Tónlist

„Þetta er eiginlega gamla góða klisjan, ég sökk svolítið djúpt eftir sambandsslit“

Elísabet Hanna skrifar
Björn Óli Harðarson og Davíð Antonsson gefa frá sér nýtt lag og myndband í dag.
Björn Óli Harðarson og Davíð Antonsson gefa frá sér nýtt lag og myndband í dag. Berglaug Petra Garðarsdóttir

Bear the Ant er nýtt tónlistar samstarf hjá þeim Birni Óla Harðarsyni og Davíð Antonssyni sem voru að gefa út lagið Higher Times. Davíð er þekktastur fyrir trommuleik sinn í hljómsveitinni Kaleo en þetta er frumraun Björns í tónlistinni. Félagarnir skrifuðu og framleiddu lagið saman en það varð til á myrkasta tíma ársins í miðju Covid og má heyra í því vonleysi í bland við von um betri tíma.

Samstarfið spratt upp frá því að Björn kom með demo af laginu til Davíðs og bað hann um að spila trommurnar inn á það en úr því varð frekara samstarf. Lagið er aðeins byrjunin á samstarfinu og má búast við plötu frá þeim með vorinu.

Samstarfið er rétt að byrja.Berglaug Petra Garðarsdóttir
„Þetta er eiginlega gamla góða klisjan, ég sökk svolítið djúpt eftir sambandsslit og var einn upp í bústað og það var svona dimmt og kalt úti. Úr því einhvernveginn varð þessi sköpun, nýir tímar eða hálfgerð endurnýjun sem fengu mig til þess að fara lengra í að þróa tónlistina“

segir Björn Óli um aðdraganda lagsins. Videoið er unnið af Baldvini Vernharðssyni, Gabríel Backmann, Herði Frey Brynjarssyni og Pétri Má Péturssyni sem hafa verið áberandi í kvikmynda- og tónlistarmyndbanda senunni.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.