir verði ópersónulegir. Þú rekst reglulega á fólk sem þú þekkir og almennt finnst manni náungakærleikurinn meiri hér en í stærri stórborgum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvað er það versta við staðinn þinn?Ætli það sé ekki bara veðráttan eins og svo sem alls staðar í Skandinavíu. Ég sæki mikið í hita og hefði ekkert á móti því að veturinn væri aðeins mildari og sumrin lengri. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Ég hef lítið spáð í því hvort ég muni flytja aftur til Íslands. „Það gæti vel verið að maður geri það einn daginn þótt það sé ekki á plani eins og er.“ Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina. 20. febrúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“ Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum. 13. febrúar 2022 07:00 Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl. 9. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Áður en ég kom hingað hafði ég búið í Argentínu, Hondúras, Austurríki og á Spáni. Svo ég hafði í rauninni prufað að búa í nokkuð mörgum ólíkum löndum. Ég hafði hugsað í þó nokkurn tíma að mig langaði að fara í mastersnám í CBS (Copenhagen Business School). View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) „Að flytja til Kaupmannahafnar var í rauninni mjög auðvelt skref þar sem ég átti ekki bara danskan kærasta heldur einnig fölskyldu og þó nokkuð marga vini sem voru búsett hér.“ Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Ég flutti talsvert fyrir heimsfaraldurinn svo það hafði engin áhrif. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja? Myndi ekki segja að það hefði verið mikill undirbúningur, ég sótti um í námið og við Oliver fundum okkur stað í Kaupmannahöfn að búa saman á. Það heppnaðist með því að tala við vini og fjölskyldu. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að flytja til útlanda?Held að það þurfi alls ekki að mikla fyrir sér flutninga til útlanda, hvað þá ef maður er að flytja innan Evrópu. „Það er hægt að finna út úr sem flestu þegar að maður er kominn út.“ Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í? Ég las mig til um hvaða mastersnám væru í boði í CBS og komst fljótt að því að mér fannst Strategic Market Creation námið mest spennandi. Það bauð uppá samblöndu af stefnumótun, markaðsfræði og nýsköpun. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Það er í rauninni í grófum dráttum síðan það sem ég vinn við í dag, en ég vinn sem Head of Business Development hjá ráðgjafafyrirtækinu CO/PLUS. Þar er ég bæði að þróa okkar þjónustuframboð, en sé einnig um eigin viðskiptavini þar á meðal t.d. Norwegian og Arla. Við hjálpum okkar viðskiptavinum að þróa þeirra þjónustu og vöruframboð sem og markaðsefni. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvers saknarðu mest við Ísland?Fjölskyldu og vina, en þess fyrir utan sakna ég þess mikið að komast reglulega í sund og á skíði. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvers saknarðu minnst við Ísland?Skammdegið og kuldinn trónir á toppi listans. Hvernig er veðrið?Held að lang flestir Íslendingar viti hvernig veðurfarið í Danmörku er. Það er talsvert mildara en á Íslandi og þó nokkuð heitara hér á sumrin, sem mér finnst frábært. Ég veit fátt betra en að nýta góða sumardaga til þess að fara t.d. á ströndina eða út á bát. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) „Ég er svo heppin að tengdaforeldrar mínir búa í litlum strandbæ svo við förum mikið þangað á sumrin þar sem við förum reglulega út á bát, á kajak eða þá sólum okkur á ströndinni. Það er yndislegt.“ View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég hjóla nánast allt, en síðan eru almenningssamgöngur í Kaupmannahöfn líka frábærar svo tek nokkuð oft líka metro ef ég er ekki á hjólinu. Annars er hér einnig þjónusta sem heitir Drive now þar sem maður getur leigt bíla með einu „swipe-i“ sem eru staðsettir út um allar borg og þar borgar maður mínútuverð fyrir að keyra bílana frá A til B. Algjör snilld, bæði ódýrt og einnig umhverfisvænna en að allir eigi sinn eigin bíl. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Kemurðu oft til Íslands?Í gegnum vinnuna mína hef ég verið að fást við þó nokkuð mörg verkefni fyrir íslensk fyrirtæki síðast liðin ár, svo ég hef verið heppin að koma heim að jafnaði allavega einu sinni í mánuði. „Það er frábært að ná að sjá sína nánustu reglulega, enda hef ég blessunarlega ekki ennþá náð að fá heimþrá síðan ég flutti út fyrir sex árum.“ View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna?Mér finnst það mjög svipað. Það er ódýrara að kaupa inn í matinn og ferðast til útlanda í Danmörku en leiguverð og að fara út að borða er dýrara. Ég get ekki sagt að ég finni fyrir miklum muni. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Já það er frábært við að búa í Kaupmannahöfn að þú færð mjög oft heimsóknir. Það voru ekki margir að skella sér alla leið til Argentínu eða Hondúras þegar ég var búsett þar. Ég finn að það er mikill plús að fá reglulega heimsóknir, en bæði fjölskyldan mín og vinir hafa verið dugleg að koma í heimsókn. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Það er mjög sterkt íslendingasamfélag hér. Það eru Íslendingar í flest öllum skólum og á stærri vinnustöðum, svo það er lítið mál að byggja íslenskt tengslanet hér. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Áttu þér uppáhalds stað?Uppáhalds staðurinn minn er í rauninni hjarta Kaupmannahafnar. Ég er algjör bæjarskotta sem elska að hoppa á kaffihús og veitingastaði við hvaða tækifæri sem gefst. „Þótt ég hafi vissulega farið á þó nokkuð marga ótrúlega fallega staði hér í Danmörku þá er Kaupmannahöfn alltaf í mestu uppáhaldi.“ View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvaða matsölustöðum myndirðu mæla með?Esmeé er frábær veitingastaður sem opnaði fyrir nokkrum mánuðum í miðbænum. Mér finnst graskers ravioli pastað fáránlega gott. Myndi mæla með því að prufa það. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera á þessum stað? Kaupmannahöfn er svo æðisleg því hún hefur upp á svo margt að bjóða. Mæli með því að fara í göngutúr um ólík hverfi borgarinnar, þar efst á lista Christianshavn, Nørrebro og Vesterbro. „Í öllum hverfunum finnur maður æðislega veitingastaði, kaffihús og ólíkar verslanir.“ Ef maður kemur hingað um sumartíman mæli ég síðan algjörlega með því að leigja bát og sigla um síkin. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Virkur dagarnir eru flestir svipaðir en þeir samanstanda mest af vinnu og síðan samverustundum með unnustanum. Ég eyði síðan oftast helgunum með vinunum. Annars kíki ég reglulega í bæinn eitthvað eftir vinnu í kaffi eða kvöldmat með vinum. Síðan var ég að skrá mig í tennisklúbb á síðasta ári svo ég hendi mér núna reglulega í tennis eftir vinnu ef mig langar í aðra hreyfingu en útihlaup. „Danir eru mjög duglegir í veisluhöldum og verulega góðir í að plana fram í tímann svo flestar helgar eru fullar af skemmtilegum viðburðum.“ View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvað er það besta við staðinn þinn? „Mér finnst frábært að Kaupmannahöfn sé lítil stórborg.“ Hér er alltaf hægt að finna sér eitthvað nýtt að gera og sjá, ég verð að minnsta kosti aldrei leið á borginni. Á sama tíma er hún er ekki svo stór að hlutirnir verði ópersónulegir. Þú rekst reglulega á fólk sem þú þekkir og almennt finnst manni náungakærleikurinn meiri hér en í stærri stórborgum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Hvað er það versta við staðinn þinn?Ætli það sé ekki bara veðráttan eins og svo sem alls staðar í Skandinavíu. Ég sæki mikið í hita og hefði ekkert á móti því að veturinn væri aðeins mildari og sumrin lengri. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Sverrisdo ttir (@sunnevasverris) Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Ég hef lítið spáð í því hvort ég muni flytja aftur til Íslands. „Það gæti vel verið að maður geri það einn daginn þótt það sé ekki á plani eins og er.“
Stökkið Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina. 20. febrúar 2022 07:01 Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“ Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum. 13. febrúar 2022 07:00 Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl. 9. febrúar 2022 07:01 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Stökkið: Keypti íbúð í Hafnarfirði en endaði í Brussel Margrét Björnsdóttir býr í Brussel, Belgíu ásamt eiginmanni sínum Atla Má og þremur börnum þeirra þeim Sóleyju, Þorsteini Úlfi og Loka. Fjölskyldan flutti frá Íslandi til London og svo til Brussel vegna vinnuhaga Atla. Margrét hefur alltaf verið með mikla ævintýraþrá og hefur verið dugleg að ferðast í gegnum tíðina. 20. febrúar 2022 07:01
Stökkið: „Ég veit ekki betur en að ég sé eini Íslendingurinn í Kyoto eins og er“ Fatahönnuðurinn Sigmundur Páll Freysteinsson er búsettur í Kyoto í Japan og stundar þar mastersnám í fatahönnun með áherslu á textíl og sjálfbærni. Þar sem strangt bann var sett á landamærin vegna heimsfaraldursins er hann einn eins og er en eiginkona hans Ída Pálsdóttir og dóttir þeirra Kaía Blær koma loksins til hans í mánuðinum. 13. febrúar 2022 07:00
Stökkið: Býr hvergi og hefur ferðast til níutíu landa Björn Pálsson hefur ferðast um heiminn og búið á flakki víðsvegar síðstu tólf árin. Hann er ekki með fasta búsetu í neinu landi, býr og ferðast mest með sjálfum sér og lifir hinum svokallaða Nomad lífsstíl. 9. febrúar 2022 07:01