Sport

Karen: Heppnin og yfirvegunin var með okkur í lokin

Andri Már Eggertsson skrifar
Karen Knútsdóttir var ánægð með sigur gegn Haukum
Karen Knútsdóttir var ánægð með sigur gegn Haukum Vísir/Elín Björg

Fram vann Hauka á Ásvöllum í Olís-deild kvenna með einu marki 23-24. Karen Knútsdóttir, leikmaður Fram, var ánægð með sigurinn.

„Haukar fengu betri markvörslu í fyrri hálfleik sem gerði það að verkum að við vorum að elta. Í seinni hálfleik spiluðum við betur og fengum markvörslu frá Hafdísi Renötudóttur,“ sagði Karen ánægð með sigurinn. 

Fram spilaði töluvert betur í síðari hálfleik og var Karen ánægð með varnarleikinn.

„Varnarleikurinn var góður í síðari hálfleik við fengum á okkur tvö mörk á tæplega fimmtán mínútum og þá snérum við leiknum okkur í hag,“ sagði Karen og bætti við að Hafdís varði vel í síðari hálfleik.

 

Fram vann leikinn með einu marki að lokum og voru lokamínúturnar æsispennandi þar sem bæði lið voru hikandi.

„Við skoruðum fleiri mörk en Haukar undir lokin. Þetta var jafnt allan leikinn og má segja að heppnin hafi verið með okkur í lokin.“

Karen var vítaskytta Fram í leiknum og skoraði hún öll sín fjögur mörk úr vítum. Karen tók undir mikilvægi þess í jöfnum leik að vera með góða vítaskyttu.

„Auðvitað er mikilvægt að hafa góða vítaskyttu og var það lykillinn í þessum leik,“ sagði Karen að lokum og hló.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×