Vallea veikti sigurdraum Þórs Snorri Rafn Hallsson skrifar 12. febrúar 2022 15:01 Eftir tap Dusty á þriðjudaginn hefur opnast gluggi fyrir Þór til að vinna deildina. Til þess þurfa þeir þó að taka á honum stóra sínum og vinna alla þá leiki sem eftir eru. Vallea hefur hins vegar verið á góðri siglingu undanfarið og eru nokkuð öruggir í þriðja sæti deildarinnar. Liðin skiptu með sér fyrri viðureignunum en Þór rústaði Vallea í fyrstu umferð 16–3 en Vallea hafði svo betur 16–10 í þeirri áttundu. Aftur fengu áhorfendur kærkomið frí frá Nuke kortinu en fyrir valinu varð Mirage kortið, hratt, skemmtilegt og fullkomið fyrir lokaleik umferðarinnar. Þórsarar unnu hnífalotuna og byrjuðu í vörn (Counter-Terrorists) á meðan Vallea fékk það hlutverk að sækja hratt og árásargjarnt á sprengjusvæðin. Liðin skiptust á mönnum í upphafi fyrstu skammbyssulotunnar og tókst Minidegreez að koma sprengjunni fyrir. Spike og Rean höfðu þó betur í einvíginu gegn Minidegreez og Spike. Leikurinn fór því vel af stað fyrir Þórsara en bæði lið ákváðu að vopnast strax vel. Önnur lotan heppnaðist einnig vel fyrir Þórsara sem lifðu af með þrjá leikmenn og fóru að safna pening í bankann. Vallea þurfti hins vegar að sætta sig við skammbyssur sem dugðu þeim ekki til að vinna sína fyrstu lotu. Leikmenn Þórs voru léttleikandi í kringum mikilvægar opnanir frá Allee en fyrsta tækifæri Vallea kom í kjölfarið á hraðri sókn á B svæðið. Hraðabreytingin skilaði þeim loks árangri í fimmtu lotu og þegar Stalz komst loks á blað í þeirri sjöundu, og það með hvorki meira né minna en fjórfaldri fellu, var Vallea komið með 2 stig gegn 5. Með hröðum sóknum var Vallea þannig búið að spila sig inn í leikinn og allur sá peningur sem Þór hafði lagt fyrir búinn. Þór hafði samt betur í fyrri hálfleik en ekki annað að sjá en að Vallea myndi berja til síðasta blóðdropa. Staða í hálfleik: Þór 8 – 7 Vallea Í síðari hálfleik skiptu liðin um hlutverk og þétt vörn Vallea jafnaði leikinn í fyrsta sinn frá 0–0. Vallea voru svo ekki lengi að komast yfir. Vallea tókst einstaklega vel að losa um alla pressu frá sókn Þórs með snjöllum fellum. Rean tókst að bjarga tuttugustu lotunni fyrir horn með glæsilegri opnun og enn betri lokun til að minnka muninn og í kjölfarið fór Þór sér hægt í aðgerðum sínum. Vallea sýndi á móti þolinmæði og gaf hvergi á sér færi. Rean tókst ekki að endurtaka leikinn í næstu lotu, en þá var það Minidegreez sem rétt marði fram sigur með 1 hp eftir. Var staðan þá orðin 12–9 fyrir Vallea, og Þór þeir sem þurftu að taka á honum stóra sínum. Þeim tókst að vinna eina lotu í viðbót áður en Vallea spýtti í lófana. Aftur var það Stalz með fjórfalda fellu sem gerði gæfumuninn og færði Vallea nær sigurlínunni. Góður sprettur hjá Þór braut hins vegar fjárhag Vallea á bak aftur, nokkuð sem Þór nýtti sér til að narta í hælana á Vallea. Í tuttugustu og áttundu lotu rigndi sprengjum á báða bóga og var Zolo nærri því að jafna leika með þrefaldri fellu en Spike bjargaði lotunni á síðustu stundu og staðan orðin 15–13 fyrir Vallea. Þurfti Þór því að vinna síðustu tvær loturnar til að knýja fram framlengingu en með fjórfaldri fellu rauf Minidegreez 30-fellu múrinn og tryggði Vallea sigurinn. Lokastaða Þór: 13 – 16 Vallea Eftir þetta tap þarf Þór að treysta á að Dusty tapi öðrum leik eigi Þór að eiga séns á að vinna deildina. Vallea er nú einungis 2 stigum á eftir Þór og búið að vinna innbyrðisviðureignina. Þór mætir Fylki þriðjudaginn 15. febrúar en þann 18. mætir Vallea Ármanni. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Eftir tap Dusty á þriðjudaginn hefur opnast gluggi fyrir Þór til að vinna deildina. Til þess þurfa þeir þó að taka á honum stóra sínum og vinna alla þá leiki sem eftir eru. Vallea hefur hins vegar verið á góðri siglingu undanfarið og eru nokkuð öruggir í þriðja sæti deildarinnar. Liðin skiptu með sér fyrri viðureignunum en Þór rústaði Vallea í fyrstu umferð 16–3 en Vallea hafði svo betur 16–10 í þeirri áttundu. Aftur fengu áhorfendur kærkomið frí frá Nuke kortinu en fyrir valinu varð Mirage kortið, hratt, skemmtilegt og fullkomið fyrir lokaleik umferðarinnar. Þórsarar unnu hnífalotuna og byrjuðu í vörn (Counter-Terrorists) á meðan Vallea fékk það hlutverk að sækja hratt og árásargjarnt á sprengjusvæðin. Liðin skiptust á mönnum í upphafi fyrstu skammbyssulotunnar og tókst Minidegreez að koma sprengjunni fyrir. Spike og Rean höfðu þó betur í einvíginu gegn Minidegreez og Spike. Leikurinn fór því vel af stað fyrir Þórsara en bæði lið ákváðu að vopnast strax vel. Önnur lotan heppnaðist einnig vel fyrir Þórsara sem lifðu af með þrjá leikmenn og fóru að safna pening í bankann. Vallea þurfti hins vegar að sætta sig við skammbyssur sem dugðu þeim ekki til að vinna sína fyrstu lotu. Leikmenn Þórs voru léttleikandi í kringum mikilvægar opnanir frá Allee en fyrsta tækifæri Vallea kom í kjölfarið á hraðri sókn á B svæðið. Hraðabreytingin skilaði þeim loks árangri í fimmtu lotu og þegar Stalz komst loks á blað í þeirri sjöundu, og það með hvorki meira né minna en fjórfaldri fellu, var Vallea komið með 2 stig gegn 5. Með hröðum sóknum var Vallea þannig búið að spila sig inn í leikinn og allur sá peningur sem Þór hafði lagt fyrir búinn. Þór hafði samt betur í fyrri hálfleik en ekki annað að sjá en að Vallea myndi berja til síðasta blóðdropa. Staða í hálfleik: Þór 8 – 7 Vallea Í síðari hálfleik skiptu liðin um hlutverk og þétt vörn Vallea jafnaði leikinn í fyrsta sinn frá 0–0. Vallea voru svo ekki lengi að komast yfir. Vallea tókst einstaklega vel að losa um alla pressu frá sókn Þórs með snjöllum fellum. Rean tókst að bjarga tuttugustu lotunni fyrir horn með glæsilegri opnun og enn betri lokun til að minnka muninn og í kjölfarið fór Þór sér hægt í aðgerðum sínum. Vallea sýndi á móti þolinmæði og gaf hvergi á sér færi. Rean tókst ekki að endurtaka leikinn í næstu lotu, en þá var það Minidegreez sem rétt marði fram sigur með 1 hp eftir. Var staðan þá orðin 12–9 fyrir Vallea, og Þór þeir sem þurftu að taka á honum stóra sínum. Þeim tókst að vinna eina lotu í viðbót áður en Vallea spýtti í lófana. Aftur var það Stalz með fjórfalda fellu sem gerði gæfumuninn og færði Vallea nær sigurlínunni. Góður sprettur hjá Þór braut hins vegar fjárhag Vallea á bak aftur, nokkuð sem Þór nýtti sér til að narta í hælana á Vallea. Í tuttugustu og áttundu lotu rigndi sprengjum á báða bóga og var Zolo nærri því að jafna leika með þrefaldri fellu en Spike bjargaði lotunni á síðustu stundu og staðan orðin 15–13 fyrir Vallea. Þurfti Þór því að vinna síðustu tvær loturnar til að knýja fram framlengingu en með fjórfaldri fellu rauf Minidegreez 30-fellu múrinn og tryggði Vallea sigurinn. Lokastaða Þór: 13 – 16 Vallea Eftir þetta tap þarf Þór að treysta á að Dusty tapi öðrum leik eigi Þór að eiga séns á að vinna deildina. Vallea er nú einungis 2 stigum á eftir Þór og búið að vinna innbyrðisviðureignina. Þór mætir Fylki þriðjudaginn 15. febrúar en þann 18. mætir Vallea Ármanni. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti