Sport

Kristrún komst ekki áfram í sprettgöngunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristrún Guðnadóttir keppti í sprettgöngu í morgun.
Kristrún Guðnadóttir keppti í sprettgöngu í morgun. skíðasamband íslands

Kristrún Guðnadóttir lenti í 74. sæti af níutíu keppendum í undanrásum í sprettgöngu á Vetrarólympíuleikunum í Peking og komst ekki áfram í næstu umferð.

Kristrún, sem er á sínum fyrstu Vetrarólympíuleikum, var með rásnúmerið 71. Hún var í 69. sæti þegar gangan var hálfnuð en endaði að lokum í 74. sæti. Efstu þrjátíu keppendurnir komust áfram í undanúrslit.

Kristrún kom í mark á tímanum 3:49,59 mín­út­um. Hin sænska Jonna Sundling var með langbesta tímann í undanrásunum; 3:09,03 mínútur. Rosie Brennan frá Bandaríkjunum kom þar á eftir á 3:14,83 mínútum.

Klukkan níu hefur Isak Stianson Pedersen keppni í sprettgöngu karla. Hann er með rásnúmerið 61.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×