„Stærsta sorg sem ég hef lent í“ Stefán Árni Pálsson og Frosti Logason skrifa 17. febrúar 2022 10:32 Haraldur efnaðist mikið þegar hann seldi Twitter fyrirtækið sitt. Haraldur Ingi Þorleifsson stofnaði sitt eigið fyrirtæki í stofunni heima hjá sér árið 2014. Hugmyndin var þá að stofna lítið félag utan um þau verkefni sem hann var sjálfur að vinna í lausamennsku sem hönnuður á ýmiskonar vefsíðum, öppum og öðru skjáefni. Hann ákvað að kalla fyrirtækið Ueno og á næstu árum á eftir átti það eftir að vaxa með ævintýralegum hætti og reka starfstöðvar í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Fréttir af því þegar Haraldur ákvað að selja starfsemina til samfélagsmiðlarisans Twitter vöktu mikla athygli í fyrra þegar Halli, eins og hann er venjulega kallaður, ákvað að allir skattar sem greiddir voru af sölu fyrirtækisins yrðu greiddir á Íslandi en hann hafði þá verið búsettur í Bandaríkjunum í langan tíma og bar enga skyldu til þess að láta íslenska ríkið njóta góðs af viðskiptunum. Við hittum Halla um daginn og fengum hann til að segja okkur betur frá öllu þessu ævintýri og hvernig salan til Twitter hefur haft áhrif á allt hans líf og fólksins í kringum hann. Frosti Logason ræddi við Harald í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta var þjónustufyrirtæki og við vorum að vinna fyrir stórfyrirtæki eins og Facebook, Google og Apple í því að hanna og þróa vörurnar þeirra og það gekk bara mjög vel og við náðum að stækka okkur og vera með þeim fremri í bransanum. Síðan fyrir ári síðan fórum við inn í Twitter og vorum þá búnir að vera vinna með þeim í eitt og hálft ár,“ segir Haraldur. Vinnur að plötu Ueno sinnti ekki aðeins verkefnum fyrir Facebook, Google og Apple eins og Halli segir heldur voru AirBnB, Slack, Uber og fjöldi annarra heimsþekktra fyrirtækja á kúnnalistanum þeirra. Ueno gekk sem sagt ótrúlega vel og var að velta á þriðja milljarði þegar Twitter keypti reksturinn þannig talnaglöggir áhorfendur rétt ímyndað sér hvert söluverðmæti fyrirtækisins hafi verið, en söluverðið sjálft var ekki gefið upp opinberlega. Halli viðurkennir að fjárhagslega hafi salan verið honum mjög hagstæð en segir þó að stærsti plúsinn fyrir hann persónulega sé allur sá tími sem hann hafi núna til að sinna fjölskyldu sinni, hugðarefnum og gömlum draumum sem hann átti eftir elta, en Halli segist hafa á undanförnum árum unnið óhóflega mikið og í raun ekki tekið sér frí í Þau sjö ár sem hann rak fyrirtækið. Eitt af því sem Halli hefur ákveðið að leyfa sér að gera núna er að taka upp hljómplötu sem hann stefnir á að gefa út í sumar. En hann var einmitt í miðjum upptökum með tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni úr Hjálmum þegar Frosti heimsótti hann í síðustu viku. „Ég var að spila mikið þegar ég var yngri og var að spila á börum og svona. Síðan tók ég frekar langa pásu, kannski tuttugu ár. Áramótaheitið var alltaf, núna ætla ég að taka upp plötu. Ég átti fullt af lögum. Ég talaði við Sigga Guðmunds fyrir ári og við byrjuðum á dögunum að taka upp plötu. Þetta er svona rólyndi raularapopp.“ Annað verkefni sem Halli hefur ráðist í eftir að hann kom heim til Íslands var að bæta hjólastólaaðgengi hér á landi en hann er aðalstyrktaraðili og hugmyndasmiður átaksins Römpum upp Reykjavík sem hefur gengið vonum framar og hefur skilað sér í eitt hundrað römpum í miðborginni. Hugmyndina segir Halli hafa komið í einni af ferðum fjölskyldunnar til landsins þegar þau bjuggu erlendis og fundu að ástandið í þessum máli væri mun verra hér heima heldur þau voru farin að venjast í Bandaríkjunum. Fékk að klára ferðina glaður „Við fórum niður í miðbæ og vorum að skoða okkur um og ég sá að það var alltaf sama vandamálið. Fjölskyldan fór inn í búð og ég sat fyrir utan í hjólastólnum í fimm mínútur. Ég hugsaði að það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Við settum af stað verkefni þar sem við byggðum hundrað rampa í miðbænum og ætlum næst að fara með þetta verkefni út á land.“ Halli og fjölskylda hans hafa einnig keypt jörð á Kjalarnesi þar sem stendur til að byggja svokallaða listamannaresidensíu þar sem listamönnum verður boðið að búa og vinna að listsköpun sinni auk þess sem að Halli ætlar sér að reisa þar sitt eigið tónlistarstúdíó. Þá er hann einnig með á prjónunum að opna kaffihús sem mun hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir hann. Hann festi í fyrra kaup á einstaklega fallegu húsnæði við Tryggvagötu 11 sem er rétt hjá þar sem hann ólst upp og mun kaffihúsið koma til með að heita Anna Jóna, í höfuðið á móðir Halla en hún lést í bílslysi þegar Halli var einungis ellefu ára gamall. Halli ætlar að hafa kaffihúsið mikið í anda móður sinnar og stefnir á að opna það á afmælisdegi hennar þann 2. júlí næstkomandi. „Ég var með pabba í Flórída og konunni hans og ég man eftir því að hafa hitt þau á gangi þar sem þau voru mjög skrýtin. Ég hugsaði ekkert meira um það, en þau voru mjög skrýtin. Ég komst síðan að því seinna að það hafði verið hringt í þau og þeim sagt að mamma væri dáin. Ég var þarna í Flórída að skemmta mér áfram og það var mikil upplifun fyrir krakka að vera þarna þar sem við ferðuðumst ekki mikið og var þetta fyrsta utanlandsferðin. Það sem situr í mér eftir á hvað þetta var stór upplifun, við vorum í Disney landi og þessum stóru görðum og fór síðan bara beint yfir í það að þetta var stærsta sorg sem ég hef lent í. Þetta hafði mikil áhrif á það hvernig ég hugsa lífið. Síðan komum við heim og ég ætlaði að koma henni á óvart og hringja í hana en þá kallaði pabbi í mig og sagði mér frá þessu. Ég hugsa mjög oft um þetta, þetta var það stórt atvik.“ Halli var aðeins ellefu ára þegar móðir hans lést. Halli hefur sagt að helsta ástæðan fyrir því að hann ákvað að greiða skattana af sölu fyrirtækis síns á Íslandi vera þá að hann hafi viljað styðja við það samfélag sem hefði stutt hann þegar hann sjálfur var að vaxa úr grasi. Hann segir foreldra sína hafa verið lágtekjufólk sem ekki hafi haft mikið á milli handanna og ekki hafi bætt úr skák að Haraldur fæddist með alvarlega fötlun sem alltaf hafi krafist mikillar meðhöndlunar og þar hafi Halli því verið heppinn að fæðast á Íslandi sem í grunninn er velferðarsamfélag sem býður öllum upp á fría skóla og ódýra heilbrigðisþjónustu. Styrkir fjölskyldur um jólin „Ég er með vöðvarýrnunarsjúkdóm sem er fæðingargenasjúkdómur og fæddist með sæmilegan kraft en með árunum dvínar hann. Þegar ég var 25 ára byrjaði ég að nota hjólastól og með árunum hefur þetta færst upp í hendurnar. Ég spilaði mikið á gítar en það er orðið erfiðara og nánast ómögulegt núna. Þessi sjúkdómur tekur allan kraft smá saman.“ Það er greinilegt að Halli er mikill mannvinur sem lætur verkin tala. Fyrr í vetur bauðst hann til að aðstoða fólk sem átti yfir höfði sér ákærur vegna meiðyrðamála í tengslum við Meetoo frásagnir þar sem hann vildi að fólk gæti sagt frá ofbeldi án þess að þurfa greiða milljónir í lögfræðikostnað. Þá bauðst hann einnig til að styrkja fjölskyldur sem hefðu lítið á milli handanna um jólin síðustu en hann setti þá út Twitterfærslu þar sem hann bauð sérstaklega barnafólki að hafa samband við sig ef þau sæju ekki fram á að geta glatt börnin sín um hátíðirnar. Ástæðuna fyrir því góðverki sagði Halli í raun vera einfalda. „Af því að ég get það. Það er mjög mikið af fjölskyldum alls staðar og á Íslandi líka sem eru á þeim stað, af einhverri ástæðu, að þau geta ekki haldið almennileg jól. Ég á tvö börn sjálfur og get ekki ímyndað mér ef ég gæti ekki gert eitthvað smáræði fyrir þau. Ég setti þetta út og fékk mjög mikil viðbrögð og náði að styrkja nokkra en alls ekki alla.“ Ísland í dag Stafræn þróun Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Hann ákvað að kalla fyrirtækið Ueno og á næstu árum á eftir átti það eftir að vaxa með ævintýralegum hætti og reka starfstöðvar í San Francisco, New York, Los Angeles og Reykjavík. Fréttir af því þegar Haraldur ákvað að selja starfsemina til samfélagsmiðlarisans Twitter vöktu mikla athygli í fyrra þegar Halli, eins og hann er venjulega kallaður, ákvað að allir skattar sem greiddir voru af sölu fyrirtækisins yrðu greiddir á Íslandi en hann hafði þá verið búsettur í Bandaríkjunum í langan tíma og bar enga skyldu til þess að láta íslenska ríkið njóta góðs af viðskiptunum. Við hittum Halla um daginn og fengum hann til að segja okkur betur frá öllu þessu ævintýri og hvernig salan til Twitter hefur haft áhrif á allt hans líf og fólksins í kringum hann. Frosti Logason ræddi við Harald í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Þetta var þjónustufyrirtæki og við vorum að vinna fyrir stórfyrirtæki eins og Facebook, Google og Apple í því að hanna og þróa vörurnar þeirra og það gekk bara mjög vel og við náðum að stækka okkur og vera með þeim fremri í bransanum. Síðan fyrir ári síðan fórum við inn í Twitter og vorum þá búnir að vera vinna með þeim í eitt og hálft ár,“ segir Haraldur. Vinnur að plötu Ueno sinnti ekki aðeins verkefnum fyrir Facebook, Google og Apple eins og Halli segir heldur voru AirBnB, Slack, Uber og fjöldi annarra heimsþekktra fyrirtækja á kúnnalistanum þeirra. Ueno gekk sem sagt ótrúlega vel og var að velta á þriðja milljarði þegar Twitter keypti reksturinn þannig talnaglöggir áhorfendur rétt ímyndað sér hvert söluverðmæti fyrirtækisins hafi verið, en söluverðið sjálft var ekki gefið upp opinberlega. Halli viðurkennir að fjárhagslega hafi salan verið honum mjög hagstæð en segir þó að stærsti plúsinn fyrir hann persónulega sé allur sá tími sem hann hafi núna til að sinna fjölskyldu sinni, hugðarefnum og gömlum draumum sem hann átti eftir elta, en Halli segist hafa á undanförnum árum unnið óhóflega mikið og í raun ekki tekið sér frí í Þau sjö ár sem hann rak fyrirtækið. Eitt af því sem Halli hefur ákveðið að leyfa sér að gera núna er að taka upp hljómplötu sem hann stefnir á að gefa út í sumar. En hann var einmitt í miðjum upptökum með tónlistarmanninum Sigurði Guðmundssyni úr Hjálmum þegar Frosti heimsótti hann í síðustu viku. „Ég var að spila mikið þegar ég var yngri og var að spila á börum og svona. Síðan tók ég frekar langa pásu, kannski tuttugu ár. Áramótaheitið var alltaf, núna ætla ég að taka upp plötu. Ég átti fullt af lögum. Ég talaði við Sigga Guðmunds fyrir ári og við byrjuðum á dögunum að taka upp plötu. Þetta er svona rólyndi raularapopp.“ Annað verkefni sem Halli hefur ráðist í eftir að hann kom heim til Íslands var að bæta hjólastólaaðgengi hér á landi en hann er aðalstyrktaraðili og hugmyndasmiður átaksins Römpum upp Reykjavík sem hefur gengið vonum framar og hefur skilað sér í eitt hundrað römpum í miðborginni. Hugmyndina segir Halli hafa komið í einni af ferðum fjölskyldunnar til landsins þegar þau bjuggu erlendis og fundu að ástandið í þessum máli væri mun verra hér heima heldur þau voru farin að venjast í Bandaríkjunum. Fékk að klára ferðina glaður „Við fórum niður í miðbæ og vorum að skoða okkur um og ég sá að það var alltaf sama vandamálið. Fjölskyldan fór inn í búð og ég sat fyrir utan í hjólastólnum í fimm mínútur. Ég hugsaði að það hlýtur að vera hægt að gera eitthvað í þessu. Við settum af stað verkefni þar sem við byggðum hundrað rampa í miðbænum og ætlum næst að fara með þetta verkefni út á land.“ Halli og fjölskylda hans hafa einnig keypt jörð á Kjalarnesi þar sem stendur til að byggja svokallaða listamannaresidensíu þar sem listamönnum verður boðið að búa og vinna að listsköpun sinni auk þess sem að Halli ætlar sér að reisa þar sitt eigið tónlistarstúdíó. Þá er hann einnig með á prjónunum að opna kaffihús sem mun hafa mikið tilfinningalegt gildi fyrir hann. Hann festi í fyrra kaup á einstaklega fallegu húsnæði við Tryggvagötu 11 sem er rétt hjá þar sem hann ólst upp og mun kaffihúsið koma til með að heita Anna Jóna, í höfuðið á móðir Halla en hún lést í bílslysi þegar Halli var einungis ellefu ára gamall. Halli ætlar að hafa kaffihúsið mikið í anda móður sinnar og stefnir á að opna það á afmælisdegi hennar þann 2. júlí næstkomandi. „Ég var með pabba í Flórída og konunni hans og ég man eftir því að hafa hitt þau á gangi þar sem þau voru mjög skrýtin. Ég hugsaði ekkert meira um það, en þau voru mjög skrýtin. Ég komst síðan að því seinna að það hafði verið hringt í þau og þeim sagt að mamma væri dáin. Ég var þarna í Flórída að skemmta mér áfram og það var mikil upplifun fyrir krakka að vera þarna þar sem við ferðuðumst ekki mikið og var þetta fyrsta utanlandsferðin. Það sem situr í mér eftir á hvað þetta var stór upplifun, við vorum í Disney landi og þessum stóru görðum og fór síðan bara beint yfir í það að þetta var stærsta sorg sem ég hef lent í. Þetta hafði mikil áhrif á það hvernig ég hugsa lífið. Síðan komum við heim og ég ætlaði að koma henni á óvart og hringja í hana en þá kallaði pabbi í mig og sagði mér frá þessu. Ég hugsa mjög oft um þetta, þetta var það stórt atvik.“ Halli var aðeins ellefu ára þegar móðir hans lést. Halli hefur sagt að helsta ástæðan fyrir því að hann ákvað að greiða skattana af sölu fyrirtækis síns á Íslandi vera þá að hann hafi viljað styðja við það samfélag sem hefði stutt hann þegar hann sjálfur var að vaxa úr grasi. Hann segir foreldra sína hafa verið lágtekjufólk sem ekki hafi haft mikið á milli handanna og ekki hafi bætt úr skák að Haraldur fæddist með alvarlega fötlun sem alltaf hafi krafist mikillar meðhöndlunar og þar hafi Halli því verið heppinn að fæðast á Íslandi sem í grunninn er velferðarsamfélag sem býður öllum upp á fría skóla og ódýra heilbrigðisþjónustu. Styrkir fjölskyldur um jólin „Ég er með vöðvarýrnunarsjúkdóm sem er fæðingargenasjúkdómur og fæddist með sæmilegan kraft en með árunum dvínar hann. Þegar ég var 25 ára byrjaði ég að nota hjólastól og með árunum hefur þetta færst upp í hendurnar. Ég spilaði mikið á gítar en það er orðið erfiðara og nánast ómögulegt núna. Þessi sjúkdómur tekur allan kraft smá saman.“ Það er greinilegt að Halli er mikill mannvinur sem lætur verkin tala. Fyrr í vetur bauðst hann til að aðstoða fólk sem átti yfir höfði sér ákærur vegna meiðyrðamála í tengslum við Meetoo frásagnir þar sem hann vildi að fólk gæti sagt frá ofbeldi án þess að þurfa greiða milljónir í lögfræðikostnað. Þá bauðst hann einnig til að styrkja fjölskyldur sem hefðu lítið á milli handanna um jólin síðustu en hann setti þá út Twitterfærslu þar sem hann bauð sérstaklega barnafólki að hafa samband við sig ef þau sæju ekki fram á að geta glatt börnin sín um hátíðirnar. Ástæðuna fyrir því góðverki sagði Halli í raun vera einfalda. „Af því að ég get það. Það er mjög mikið af fjölskyldum alls staðar og á Íslandi líka sem eru á þeim stað, af einhverri ástæðu, að þau geta ekki haldið almennileg jól. Ég á tvö börn sjálfur og get ekki ímyndað mér ef ég gæti ekki gert eitthvað smáræði fyrir þau. Ég setti þetta út og fékk mjög mikil viðbrögð og náði að styrkja nokkra en alls ekki alla.“
Ísland í dag Stafræn þróun Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira