Alþjóðadagur kvenna og stúlkna í vísindum Heimsljós 11. febrúar 2022 14:15 UNICEF/Karin Schermbrucker Í dag er alþjóðlegur dagur kvenna og stúlkna í vísindum. UN Women fagnar deginum og segir markmið hans að vekja athygli á mikilvægi þess að auka þátttöku kvenna og stúlkna í vísindum. „Heimurinn stendur frammi fyrir fjölda áskorana er tengjast bæði áhrifum loftslagsbreytinga sem og COVID-19 heimsfaraldursins. Varanlegar lausnir verða ekki fundnar án þátttöku kvenna og stúlkna,“ segir á vef landsnefndar UN Women á Íslandi. Vakin er athygli á eftirfarandi staðreyndum: 33% alls vísindafólks í heiminum eru konur Konur í vísindum fá færri rannsóknarstyrki en karlmenn, eru ólíklegri til að hljóta stöðuhækkun og gegna síður stjórnendastöðum 22% af þeim sem starfa við hönnun gervigreindar eru konur 28% af þeim er útskrifast úr verkfræði eru konur „Þessi ójöfnuður innan vísinda takmarkar getu okkar til að hanna og þróa sjálfbærar lausnir sem gagnast fólki af öllum kynjum og stéttum. Á alheimsráðstefnunni Kynslóð jafnréttis í fyrra samþykktu aðildarríki að efla hlut kvenna og stúlkna í STEM-greinum. Markmið samþykktarinnar er að tvöfalda hlut kvenna og stúlkna innan vísinda fyrir árið 2026,“ segir UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent
„Heimurinn stendur frammi fyrir fjölda áskorana er tengjast bæði áhrifum loftslagsbreytinga sem og COVID-19 heimsfaraldursins. Varanlegar lausnir verða ekki fundnar án þátttöku kvenna og stúlkna,“ segir á vef landsnefndar UN Women á Íslandi. Vakin er athygli á eftirfarandi staðreyndum: 33% alls vísindafólks í heiminum eru konur Konur í vísindum fá færri rannsóknarstyrki en karlmenn, eru ólíklegri til að hljóta stöðuhækkun og gegna síður stjórnendastöðum 22% af þeim sem starfa við hönnun gervigreindar eru konur 28% af þeim er útskrifast úr verkfræði eru konur „Þessi ójöfnuður innan vísinda takmarkar getu okkar til að hanna og þróa sjálfbærar lausnir sem gagnast fólki af öllum kynjum og stéttum. Á alheimsráðstefnunni Kynslóð jafnréttis í fyrra samþykktu aðildarríki að efla hlut kvenna og stúlkna í STEM-greinum. Markmið samþykktarinnar er að tvöfalda hlut kvenna og stúlkna innan vísinda fyrir árið 2026,“ segir UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent