XY hafði betur í framlengingu Snorri Rafn Hallsson skrifar 16. febrúar 2022 17:00 XY hafði tapað fimm leikjum í röð þegar liðið mætti Kórdrengjum í gærkvöldi og hafa þannig sigið hægt og rólega niður stigatöfluna. Kórdrengir hafa hins vegar verið á stöðugu róli á botni deildarinnar en farnir að narta í hælana á Fylki. Með sigri gátu Kórdrengir jafnað Fylki að stigum. Fyrri leikir liðanna fóru báðir 16–12, í fyrra skiptið vann XY en í það síðara unnu Kórdrengir. Það er á nokkuð vísann að róa í Ljósleiðaradeildinni að Nuke verði spilað alla vega einu sinni í hverri umferð og því kom það líklega engum á óvart að XY og Kórdrengir kysu að keppast við þar. XY hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn (Counter-Terrorists) á meðan Kórdrengir sóttu. Kórdrenigr voru ekki lengi að koma sprengjunni fyrir, keyra beint inn og fella alla leikmenn XY til að vinna fyrstu lotuna. XY voru ekki lengi að svara og kom J0n sér snemma á blað með fjórfaldri fellu til að jafna leika. Því fylgdi hann eftir með þrefaldri fellu í þeirri næstu og var ekki að sjá að mikill missir væri af KelaTurbo sem lék ekki með XY í gær. Liðin skiptust á lotum um miðjan hálfleikinn en Kórdrengir náðu einfaldlega ekki að fella nægilega marga andstæðinga. Út á það gengur leikurinn víst og margfaldar fellur leikmanna XY skiluðu liðinu ágætis forskoti. Sterk vörn XY kom fáti á Kórdrengi sem urðu ómarkvissir þar til þeir tóku leikhlé, juku hraðann og kræktu í sína fjórðu lotu. Kórdrengir hafa almennt ekki verið sérstaklega sterkir í sókninni og var lítil breyting þar á í þessum leik. XY sigldi því örugglega fram úr þeim enda J0n, H0Z1D3R og TripleG afar hittnir í vörninni. Staða í hálfleik: XY 10 – 5 Kórdrengir XY hóf síðari hálfleikinn á að ryðjast inn á innisvæðið og koma sprengjunni fyrir til að vinna skammbyssulotuna. Gátu þeir þá vopnast vel í kjölfarið en Kórdrengir sáu við þeim með snjöllum fellum frá Hyperactive. Næsta lota féll einnig Kórdrengjum í vil og liðið á góðri leið með að spila sig aftur inn í leikinn. Varnarleikur Kórdrengja var mun betri en sóknarleikurinn og tókst þeim að lesa vel í aðgerðir XY til að staðsetja sig vel og taka á móti þeim. Þegar XY gaf í og jók hraðann voru Kórdrengir einnig viðbúnir og stráfelldu þá. Kórdrengir voru við það að jafna eftir að hafa unnið fimm lotur í röð þegar XY loks náði aftur lotu í síðari hálfleik. Kórdrengir þurftu að hugsa um vélbúnaðinn og fjárhaginn og gátu ekki verið eins árásargjarnir og þeir vildu vera. Þrátt fyrir að ná að halda ágætlega í við XY voru XY skrefinu á undan þar til undir lokin. Afar mjótt var á munum og kom Snky Kórdrengjum í framlengingu með tveim virkilega góðum lotum. Staða eftir venjulegan leiktíma: XY 15 – 15 Kórdrengir Fyrsta lotan í framlengingu var spennandi þar sem Demantur endaði einn gegn þremur í vörninni. XY hafði betur í þeirri lotu en enn og aftur var það Snky sem hélt Kórdrengjum inn í leiknum í þeirri næstu. XY svöruðu um hæl og þurftu Kórdrengir að taka á honum stóra sínum til að vinna leikinn. Eitthvað brást þeim bogalistin og komust XY í stöðuna 18–16 og vantaði einungis eina lotu til að vinna. Þreföld fella frá J0ni sem var samtals með 39 fellur innsiglaði svo leikinn fyrir XY. Lokastaða: XY 19 – 16 Kórdrengir Tókst XY þar með loksins að rjúfa tapgöngu sína og fjarlægjast liðin á botni deildarinnar örlítið. Ljósleiðaradeildin tekur sér frí í næstu viku og fer 17. umferðin því fram dagana 1. og 4. mars. Bæði lið leika næst föstudaginn 4. mars, XY gegn Fylki og Kórdrengir gegn Dusty. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
XY hafði tapað fimm leikjum í röð þegar liðið mætti Kórdrengjum í gærkvöldi og hafa þannig sigið hægt og rólega niður stigatöfluna. Kórdrengir hafa hins vegar verið á stöðugu róli á botni deildarinnar en farnir að narta í hælana á Fylki. Með sigri gátu Kórdrengir jafnað Fylki að stigum. Fyrri leikir liðanna fóru báðir 16–12, í fyrra skiptið vann XY en í það síðara unnu Kórdrengir. Það er á nokkuð vísann að róa í Ljósleiðaradeildinni að Nuke verði spilað alla vega einu sinni í hverri umferð og því kom það líklega engum á óvart að XY og Kórdrengir kysu að keppast við þar. XY hafði betur í hnífalotunni og byrjaði í vörn (Counter-Terrorists) á meðan Kórdrengir sóttu. Kórdrenigr voru ekki lengi að koma sprengjunni fyrir, keyra beint inn og fella alla leikmenn XY til að vinna fyrstu lotuna. XY voru ekki lengi að svara og kom J0n sér snemma á blað með fjórfaldri fellu til að jafna leika. Því fylgdi hann eftir með þrefaldri fellu í þeirri næstu og var ekki að sjá að mikill missir væri af KelaTurbo sem lék ekki með XY í gær. Liðin skiptust á lotum um miðjan hálfleikinn en Kórdrengir náðu einfaldlega ekki að fella nægilega marga andstæðinga. Út á það gengur leikurinn víst og margfaldar fellur leikmanna XY skiluðu liðinu ágætis forskoti. Sterk vörn XY kom fáti á Kórdrengi sem urðu ómarkvissir þar til þeir tóku leikhlé, juku hraðann og kræktu í sína fjórðu lotu. Kórdrengir hafa almennt ekki verið sérstaklega sterkir í sókninni og var lítil breyting þar á í þessum leik. XY sigldi því örugglega fram úr þeim enda J0n, H0Z1D3R og TripleG afar hittnir í vörninni. Staða í hálfleik: XY 10 – 5 Kórdrengir XY hóf síðari hálfleikinn á að ryðjast inn á innisvæðið og koma sprengjunni fyrir til að vinna skammbyssulotuna. Gátu þeir þá vopnast vel í kjölfarið en Kórdrengir sáu við þeim með snjöllum fellum frá Hyperactive. Næsta lota féll einnig Kórdrengjum í vil og liðið á góðri leið með að spila sig aftur inn í leikinn. Varnarleikur Kórdrengja var mun betri en sóknarleikurinn og tókst þeim að lesa vel í aðgerðir XY til að staðsetja sig vel og taka á móti þeim. Þegar XY gaf í og jók hraðann voru Kórdrengir einnig viðbúnir og stráfelldu þá. Kórdrengir voru við það að jafna eftir að hafa unnið fimm lotur í röð þegar XY loks náði aftur lotu í síðari hálfleik. Kórdrengir þurftu að hugsa um vélbúnaðinn og fjárhaginn og gátu ekki verið eins árásargjarnir og þeir vildu vera. Þrátt fyrir að ná að halda ágætlega í við XY voru XY skrefinu á undan þar til undir lokin. Afar mjótt var á munum og kom Snky Kórdrengjum í framlengingu með tveim virkilega góðum lotum. Staða eftir venjulegan leiktíma: XY 15 – 15 Kórdrengir Fyrsta lotan í framlengingu var spennandi þar sem Demantur endaði einn gegn þremur í vörninni. XY hafði betur í þeirri lotu en enn og aftur var það Snky sem hélt Kórdrengjum inn í leiknum í þeirri næstu. XY svöruðu um hæl og þurftu Kórdrengir að taka á honum stóra sínum til að vinna leikinn. Eitthvað brást þeim bogalistin og komust XY í stöðuna 18–16 og vantaði einungis eina lotu til að vinna. Þreföld fella frá J0ni sem var samtals með 39 fellur innsiglaði svo leikinn fyrir XY. Lokastaða: XY 19 – 16 Kórdrengir Tókst XY þar með loksins að rjúfa tapgöngu sína og fjarlægjast liðin á botni deildarinnar örlítið. Ljósleiðaradeildin tekur sér frí í næstu viku og fer 17. umferðin því fram dagana 1. og 4. mars. Bæði lið leika næst föstudaginn 4. mars, XY gegn Fylki og Kórdrengir gegn Dusty. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti