Dying Light 2: Enn gaman að sparka dusilmennum og uppvakningum fram af húsþökum Samúel Karl Ólason skrifar 15. febrúar 2022 08:45 Einhver bestu augnablik Dying Light 2 Stay Human eiga sér stað á næturnar þegar hópar frárra uppvakninga hlaupa á eftir manni. Techland Dying Light 2 Stay Human er hinn fínasti framhaldsleikur sem bætir að mörgu leyti á grunni forvera síns. Það er enn ógeðslega gaman að sparka uppvakningum og vondum körlum af húsþökum. Dying Light 2 er framhald leiks sem kom út árið 2015 sem gekk út á tvennt. Það var að afturdrepa uppvakninga og svokallað parkour. Það er að hlaupa um og klifra á húsþökum til að forðast fjölmarga uppvakninga sem halda til á götunum. Það á við á daginn. Á næturnar koma mun verri skrímsli út úr holum sínum og valda usla í nærbuxum. Það eina sem heldur aftur af þeim er útfjólublátt ljós. Smitað fólk má sömuleiðis ekki vera í myrkrinu of lengi því þá tekur veiran völdin. Í Dying Light 2 setja spilarar sig í spor pílagrímsins Aiden. Hann býr í heimi þar sem uppvakningar hafa sigrað. Eftir faraldurinn í Haran, fundu vísindamenn bóluefni við veirunni og stöðvuðu uppvakningana. Vondir karlar héldu þó áfram að leika sér með veiruna og bjuggu fyrir mistök til verri útgáfu. Fimmtán árum síðara hafa uppvakningar og önnur og verri skrímsli, eignað sér heiminn. Menn búa í nokkrum einangruðum samfélögum og Aiden ver tíma sínum í að bera á milli þeirra birgðir og skilaboð. Það er þar til hann kemur til borgarinnar Villedor í leit að Miu systur sinni. Þegar Aiden og Mia voru yngri voru gerðar tilraunir á þeim og Aiden hefur varið árum í að leita Miu en finnur góðar vísbendingar í Villedor. Í upphafi smitast hann Aiden þó af veirunni og þarf að læra að halda sér í birtunni eins og hann getur. Þessir uppvakningar eru bara beisik bitsjes og auðvelt að hlaupa undan þeim eða afturdrepa.Techland Gott parkour en slöpp saga Undanfarin ár virðist sem maður hafi verið að drukkna í uppvakningum, hvort sem það er í tölvuleikjum eða sjónvarpi. Dying Light finnst mér samt hafa markað sér ákveðna sérstöðu. Það er að mestu vegna parkour-sins, sem er langskemmtilegasti hluti leiksins. Eins og áður segir kom Dying Light upprunalega út árið 2015. Framleiðendur beggja leikjanna í Techland hafa varið miklum tíma í að laga og bæta upprunalega leikinn og hafa heitið því að gera slíkt hið sama við DL2. Sjá einnig: Uppvakningar upp á sitt besta Einn af göllum DL2 er vandamál sem fylgdi einnig upprunalega leiknum. Sagan er oftar en ekki frekar óspennandi og persónur leiksins einnig. Sagan virðist taka heila eilífð í að fara í gang og ef satt skal segja varð mér temmilega fljótt alveg sama, þar til ég komst að því að maður þarf að fara slatta í gegnum hana til að fá fyrsta bogann. Ég gerði það og fékk bogann en komst fljótt að því að hann sökkaði. Það var töluverður bömmer. Það að sparka drullusokkum og uppvakningum af húsþökum er frábær skemmtun.Techland Tvær fylkingar stjórna Villedor en þær kallast Eftirlifendurnir og Friðarfylkingin (lauslega þýtt) Báðar fylkingar eru skipaðar drullusokkum en seinna meir geta spilarar skipt borginni niður á milli þeirra. Eftir því hve mörg hverfi hver fylking fær, þá fá spilarar ákveðna bónusa. Þegar Eftirlifendurnir fá fyrsta hverfið þeirra, koma þeir fyrir línum um hverfin sem spilarar geta notað til að ferðast hratt á milli húsa. Friðarfylkingin kemur fyrir gildrum og öðru. Að öðru leyti virðist það hafa merkilega lítil áhrif hverri fylkingunni maður fylgir, en samkvæmt Techland áttu áhrifin upprunalega að vera gífurleg. Fimm hundruð klukkustundir, nei takk Villedor er skipt niður í þrjú mismunandi opin svæði þar sem spilarar geta fundið nóg að gera og rúmlega það. Forsvarsmenn Techland hafa sagt að vilji maður klára bókstaflega allt sem hægt sé að gera í DL2, taki það um fimm hundruð klukkustundir. Ég er nokkuð viss um að ég nenni því ekki og handviss um að það muni aldrei gerast. Parkour-ið er skemmtilegasti hluti DL2.Techland Þrátt fyrir að hafa spilað mig nokkrum sinnum í gegnum fyrri leikinn segir Steam mér að ég hafi bara varið rúmum sextíu klukkustundum í honum....... (Ég fékk smá tilvistarkreppu þegar ég skrifaði „bara“ og „sextíu klukkustundum“. Þurfti að standa aðeins upp, horfa hugsi út um gluggann og leggja mat á líf mitt. Núna er ég samt kominn aftur. Þetta voru mestmegnis skemmtilegar sextíu klukkustundir.) ...en ég viðurkenni þó að DL2 er töluvert stærri en fyrri leikurinn. Þá er leikurinn gerður þannig að allt að fjórir spilarar geta spilað hann saman, eins og í fyrri leiknum, og meðal annars spilað í gegnum sögu leiksins, eða bara leikið sér við að sparka drullusokkum af húsþökum Hið skemmtilegasta príl Þrátt fyrir að Aiden eigi að hafa varið nokkrum árum í að hlaupa um óbyggðir heimsins og forðast uppvakninga, er hann ekkert merkilega góður í því í upphafi leiksins. Hann getur hoppað langt og hlaupið ágætlega hratt en hefur merkilega lítið þol. Þolið og orkuna bætir hann með því að finna tilraunalyf, sem hann veit ekkert hver eru og sprauta sig með þeim. Þá fær hann reynslustig fyrir að hoppa, príla og berja vonda karla, sem hann notar svo til að læra fleiri hopp og brögð. Í upphafi er ekkert frábærlega gaman að hlaupa um Villedor sem Aiden en það breytist þegar bæði hann, og maður sjálfur verður betri. Þegar maður lærir betur að lesa umhverfið og nýta sér það sem Aiden getur gert og getur ekki gert. Það að hlaupa um, hoppa og príla verður þá frábærlega gaman. Það heldur DL2 í háum hæðum. Þó lang flest verkefni leiksins ganga út á það að fara þangað og sækja þetta fyrir gaurinn þarna, þá er það oft allt í lagi. Seinna í leiknum lærir maður svo að svífa á nokkurs konar flugdreka og sveifla sér milli bygginga Villedor sem gerir þetta allt saman enn skemmtilegra og opnar ný svæði leiksins. Mikið að gera Áðurnefnd tilraunalyf finnur maður oft á dimmum svæðum þar uppvakningar safnast saman á næturnar. Því þarf að fara þangað á kvöldin og reyna að laumast um til að finna lyfin. Á sama tíma þarf maður að passa að Aiden drepist ekki vegna veirunnar sem hann er smitaður af. Til viðbótar við það er fullt af öðrum sambærilegum stöðum þar sem maður getur fundið vopn og klæðnað fyrir Aiden. Þar finnur maður einnig hluti sem maður notar til að smíða vopna og tæki og betrumbæta þetta allt saman. Í stuttu máli sagt, þá er kortið af Villedor stútfullt af dóti til að gera. Villedor er stór og fjölbreytt borg.Techland Samantekt-ish Dyling Light 2 Stay Human er hinn fínasti framhaldsleikur. Spilunin sjálf er mjög góð þó sagan sitji á hakanum og leikurinn inniheldur sömuleiðis nokkuð af göllum. Miðað við reynsluna af Techland og fyrri DL-leiknum, munu starfsmenn fyrirtækisins þó án efa verja miklum tíma í að fínpússa leikinn og betrumbæta á komandi misserum. Þrátt fyrir að vera enn einn uppvakningaleikurinn hefure Dying Light ákveðna sérstöðu vegna stórskemmtilegs parkour-kerfis og skemmtilegrar spilunar. Þá hjálpar til að að maður þarf ekkert að hafa spilað fyrri leikinn til að hafa gaman af þessum. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira
Dying Light 2 er framhald leiks sem kom út árið 2015 sem gekk út á tvennt. Það var að afturdrepa uppvakninga og svokallað parkour. Það er að hlaupa um og klifra á húsþökum til að forðast fjölmarga uppvakninga sem halda til á götunum. Það á við á daginn. Á næturnar koma mun verri skrímsli út úr holum sínum og valda usla í nærbuxum. Það eina sem heldur aftur af þeim er útfjólublátt ljós. Smitað fólk má sömuleiðis ekki vera í myrkrinu of lengi því þá tekur veiran völdin. Í Dying Light 2 setja spilarar sig í spor pílagrímsins Aiden. Hann býr í heimi þar sem uppvakningar hafa sigrað. Eftir faraldurinn í Haran, fundu vísindamenn bóluefni við veirunni og stöðvuðu uppvakningana. Vondir karlar héldu þó áfram að leika sér með veiruna og bjuggu fyrir mistök til verri útgáfu. Fimmtán árum síðara hafa uppvakningar og önnur og verri skrímsli, eignað sér heiminn. Menn búa í nokkrum einangruðum samfélögum og Aiden ver tíma sínum í að bera á milli þeirra birgðir og skilaboð. Það er þar til hann kemur til borgarinnar Villedor í leit að Miu systur sinni. Þegar Aiden og Mia voru yngri voru gerðar tilraunir á þeim og Aiden hefur varið árum í að leita Miu en finnur góðar vísbendingar í Villedor. Í upphafi smitast hann Aiden þó af veirunni og þarf að læra að halda sér í birtunni eins og hann getur. Þessir uppvakningar eru bara beisik bitsjes og auðvelt að hlaupa undan þeim eða afturdrepa.Techland Gott parkour en slöpp saga Undanfarin ár virðist sem maður hafi verið að drukkna í uppvakningum, hvort sem það er í tölvuleikjum eða sjónvarpi. Dying Light finnst mér samt hafa markað sér ákveðna sérstöðu. Það er að mestu vegna parkour-sins, sem er langskemmtilegasti hluti leiksins. Eins og áður segir kom Dying Light upprunalega út árið 2015. Framleiðendur beggja leikjanna í Techland hafa varið miklum tíma í að laga og bæta upprunalega leikinn og hafa heitið því að gera slíkt hið sama við DL2. Sjá einnig: Uppvakningar upp á sitt besta Einn af göllum DL2 er vandamál sem fylgdi einnig upprunalega leiknum. Sagan er oftar en ekki frekar óspennandi og persónur leiksins einnig. Sagan virðist taka heila eilífð í að fara í gang og ef satt skal segja varð mér temmilega fljótt alveg sama, þar til ég komst að því að maður þarf að fara slatta í gegnum hana til að fá fyrsta bogann. Ég gerði það og fékk bogann en komst fljótt að því að hann sökkaði. Það var töluverður bömmer. Það að sparka drullusokkum og uppvakningum af húsþökum er frábær skemmtun.Techland Tvær fylkingar stjórna Villedor en þær kallast Eftirlifendurnir og Friðarfylkingin (lauslega þýtt) Báðar fylkingar eru skipaðar drullusokkum en seinna meir geta spilarar skipt borginni niður á milli þeirra. Eftir því hve mörg hverfi hver fylking fær, þá fá spilarar ákveðna bónusa. Þegar Eftirlifendurnir fá fyrsta hverfið þeirra, koma þeir fyrir línum um hverfin sem spilarar geta notað til að ferðast hratt á milli húsa. Friðarfylkingin kemur fyrir gildrum og öðru. Að öðru leyti virðist það hafa merkilega lítil áhrif hverri fylkingunni maður fylgir, en samkvæmt Techland áttu áhrifin upprunalega að vera gífurleg. Fimm hundruð klukkustundir, nei takk Villedor er skipt niður í þrjú mismunandi opin svæði þar sem spilarar geta fundið nóg að gera og rúmlega það. Forsvarsmenn Techland hafa sagt að vilji maður klára bókstaflega allt sem hægt sé að gera í DL2, taki það um fimm hundruð klukkustundir. Ég er nokkuð viss um að ég nenni því ekki og handviss um að það muni aldrei gerast. Parkour-ið er skemmtilegasti hluti DL2.Techland Þrátt fyrir að hafa spilað mig nokkrum sinnum í gegnum fyrri leikinn segir Steam mér að ég hafi bara varið rúmum sextíu klukkustundum í honum....... (Ég fékk smá tilvistarkreppu þegar ég skrifaði „bara“ og „sextíu klukkustundum“. Þurfti að standa aðeins upp, horfa hugsi út um gluggann og leggja mat á líf mitt. Núna er ég samt kominn aftur. Þetta voru mestmegnis skemmtilegar sextíu klukkustundir.) ...en ég viðurkenni þó að DL2 er töluvert stærri en fyrri leikurinn. Þá er leikurinn gerður þannig að allt að fjórir spilarar geta spilað hann saman, eins og í fyrri leiknum, og meðal annars spilað í gegnum sögu leiksins, eða bara leikið sér við að sparka drullusokkum af húsþökum Hið skemmtilegasta príl Þrátt fyrir að Aiden eigi að hafa varið nokkrum árum í að hlaupa um óbyggðir heimsins og forðast uppvakninga, er hann ekkert merkilega góður í því í upphafi leiksins. Hann getur hoppað langt og hlaupið ágætlega hratt en hefur merkilega lítið þol. Þolið og orkuna bætir hann með því að finna tilraunalyf, sem hann veit ekkert hver eru og sprauta sig með þeim. Þá fær hann reynslustig fyrir að hoppa, príla og berja vonda karla, sem hann notar svo til að læra fleiri hopp og brögð. Í upphafi er ekkert frábærlega gaman að hlaupa um Villedor sem Aiden en það breytist þegar bæði hann, og maður sjálfur verður betri. Þegar maður lærir betur að lesa umhverfið og nýta sér það sem Aiden getur gert og getur ekki gert. Það að hlaupa um, hoppa og príla verður þá frábærlega gaman. Það heldur DL2 í háum hæðum. Þó lang flest verkefni leiksins ganga út á það að fara þangað og sækja þetta fyrir gaurinn þarna, þá er það oft allt í lagi. Seinna í leiknum lærir maður svo að svífa á nokkurs konar flugdreka og sveifla sér milli bygginga Villedor sem gerir þetta allt saman enn skemmtilegra og opnar ný svæði leiksins. Mikið að gera Áðurnefnd tilraunalyf finnur maður oft á dimmum svæðum þar uppvakningar safnast saman á næturnar. Því þarf að fara þangað á kvöldin og reyna að laumast um til að finna lyfin. Á sama tíma þarf maður að passa að Aiden drepist ekki vegna veirunnar sem hann er smitaður af. Til viðbótar við það er fullt af öðrum sambærilegum stöðum þar sem maður getur fundið vopn og klæðnað fyrir Aiden. Þar finnur maður einnig hluti sem maður notar til að smíða vopna og tæki og betrumbæta þetta allt saman. Í stuttu máli sagt, þá er kortið af Villedor stútfullt af dóti til að gera. Villedor er stór og fjölbreytt borg.Techland Samantekt-ish Dyling Light 2 Stay Human er hinn fínasti framhaldsleikur. Spilunin sjálf er mjög góð þó sagan sitji á hakanum og leikurinn inniheldur sömuleiðis nokkuð af göllum. Miðað við reynsluna af Techland og fyrri DL-leiknum, munu starfsmenn fyrirtækisins þó án efa verja miklum tíma í að fínpússa leikinn og betrumbæta á komandi misserum. Þrátt fyrir að vera enn einn uppvakningaleikurinn hefure Dying Light ákveðna sérstöðu vegna stórskemmtilegs parkour-kerfis og skemmtilegrar spilunar. Þá hjálpar til að að maður þarf ekkert að hafa spilað fyrri leikinn til að hafa gaman af þessum.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Vona að Rockstar ríði á vaðið með hundrað dala GTA 6 GamTíví: Stefnir í samvinnuslys Ný Switch kynnt til leiks GameTíví: Berjast fyrir lífinu í Squid Game Leikirnir sem beðið er eftir Svik og prettir í jólaþætti GameTíví Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards Aldís Amah tilnefnd til BAFTA-tölvuleikjaverðlaunanna Stalker 2: Töluvert gallaður en æðislegur leikur Feluleikur hjá GameTíví Sjá meira