Unnusti Þróttarakonu sektaður um milljón fyrir að skoða símann í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2022 11:01 TJ Watt og Dani Rhodes sjást hér saman á verðlaunahátíð NFL-deildarinnar. AP/Marcio Jose Sanchez Sektarreglur NFL-deildarinnar eru ekkert lamb að leika sér við og leikmenn geta verið fljótir að missa pening út af reikningum sínum fylgi þeir ekki reglunum. Gott dæmi um þetta er sektin sem besti varnarmaður tímabilsins, T.J. Watt, fékk á dögunum. T.J. Watt er með sterka Íslandstengingu því hann bað unnustu sinnar Dani Rhodes áður en hún flaug til Íslands til að spila með Þrótturum í Pepsi Max deild kvenna. Rhodes hjálpaði Þróttaraliðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi í deildinni og komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Watt átti frábært tímabil með Pittsburgh Steelers liðnu og endaði á því að jafna metið yfir flestar leikstjórnandafellur á einu tímabili. Það met tengist síðan sektinni sem Watt fékk löngu eftir tímabilið. Í lokaleiknum ákvað NFL fyrst að taka af honum eina felluna þannig að hann var ekki búinn að jafna met Michael Strahan fyrr en hann náði annarri fellu seinna í leiknum. Í viðtali í The Dan Patrick show grínaðist Watt með það að hafa skoðað símann sinn í hálfleik til að athuga hvort hann væri búinn að ná metinu. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) „Ég sagði í gríni að ég hefði skoðað símann minn í hálfleik í Baltimore leiknum en NFL tók því bókstaflega og sektaði mig um tíu þúsund dali,“ sagði T.J. Watt í viðtali hjá Pro Football Talk. „Þetta er einn af þessum hlutum sem eru ekki leyfðir. Ég má ekki vera með símann á mér níutíu mínútum fyrir leik, á meðan honum stendur eða í hálfleik,“ sagði Watt. Tíu þúsund Bandaríkjadalir eru 1,2 milljónir íslenskra króna. T.J. Watt var reyndar að ganga frá nýjum samningi síðasta haust þar sem hann fær meira en 112 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina. WATT. A. SEASON. FOR. T.J.#NFLHonors on ABC & NFL Network pic.twitter.com/bA4uQiL6DP— Pittsburgh Steelers (@steelers) February 11, 2022 NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira
Gott dæmi um þetta er sektin sem besti varnarmaður tímabilsins, T.J. Watt, fékk á dögunum. T.J. Watt er með sterka Íslandstengingu því hann bað unnustu sinnar Dani Rhodes áður en hún flaug til Íslands til að spila með Þrótturum í Pepsi Max deild kvenna. Rhodes hjálpaði Þróttaraliðinu að ná sínum besta árangri frá upphafi í deildinni og komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by B/R Gridiron (@brgridiron) Watt átti frábært tímabil með Pittsburgh Steelers liðnu og endaði á því að jafna metið yfir flestar leikstjórnandafellur á einu tímabili. Það met tengist síðan sektinni sem Watt fékk löngu eftir tímabilið. Í lokaleiknum ákvað NFL fyrst að taka af honum eina felluna þannig að hann var ekki búinn að jafna met Michael Strahan fyrr en hann náði annarri fellu seinna í leiknum. Í viðtali í The Dan Patrick show grínaðist Watt með það að hafa skoðað símann sinn í hálfleik til að athuga hvort hann væri búinn að ná metinu. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) „Ég sagði í gríni að ég hefði skoðað símann minn í hálfleik í Baltimore leiknum en NFL tók því bókstaflega og sektaði mig um tíu þúsund dali,“ sagði T.J. Watt í viðtali hjá Pro Football Talk. „Þetta er einn af þessum hlutum sem eru ekki leyfðir. Ég má ekki vera með símann á mér níutíu mínútum fyrir leik, á meðan honum stendur eða í hálfleik,“ sagði Watt. Tíu þúsund Bandaríkjadalir eru 1,2 milljónir íslenskra króna. T.J. Watt var reyndar að ganga frá nýjum samningi síðasta haust þar sem hann fær meira en 112 milljónir dollara fyrir fjögur ár eða tæpa fjórtán milljarða íslenskra króna. Hann hefur því alveg efni á því að borga sektina. WATT. A. SEASON. FOR. T.J.#NFLHonors on ABC & NFL Network pic.twitter.com/bA4uQiL6DP— Pittsburgh Steelers (@steelers) February 11, 2022
NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Sjá meira