Sváfu úti í 27 stiga frosti: „Það sem var erfitt áður er núna ekkert mál“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. febrúar 2022 07:01 Þrátt fyrir mikinn kulda sefur hópurinn í tjöldum í vetrarfrosti. Nú síðast aðfaranótt sunnudags í 27 stiga frosti. Aðsend Tuttugu manna hópur á vegum Ferðafélags Íslands var staddur á Þingvöllum um helgina á vetrarmennskunámskeiði og fólst það meðal annars í því að gista yfir nótt í tjaldi. Frost fór niður í 27 gráður um nóttina og segist einn útilegumanna aldrei hafa upplifað annað eins. Andrea Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og útivistarkona, er ein þeirra sem tók þátt í ferðinni en hún er í ferðafélagshópnum Landkönnuðum, sem samanstendur af reynslumiklu útivistarfólki. Margir þeirra sem tóku þátt í ferðinni um helgina eru í þeim hópi þó Andrea segir að nokkur ný andlit hafi verið í hópnum. Námskeiðin snúast ekki einungis um útileguna heldur að læra nauðsynlega hluti fyrir útivist að vetri til.Aðsend „Þetta er fjórða skiptið sem ég fer á þetta námskeið,“ segir Andrea. „Hugmyndin er að við förum í tjaldferðalag þar sem við gistum úti og þetta hefur alltaf verið í febrúar, um hávetur. Það hefur alltaf verið frost en aldrei svona mikið frost, ég held að þetta sé það kaldasta sem við höfum upplifað.“ Reynsluboltar að æfa fyrir ferð yfir Grænlandsjökul Á námskeiðinu læra menn til dæmis að grafa sig í fönn, leita í snjóflóðum og búa til snjóhús, til að vera við öllu búnir í útivistinni. Þórhildur Ólafsdóttir var í hópnum en hún tísti í gær að hún hafi verið stödd á Þingvöllum og sofið í tjaldi í 27 stiga frosti. Í svari við tístinu er hún spurð að því fyrir hvað verið sé að þjálfa, að ganga kannski yfir Grænlandsjökul? Guð nei ekki ég, en var með fólki þarna sem er að æfa fyrir það. Það er ekki kuldinn sem er verstur þar, heldur vera einn með hugsunum sínum í svona langan tíma!— Þórhildur Ólafsd (@thorhildurolafs) February 13, 2022 Andrea segist sjálf ekki vera að undirbúa sig fyrir ferð yfir Grænlandsjökul þó einhverjir í hópnum stefni vissulega vestur um haf. „Ég sjálf er ekki að æfa fyrir Grænlandsjökulinn en það voru þarna þrír sem eru að fara að þvera Grænlandsjökul sem voru búnir að vera eina nótt þegar hópurinn mætti á svæðið, reynsluboltar í faginu. Þetta er liður í undirbúningi fyrir jöklaferðirnar sem verða í vor, sem eru stórar og eru jafnvel margar nætur á jökli og allra veðra von,“ segir Andrea. Landvarðahópurinn á gönguskíðum á Þingvöllum.Aðsend Tíu stiga frost ekkert mál eftir þetta Hún segir að þrátt fyrir að hafa sótt fjögur námskeið í vetrarútivist sé hún alltaf að læra eitthvað nýtt. „Ekki síst núna þegar kuldinn var svona svakalega mikill og í raun og veru mikið af því sem við ætluðum að gera úti var ekki hægt að gera því kuldinn var það mikill að það þurfti bara að koma fólki inn í tjald,“ segir Andrea. Andrea mætti svo í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi ævintýrið frekar. „Ég held að allar fjallaferðir og vetrarferðir verði leikur einn eftir þetta. Tíu stiga frost er ekkert eftir þetta.“ Andrea segir mestu máli skipta í svona aðstæðum að vera vel útbúinn og hafa allar tilskyldar græjur: gott tjald, svefnpoka, dýnu og annan búnað. Það sem flækist mest fyrir fólki geti þó verið einföldu hlutirnir: matur og drykkur. „Það frýs bókstaflega allt og það er rosalega erfitt að hita sér klaka og snjó ef þú ert ekki með neinn vökva. Þannig að þú þarft að huga að því að vera með vökva nálægt líkamanum svo hann frjósi ekki og maður geti hitað sér eitthvað. Svo þarftu að vera með réttar græjur því það kviknar ekki á venjulegum prímusum í svona frosti. Þannig að það þarf að hafa ýmislegt í huga til að allt fari vel,“ segir Andrea. Aðsend Þekktist vart morguninn eftir vegna bjúgs Einn fylgikvilli frostgistingarinnar var gífurlegur bjúgur í andliti, eins og sjá má á myndinni hér að neðan, en Andrea segist þó hafa verið einna verst útleikin af bólgu eftir nóttina. „Það sem er merkilegt er að þegar maður kemur inn í tjaldið og út úr rokinu, því það blés líka vel, fer maður ofan í pokann og er rosalega kalt. Maður fær sér eitthvað heitt og nær upp hita og svo er maður bara í pokanum. Ég held að klukkan hafi bara verið sjö um kvöldmatarleitið þegar allir voru komnir ofan í pokana. Svo sofnar maður bara og ef maður er vel búinn er manni þrátt fyrir þennan kulda ekki kalt, nema svo er maður með andlitið upp úr og það er bara eins og að vera með andlitið heila nótt ofan í frystikistu,“ segir Andrea. „Ég svaf eins og engill alla nóttina og svo vaknaði ég um morguninn og fann að augun voru sokkin eitthvert lengst inn í haus. Það var þungt að opna þau.“ Á hægri myndinni má sjá hve bólgin Andrea var eftir nóttina, í 27 stiga frosti, miðað við hvernig hún er alla jafna á vinstri myndinni.Samsett Erfiðast að fara úr svefnpokanum um morguninn Hún segir það erfiðasta við útileguna að þurfa að fara úr hlýjum svefnpokanum um morguninn út í kuldann. „Það er þyngsta skrefið í þessu öllu saman ég sver það, það er ótrúlega erfitt en um leið og maður gerir það er maður fljótur að jafna sig. En vá hvað það er erfitt, mann langar helst að vera áfram í svefnpokanum að eilífu,“ segir hún. „Fyrst að mér tókst að komast í gegn um þetta, og það var ekkert svo skelfilegt þrátt fyrir útlitið um morguninn, þá hugsa ég að það sé fátt sem maður getur ekki komist í gegn um. Núna er maður búinn með ótrúlega þrekraun og það sem manni þótti erfitt áður er núna ekkert mál.“ Andrea og tjaldfélagi hennar Þórunn Ingvarsdóttir. „Þurrmatur fyrir útivist sem bragðast vel í kulda en ekki jafn vel í eldhúsinu heima,“ segir Andrea.AðsendAndrea og Þórunn, tjaldfélagi hennar, við SnjóskýlagerðAðsendStund milli stríða.AðsendVenjulegur prímus dugir ekki í miklu frosti.AðsendTjaldbúðirnar að næturlagi.Aðsend Fjallamennska Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
Andrea Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur og útivistarkona, er ein þeirra sem tók þátt í ferðinni en hún er í ferðafélagshópnum Landkönnuðum, sem samanstendur af reynslumiklu útivistarfólki. Margir þeirra sem tóku þátt í ferðinni um helgina eru í þeim hópi þó Andrea segir að nokkur ný andlit hafi verið í hópnum. Námskeiðin snúast ekki einungis um útileguna heldur að læra nauðsynlega hluti fyrir útivist að vetri til.Aðsend „Þetta er fjórða skiptið sem ég fer á þetta námskeið,“ segir Andrea. „Hugmyndin er að við förum í tjaldferðalag þar sem við gistum úti og þetta hefur alltaf verið í febrúar, um hávetur. Það hefur alltaf verið frost en aldrei svona mikið frost, ég held að þetta sé það kaldasta sem við höfum upplifað.“ Reynsluboltar að æfa fyrir ferð yfir Grænlandsjökul Á námskeiðinu læra menn til dæmis að grafa sig í fönn, leita í snjóflóðum og búa til snjóhús, til að vera við öllu búnir í útivistinni. Þórhildur Ólafsdóttir var í hópnum en hún tísti í gær að hún hafi verið stödd á Þingvöllum og sofið í tjaldi í 27 stiga frosti. Í svari við tístinu er hún spurð að því fyrir hvað verið sé að þjálfa, að ganga kannski yfir Grænlandsjökul? Guð nei ekki ég, en var með fólki þarna sem er að æfa fyrir það. Það er ekki kuldinn sem er verstur þar, heldur vera einn með hugsunum sínum í svona langan tíma!— Þórhildur Ólafsd (@thorhildurolafs) February 13, 2022 Andrea segist sjálf ekki vera að undirbúa sig fyrir ferð yfir Grænlandsjökul þó einhverjir í hópnum stefni vissulega vestur um haf. „Ég sjálf er ekki að æfa fyrir Grænlandsjökulinn en það voru þarna þrír sem eru að fara að þvera Grænlandsjökul sem voru búnir að vera eina nótt þegar hópurinn mætti á svæðið, reynsluboltar í faginu. Þetta er liður í undirbúningi fyrir jöklaferðirnar sem verða í vor, sem eru stórar og eru jafnvel margar nætur á jökli og allra veðra von,“ segir Andrea. Landvarðahópurinn á gönguskíðum á Þingvöllum.Aðsend Tíu stiga frost ekkert mál eftir þetta Hún segir að þrátt fyrir að hafa sótt fjögur námskeið í vetrarútivist sé hún alltaf að læra eitthvað nýtt. „Ekki síst núna þegar kuldinn var svona svakalega mikill og í raun og veru mikið af því sem við ætluðum að gera úti var ekki hægt að gera því kuldinn var það mikill að það þurfti bara að koma fólki inn í tjald,“ segir Andrea. Andrea mætti svo í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi ævintýrið frekar. „Ég held að allar fjallaferðir og vetrarferðir verði leikur einn eftir þetta. Tíu stiga frost er ekkert eftir þetta.“ Andrea segir mestu máli skipta í svona aðstæðum að vera vel útbúinn og hafa allar tilskyldar græjur: gott tjald, svefnpoka, dýnu og annan búnað. Það sem flækist mest fyrir fólki geti þó verið einföldu hlutirnir: matur og drykkur. „Það frýs bókstaflega allt og það er rosalega erfitt að hita sér klaka og snjó ef þú ert ekki með neinn vökva. Þannig að þú þarft að huga að því að vera með vökva nálægt líkamanum svo hann frjósi ekki og maður geti hitað sér eitthvað. Svo þarftu að vera með réttar græjur því það kviknar ekki á venjulegum prímusum í svona frosti. Þannig að það þarf að hafa ýmislegt í huga til að allt fari vel,“ segir Andrea. Aðsend Þekktist vart morguninn eftir vegna bjúgs Einn fylgikvilli frostgistingarinnar var gífurlegur bjúgur í andliti, eins og sjá má á myndinni hér að neðan, en Andrea segist þó hafa verið einna verst útleikin af bólgu eftir nóttina. „Það sem er merkilegt er að þegar maður kemur inn í tjaldið og út úr rokinu, því það blés líka vel, fer maður ofan í pokann og er rosalega kalt. Maður fær sér eitthvað heitt og nær upp hita og svo er maður bara í pokanum. Ég held að klukkan hafi bara verið sjö um kvöldmatarleitið þegar allir voru komnir ofan í pokana. Svo sofnar maður bara og ef maður er vel búinn er manni þrátt fyrir þennan kulda ekki kalt, nema svo er maður með andlitið upp úr og það er bara eins og að vera með andlitið heila nótt ofan í frystikistu,“ segir Andrea. „Ég svaf eins og engill alla nóttina og svo vaknaði ég um morguninn og fann að augun voru sokkin eitthvert lengst inn í haus. Það var þungt að opna þau.“ Á hægri myndinni má sjá hve bólgin Andrea var eftir nóttina, í 27 stiga frosti, miðað við hvernig hún er alla jafna á vinstri myndinni.Samsett Erfiðast að fara úr svefnpokanum um morguninn Hún segir það erfiðasta við útileguna að þurfa að fara úr hlýjum svefnpokanum um morguninn út í kuldann. „Það er þyngsta skrefið í þessu öllu saman ég sver það, það er ótrúlega erfitt en um leið og maður gerir það er maður fljótur að jafna sig. En vá hvað það er erfitt, mann langar helst að vera áfram í svefnpokanum að eilífu,“ segir hún. „Fyrst að mér tókst að komast í gegn um þetta, og það var ekkert svo skelfilegt þrátt fyrir útlitið um morguninn, þá hugsa ég að það sé fátt sem maður getur ekki komist í gegn um. Núna er maður búinn með ótrúlega þrekraun og það sem manni þótti erfitt áður er núna ekkert mál.“ Andrea og tjaldfélagi hennar Þórunn Ingvarsdóttir. „Þurrmatur fyrir útivist sem bragðast vel í kulda en ekki jafn vel í eldhúsinu heima,“ segir Andrea.AðsendAndrea og Þórunn, tjaldfélagi hennar, við SnjóskýlagerðAðsendStund milli stríða.AðsendVenjulegur prímus dugir ekki í miklu frosti.AðsendTjaldbúðirnar að næturlagi.Aðsend
Fjallamennska Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira