Ljáir jaðarsettum einstaklingum rödd í nýju hlaðvarpi Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 21:01 Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með hlaðvarpið Ósýnilega fólkið. Fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason er farinn af stað með glænýtt hlaðvarp, Ósýnilega fólkið. Í hlaðvarpinu fá hlustendur að kynnast jaðarsettum einstaklingum í samfélaginu og heyra persónulegar sögur þeirra. „Þættirnir eru þannig upp byggðir að ég hitti fólk sem er að glíma við fíknivanda, heimilisleysi og aðrar erfiðar áskoranir og spjalla við þau í persónulegu samtali. Hugmyndin er að kynnast þessu fólki sem mér hefur þótt við fjalla mikið um en það er aldrei talað við þetta fólk,“ segir Frosti. Málaflokkurinn stendur Frosta nærri, en fyrir tíu árum síðan lést Loftur Gunnarsson, uppeldisbróðir og æskuvinur Frosta, sem hafði verið skjólstæðingur Gistiskýlisins. „Þessi málaflokkur hefur verið mér hugleikinn alveg síðan aðstæður Lofts vöktu athygli mína á þessu.“ Frosti ræddi um nýja hlaðvarpið í Reykjavík síðdegis í gær. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem hefur í langflestum tilfellum lent í einhverjum áföllum í æsku og hafa villst illa af leið og eru komin inn í fíknivanda sem kemur þeim út úr húsi og þau enda á götunni. Ég er ofsalega stoltur af þessari seríu af því mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt málefni.“ Frosti segir það hafa gengið nokkuð vel að finna viðmælendur sem voru tilbúnir til þess að opna sig. En viðmælendurnir eru einstaklingar sem hafa til lengri eða skemmri tíma dvalið í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Í þáttunum fá hlustendur að kynnast þeim manneskjum sem samfélaginu hættir til að svipta mennskunni. „Það er auðvitað þekkt að fordómar alast í fáfræði og það sem við þekkjum ekki, það verðum við hrædd við. Það er nákvæmlega það sem gerir það að verkum að fordómarnir sem þetta fólk mætir í sínu daglega lífi eru gríðarlegir,“ segir Frosti. Fyrsti þáttur hlaðvarpsins er kominn út og hann má hlusta á hér. Fjölmiðlar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
„Þættirnir eru þannig upp byggðir að ég hitti fólk sem er að glíma við fíknivanda, heimilisleysi og aðrar erfiðar áskoranir og spjalla við þau í persónulegu samtali. Hugmyndin er að kynnast þessu fólki sem mér hefur þótt við fjalla mikið um en það er aldrei talað við þetta fólk,“ segir Frosti. Málaflokkurinn stendur Frosta nærri, en fyrir tíu árum síðan lést Loftur Gunnarsson, uppeldisbróðir og æskuvinur Frosta, sem hafði verið skjólstæðingur Gistiskýlisins. „Þessi málaflokkur hefur verið mér hugleikinn alveg síðan aðstæður Lofts vöktu athygli mína á þessu.“ Frosti ræddi um nýja hlaðvarpið í Reykjavík síðdegis í gær. „Þetta er bara fólk eins og ég og þú sem hefur í langflestum tilfellum lent í einhverjum áföllum í æsku og hafa villst illa af leið og eru komin inn í fíknivanda sem kemur þeim út úr húsi og þau enda á götunni. Ég er ofsalega stoltur af þessari seríu af því mér finnst þetta vera rosalega mikilvægt málefni.“ Frosti segir það hafa gengið nokkuð vel að finna viðmælendur sem voru tilbúnir til þess að opna sig. En viðmælendurnir eru einstaklingar sem hafa til lengri eða skemmri tíma dvalið í neyðarathvörfum fyrir heimilislausa í Reykjavík. Í þáttunum fá hlustendur að kynnast þeim manneskjum sem samfélaginu hættir til að svipta mennskunni. „Það er auðvitað þekkt að fordómar alast í fáfræði og það sem við þekkjum ekki, það verðum við hrædd við. Það er nákvæmlega það sem gerir það að verkum að fordómarnir sem þetta fólk mætir í sínu daglega lífi eru gríðarlegir,“ segir Frosti. Fyrsti þáttur hlaðvarpsins er kominn út og hann má hlusta á hér.
Fjölmiðlar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira