Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 10:29 Chris Burkard og Haraldur Diego. Myndin var tekin í einum af þeirra ævintýrum. Chris Burkard Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. Eins og komið hefur fram hér á Vísi hafði Chris farið í mörg ævintýri með Haraldi í heimsóknum sínum til Íslands. Nú ætlar hann að selja einstakar landslagsljósmyndir úr þeim ferðum og safna þannig fyrir aðstandendum Haraldar. Verðbilið fer algjörlega eftir því hvort fólk kaupir lítið eftirprent eða innrammað stórt verk. Verðbilið er frá 25 dollurum upp í mörg þúsund dollara. Myndaþátturinn sem er til sölu er nú inni á vefsíðu ljósmyndarans undir heitinu Volcano Pilot. Ljósmynd af Haraldi eftir Chris Burkard úr einu af þeirra ævintýrum.Chris Burkard Burkard sagði í samtali við fréttastofu í kjölfar slyssins að Haraldur hefði verið einn nánasti vinur hans. Þeir hefðu flogið saman í næstum því áratug. Burkard hefur ferðast vítt og breitt um Ísland, oft í háloftunum með Haraldi og sömuleiðis á hjóli sínu. Hann þveraði sem dæmi Ísland á sex dögum á hjóli í fyrra. „Hann var alltaf þarna, við endann á langri hjólaferð eða að upplifa með mér í öðrum ferðum,“ sagði Burkard. Chris Burkard safnar fyrir fjölskyldu Haraldar.Vísir/Vilhelm Haraldur hefði verið einstakur vinur sem hafi lagt sig fram við að deila fegurð með öðru fólki. Hann hafi í raun breytt lífi hans og verið honum fyrirmynd. „Ég ólst ekki upp með föður og hef alltaf sótt í aðra eftir fyrirmynd,“ sagði Burkard. Haraldur hafi alltaf sett aðra í fyrsta sætið. Haraldur hafi opnað heimili sitt fyrir Burkard, boðið honum gistingu - ókunnugum manni. Hann hafi snert hjörtu svo margra sem sótt hafi í fegurð Íslands og viðbrögðin við slysinu hafi verið mikil í öllum heimshornum. „Hann snerti líf svo margra,“ sagði Burkard. Myndirnar sem Chris er að selja vegna söfnunarinnar má skoða HÉR. Flugslys við Þingvallavatn Ljósmyndun Tengdar fréttir „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01 Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Eins og komið hefur fram hér á Vísi hafði Chris farið í mörg ævintýri með Haraldi í heimsóknum sínum til Íslands. Nú ætlar hann að selja einstakar landslagsljósmyndir úr þeim ferðum og safna þannig fyrir aðstandendum Haraldar. Verðbilið fer algjörlega eftir því hvort fólk kaupir lítið eftirprent eða innrammað stórt verk. Verðbilið er frá 25 dollurum upp í mörg þúsund dollara. Myndaþátturinn sem er til sölu er nú inni á vefsíðu ljósmyndarans undir heitinu Volcano Pilot. Ljósmynd af Haraldi eftir Chris Burkard úr einu af þeirra ævintýrum.Chris Burkard Burkard sagði í samtali við fréttastofu í kjölfar slyssins að Haraldur hefði verið einn nánasti vinur hans. Þeir hefðu flogið saman í næstum því áratug. Burkard hefur ferðast vítt og breitt um Ísland, oft í háloftunum með Haraldi og sömuleiðis á hjóli sínu. Hann þveraði sem dæmi Ísland á sex dögum á hjóli í fyrra. „Hann var alltaf þarna, við endann á langri hjólaferð eða að upplifa með mér í öðrum ferðum,“ sagði Burkard. Chris Burkard safnar fyrir fjölskyldu Haraldar.Vísir/Vilhelm Haraldur hefði verið einstakur vinur sem hafi lagt sig fram við að deila fegurð með öðru fólki. Hann hafi í raun breytt lífi hans og verið honum fyrirmynd. „Ég ólst ekki upp með föður og hef alltaf sótt í aðra eftir fyrirmynd,“ sagði Burkard. Haraldur hafi alltaf sett aðra í fyrsta sætið. Haraldur hafi opnað heimili sitt fyrir Burkard, boðið honum gistingu - ókunnugum manni. Hann hafi snert hjörtu svo margra sem sótt hafi í fegurð Íslands og viðbrögðin við slysinu hafi verið mikil í öllum heimshornum. „Hann snerti líf svo margra,“ sagði Burkard. Myndirnar sem Chris er að selja vegna söfnunarinnar má skoða HÉR.
Flugslys við Þingvallavatn Ljósmyndun Tengdar fréttir „Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01 Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00 Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
„Þetta var allt sem ég vonaðist eftir og meira“ „Ég er spenntur að vera kominn niður og vera öruggur,“ segir Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Burkard sem kláraði á miðvikudag sex daga hjólaferð þvert yfir Ísland. 9. apríl 2021 06:01
Hjólaði þvert yfir Ísland og hljóp Laugaveginn daginn eftir Ljósmyndarinn og ævintýramaðurinn Chris Burkard hefur komið í 43 heimsóknir til Íslands á síðustu 15 árum. Hann leitar stöðugt að nýjum ástæðum til að koma til landsins og lætur sig dreyma um að eignast hús hér á landi. 21. nóvember 2020 08:00
Chris Burkard minnist flugmannsins Haraldar Diego Íslandsvinurinn og ljósmyndarinn Chris Brukhard minnist vinar síns, flugmannsins Haraldar Diego, í nýrri færslu á Instagram. Haraldur var einn fjögurra sem lést í flugslysi á Þingvöllum þann 3. febrúar. 7. febrúar 2022 09:31