Ármann og XY settu Íslandsmet með sexfaldri framlengingu Snorri Rafn Hallsson skrifar 5. febrúar 2022 13:00 Spennan fyrir leiknum var mikil þar sem Ármann gat með sigri stokkið úr sjötta sætinu og upp fyrir XY í það fjórða. Fjórða sætið veitir þátttökurétt í Stórmeistaramótinu og því til mikils að vinna. Ármann hafði einungis unnið einn leik í annarri túrneringu, en XY tvo. Fyrri leikur liðanna fór 16–10 fyrir Ármanni og ljóst að liðin myndu berjast hart. Hversu hart átti þó eftir að koma í ljós. XY hafði val á milli Dust 2 og Nuke kortanna. Það kom engum á óvart að Nuke yrði fyrir valinu enda lang vinsælasta kort landsins og gengur Ljósleiðaradeildin undir viðurnefninu Nuke-deildin meðal áhorfenda. XY hafði betur í hnífalotunni og hóf leikinn í vörn (Counter-Terrorists). XY kláraði fyrstu lotuna þrátt fyrir snjöll tilþrif frá 7homsen sem er aftur kominn inn í lið Ármanns. 7homsen bjargaði næstu lotu fyrir horn með þrefaldri fellu og var það góðs viti fyrir Ármann að 7homsen skyldi vera í stuði. Ármann gerði vel í að koma sprengjunni fyrir í upphafi leiks, lesa í snúninga XY til verjast endurtökum og komast í 4–1. XY mætti Ármanni af hörku í sjöttu lotu og sendu þá í spar í þeirri næstu sem einnig féll með XY. Var KeliTurbo þá kominn með 14 fellur og hvergi nærri hættur þegar XY komst yfir í 5-4. Þá lifnaði aftur yfir leikmönnum Ármanns sem jöfnuðu leikinn og komust aftur yfir með góðri uppstillingu. Ekki vantaði skemmtanagildið í leikinn eins og þegar Ofvirkur lék sér að J0ni í þrettándu lotu við sprengjuna og bætti það gráu ofan á svartan leik J0ns í fyrri hálfleiknum. Ármann hafði því yfirhöndina þegar liðin skiptu um stöður. Staða í hálfleik: Ármann 9 – 6 XY Aftur féll skammbyssulotan með XY en í stað þess að Ármann næði að svara tók XY þá næstu líka, sendu Ármann í spar og jöfnuðu. Pandaz var öflugur í opnunarhlutverkinu og studdi þannig vel við H0Z1D3R og KelaTurbo sem voru einstaklega hittnir til koma í veg fyrir að Ármann stingi þá af. Snúningar og uppstilling Ármanns voru þó upp á tíu og héldu þeir þannig forskoti sínu um stund og náðu næstu þremur lotum. Útlitið var orðið mjög slæmt fyrir XY eftir að Vargur og Ofvirkur komu Ármanni í 14–10 með því að slökkva algjörlega í hraðri sókn XY og því á brattan að sækja. Ekki skánaði það þegar Vargur stakk KelaTurbo í bakið til að vinna fimmtándu lotuna fyrir Ármann. XY þurfti þá að vinna fjórar lotur í röð til að koma leiknum í framlengingu og eiga möguleika á sigri. Þrátt fyrir fjórfalda fellu frá Vargi vann XY sína tólftu lotu sem reyndist dýrt fyrir Ármann. XY hélt ró sinni og stráfelldi andstæðingana til að halda efnahagi Ármanns í lágmarki. Það var svo hárbeitt sókn þegar XY ruddust allir sem einn inn á sprengjusvæðið sem jafnaði leika og knúði fram framlengingu. KeliTurbo var þá kominn með 30-bombu í venjulegum leiktíma, en þau undur og stórmerki áttu eftir að gerast að allir leikmenn beggja liða áttu eftir að 30 bomba leikinn. Skrifast það á framhaldið sem var heldur betur óvenjulegt. Staða eftir venjulegan leiktíma: Ármann 15 – 15 Í framlengingu er leiknar sex lotur og það lið sem vinnur fjórar þeirra hefur betur. Bæði lið byrja með $10.000 á hvern leikmann og geta því vopnast vel. Fyrsta lotan í framlengingu fór til Ármanns þar sem enn og aftur voru það Ofvirkur og Vargur sem fór öflugir saman til að aftengja sprengjuna. 7homsen náði svo þrefaldri fellu í þeirri næstu og staðan orðin 17–15 fyrir Ármanni. Snowy rétt krækti í átjándu lotuna og var Ármann því aðeins hársbreidd frá sigri í annað skiptið í leiknum. Og aftur sá XY við þeim og vann sínar þrjár lotur í vörninni. Staða eftir fyrstu framlengingu: Ármann 18 – 18 XY Í annarri framlengingu komst XY yfir í fyrsta sinn frá því í níundu lotu leiksins. Í stöðunni 21–18 hafði XY gert það sama við Ármann og Ármann gerði þeim í framlengingunni á undan. Pressan var því á Ármanni að vinna þrjár lotur í röð til að tapa ekki leiknum á lokametrunum. Það reyndist þeim hægur leikur. Snyrtilegar aðgerðir slökktu í sókn XY, Snowy steig upp fyrir Ármann og fjórföld fella Vargs hélt Ármanni inni í leiknum. Staða eftir aðra framlengingu: Ármann 21 – 21 XY Eftir örstutta pásu þar sem leikmenn söfnuðu kröftum hófst þriðja framlengingin og leiknum sem ljóst var að yrði sá lengsti á tímabilinu hingað til. XY var við það að vinna fyrstu lotuna í sókninni en Vargur kom í veg fyrir það einn gegn TripleG. Auðveldara er að vinna lotur í vörninni og því afar mikilvægt að missa ekki eina einustu lotu í því hlutverki. XY gerðu sig aftur líklega til að vinna lotu í sókninni og þrátt fyrir enn eina þrefalda felluna frá 7homsen tókst XY ætlunarverk sitt og bætti um betur í næstu lotu. Þá var Ármann kominn í sóknina og þurfti að taka á honum stóra sínum til að vinna fyrstu lotuna í sókninni en sú næsta féll ekki í þeirra hlut. Það var því að duga eða drepast þegar Ármann fór hægt og rólega um kortið. Vargur var einn gegn Pandaz þegar hann kom sprengjunni fyrir og felldi Pandaz í aftengingunni. Eftir þrjár framlengingar var því enn ekki komin niðurstaða í leikinn. Staða eftir þriðju framlengingu: Ármann 24 – 24 XY Ekki var að sjá að þreyta væri komin í mannskapinn í fjórðu framlengingu, J0n var heldur betur kominn í gang á vappanum og sótti Ofvirkur þrefaldar fellur í fyrstu tveimur lotunum. Aftur var allt jafn og leikurinn í járnum. Bæði lið sýndu hörku og léku árásargjarnt en var XY oftar yfir en þeir höfðu verið í venjulegum leiktíma. Vantaði XY einungis eina lotu til að tryggja sér sigur í stöðunni 27–25 og höfðu tvö tækifæri til þess. Enn og aftur var það Ofvirkur sem bjargaði Ármanni fyrir horn í fimmtugustu og fjórðu lotu, en öflug opnun J0ns á 7homsen í þeirri næstu kom XY í dauðafæri. XY var við það að koma sprengjunni niður þrír á þrjá þegar Snowy felldi alla þrjá. Gerði hann þannig út um vonir XY um að ljúka leiknum í fjórðu framlengingu og tók sú fimmta við. Staða eftir fjórðu framlengingu: Ármann 27 – 27 XY Höfðu menn setið einbeittir við tölvuna í 100 mínútur þegar XY kom sér enn og aftur yfir með lotu í sókninni. J0n hélt áfram að opna fyrir XY og neyddist Ármann í að halda lotunni þar sem Snowy var einn síns liðs gegn þremur leikmönnum XY. XY var þannig komið með tvær lotur í sókninni en blankir leikmenn Ármanns fóru hægt og sáu við þeim. Fóru XY þá þétt saman í vörninni til að vinna sína þriðju lotu í fimmtu framlengingu. Aftur vantaði því bara eina lotu upp á til að XY hefði betur og höfðu þeir tvö tækifæri til að tryggja sér hana. Ármann keyrði þá hratt og framarlega til að sundra vörn XY og vinna fimmtugustu og áttundu lotuna án þess að missa mann. Hafði XY þá eitt tækifæri enn til að vinna leikinn. Orðnir hræddir við Ármann héldu leikmenn XY sig aftarlega og leið tíminn hægt og rólega. Ármann kastaði fjölda reyksprengja og tókst að lauma sér inn. Andrúmsloftið var þrúgandi þegar Ármann keyrði inn á sprengjusvæðið og komst í plantið. Liðin skiptust á mönnum. Hundzi var einn gegn KelaTurbo og J0ni, felldi þá báða og sprengjan sprakk. Var lotufjöldinn þá orðinn á við tvo venjulega leiki en enginn búinn að hafa betur. Staða eftir fimmtu framlengingu: Ármann 30 – 30 XY Einhvern tíma tekur allt enda og byrjaði sjötta framlengingin ákaflega vel fyrir XY. KeliTurbo og H0Z1D3R komu XY yfir enn á ný en Ármann svaraði um hæl. Vargur og Hundzi brutust í gegnum vörn XY sem gaf þeim í kjölfarið lotuna. Hnífjafnt og stál í stál. J0n felldi fjóra leikmenn Ármanns í næstu lotu og halda XY yfir. Einnar lotu forskot er þó ekki mikið og var öll pressan á H0Z1D3R þegar Ármann jafnaði í að því er virtist þúsundasta skiptið í leiknum. Hafði Ármann þá ekki komist yfir síðan í stöðunni 22–21 en nú varð breyting þar á. Hundzi náði þrefaldri felllu þegar Ármann umkringdi Pandaz og komst í 33–32. Vantaði Ármann þá eina lotu til að vinna leikinn og XY voru illa vopnaðir eftir útreiðina. Ofvirkur opnaði á TripleG og H0Z1D3R en 7homsen felldi J0n strax í upphafi sextugustu og sjöttu lotunnar sem átti eftir að vera sú síðasta. Pandaz og KeliTurbo svöruðu í sömu mynt og tveir gegn þremum var staðan ekki svo slæm fyrir XY. Laumuðu þei sér inn á sprengjusvæði B þar sem 7homsen sat fyrir þeim og tók Pandaz út. KeliTurbo felldi tvo og kom sprengjunni fyrir þegar aðeins átta sekúndur voru eftir og því allt á herðum Hundza sem tókst að klára leikinn fyrir Ármann. Lokastaða eftir sjöttu framlengingu: Ármann 34 – 32 XY Eftir fjöldan allan af endurkomum og með yfirhöndina mest allan leikinn verður þetta að teljast eitt mest svekkjandi tap sem XY hefur orðið fyrir. KeliTurbo var með flestar fellur hjá XY, hvorki meira né minna en 54 fellur en það Ofvirkur var þó stigahæstur í leiknum með 60. Sigurinn tryggði Ármanni ekki bara innbyrðis viðureignina við XY, sem er gríðarlega mikilvægt í svona jafnri deild, heldur stálu þeir einnig fjórða sætinu af þeim. Í heildina voru leiknar 66 lotur, sem er nýtt Íslandsmet í efstu deild og var leiktíminn tvær klukkustundir, ein mínúta og 40 sekúndur. Hafi liðin hreinlega ekki spilað yfir sig af CS:GO mæta þau fersk til leiks í næstu umferð. Ármann mætir Dusty þriðjudaginn 8. febrúar en XY mætir Sögu 11. febrúar. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Spennan fyrir leiknum var mikil þar sem Ármann gat með sigri stokkið úr sjötta sætinu og upp fyrir XY í það fjórða. Fjórða sætið veitir þátttökurétt í Stórmeistaramótinu og því til mikils að vinna. Ármann hafði einungis unnið einn leik í annarri túrneringu, en XY tvo. Fyrri leikur liðanna fór 16–10 fyrir Ármanni og ljóst að liðin myndu berjast hart. Hversu hart átti þó eftir að koma í ljós. XY hafði val á milli Dust 2 og Nuke kortanna. Það kom engum á óvart að Nuke yrði fyrir valinu enda lang vinsælasta kort landsins og gengur Ljósleiðaradeildin undir viðurnefninu Nuke-deildin meðal áhorfenda. XY hafði betur í hnífalotunni og hóf leikinn í vörn (Counter-Terrorists). XY kláraði fyrstu lotuna þrátt fyrir snjöll tilþrif frá 7homsen sem er aftur kominn inn í lið Ármanns. 7homsen bjargaði næstu lotu fyrir horn með þrefaldri fellu og var það góðs viti fyrir Ármann að 7homsen skyldi vera í stuði. Ármann gerði vel í að koma sprengjunni fyrir í upphafi leiks, lesa í snúninga XY til verjast endurtökum og komast í 4–1. XY mætti Ármanni af hörku í sjöttu lotu og sendu þá í spar í þeirri næstu sem einnig féll með XY. Var KeliTurbo þá kominn með 14 fellur og hvergi nærri hættur þegar XY komst yfir í 5-4. Þá lifnaði aftur yfir leikmönnum Ármanns sem jöfnuðu leikinn og komust aftur yfir með góðri uppstillingu. Ekki vantaði skemmtanagildið í leikinn eins og þegar Ofvirkur lék sér að J0ni í þrettándu lotu við sprengjuna og bætti það gráu ofan á svartan leik J0ns í fyrri hálfleiknum. Ármann hafði því yfirhöndina þegar liðin skiptu um stöður. Staða í hálfleik: Ármann 9 – 6 XY Aftur féll skammbyssulotan með XY en í stað þess að Ármann næði að svara tók XY þá næstu líka, sendu Ármann í spar og jöfnuðu. Pandaz var öflugur í opnunarhlutverkinu og studdi þannig vel við H0Z1D3R og KelaTurbo sem voru einstaklega hittnir til koma í veg fyrir að Ármann stingi þá af. Snúningar og uppstilling Ármanns voru þó upp á tíu og héldu þeir þannig forskoti sínu um stund og náðu næstu þremur lotum. Útlitið var orðið mjög slæmt fyrir XY eftir að Vargur og Ofvirkur komu Ármanni í 14–10 með því að slökkva algjörlega í hraðri sókn XY og því á brattan að sækja. Ekki skánaði það þegar Vargur stakk KelaTurbo í bakið til að vinna fimmtándu lotuna fyrir Ármann. XY þurfti þá að vinna fjórar lotur í röð til að koma leiknum í framlengingu og eiga möguleika á sigri. Þrátt fyrir fjórfalda fellu frá Vargi vann XY sína tólftu lotu sem reyndist dýrt fyrir Ármann. XY hélt ró sinni og stráfelldi andstæðingana til að halda efnahagi Ármanns í lágmarki. Það var svo hárbeitt sókn þegar XY ruddust allir sem einn inn á sprengjusvæðið sem jafnaði leika og knúði fram framlengingu. KeliTurbo var þá kominn með 30-bombu í venjulegum leiktíma, en þau undur og stórmerki áttu eftir að gerast að allir leikmenn beggja liða áttu eftir að 30 bomba leikinn. Skrifast það á framhaldið sem var heldur betur óvenjulegt. Staða eftir venjulegan leiktíma: Ármann 15 – 15 Í framlengingu er leiknar sex lotur og það lið sem vinnur fjórar þeirra hefur betur. Bæði lið byrja með $10.000 á hvern leikmann og geta því vopnast vel. Fyrsta lotan í framlengingu fór til Ármanns þar sem enn og aftur voru það Ofvirkur og Vargur sem fór öflugir saman til að aftengja sprengjuna. 7homsen náði svo þrefaldri fellu í þeirri næstu og staðan orðin 17–15 fyrir Ármanni. Snowy rétt krækti í átjándu lotuna og var Ármann því aðeins hársbreidd frá sigri í annað skiptið í leiknum. Og aftur sá XY við þeim og vann sínar þrjár lotur í vörninni. Staða eftir fyrstu framlengingu: Ármann 18 – 18 XY Í annarri framlengingu komst XY yfir í fyrsta sinn frá því í níundu lotu leiksins. Í stöðunni 21–18 hafði XY gert það sama við Ármann og Ármann gerði þeim í framlengingunni á undan. Pressan var því á Ármanni að vinna þrjár lotur í röð til að tapa ekki leiknum á lokametrunum. Það reyndist þeim hægur leikur. Snyrtilegar aðgerðir slökktu í sókn XY, Snowy steig upp fyrir Ármann og fjórföld fella Vargs hélt Ármanni inni í leiknum. Staða eftir aðra framlengingu: Ármann 21 – 21 XY Eftir örstutta pásu þar sem leikmenn söfnuðu kröftum hófst þriðja framlengingin og leiknum sem ljóst var að yrði sá lengsti á tímabilinu hingað til. XY var við það að vinna fyrstu lotuna í sókninni en Vargur kom í veg fyrir það einn gegn TripleG. Auðveldara er að vinna lotur í vörninni og því afar mikilvægt að missa ekki eina einustu lotu í því hlutverki. XY gerðu sig aftur líklega til að vinna lotu í sókninni og þrátt fyrir enn eina þrefalda felluna frá 7homsen tókst XY ætlunarverk sitt og bætti um betur í næstu lotu. Þá var Ármann kominn í sóknina og þurfti að taka á honum stóra sínum til að vinna fyrstu lotuna í sókninni en sú næsta féll ekki í þeirra hlut. Það var því að duga eða drepast þegar Ármann fór hægt og rólega um kortið. Vargur var einn gegn Pandaz þegar hann kom sprengjunni fyrir og felldi Pandaz í aftengingunni. Eftir þrjár framlengingar var því enn ekki komin niðurstaða í leikinn. Staða eftir þriðju framlengingu: Ármann 24 – 24 XY Ekki var að sjá að þreyta væri komin í mannskapinn í fjórðu framlengingu, J0n var heldur betur kominn í gang á vappanum og sótti Ofvirkur þrefaldar fellur í fyrstu tveimur lotunum. Aftur var allt jafn og leikurinn í járnum. Bæði lið sýndu hörku og léku árásargjarnt en var XY oftar yfir en þeir höfðu verið í venjulegum leiktíma. Vantaði XY einungis eina lotu til að tryggja sér sigur í stöðunni 27–25 og höfðu tvö tækifæri til þess. Enn og aftur var það Ofvirkur sem bjargaði Ármanni fyrir horn í fimmtugustu og fjórðu lotu, en öflug opnun J0ns á 7homsen í þeirri næstu kom XY í dauðafæri. XY var við það að koma sprengjunni niður þrír á þrjá þegar Snowy felldi alla þrjá. Gerði hann þannig út um vonir XY um að ljúka leiknum í fjórðu framlengingu og tók sú fimmta við. Staða eftir fjórðu framlengingu: Ármann 27 – 27 XY Höfðu menn setið einbeittir við tölvuna í 100 mínútur þegar XY kom sér enn og aftur yfir með lotu í sókninni. J0n hélt áfram að opna fyrir XY og neyddist Ármann í að halda lotunni þar sem Snowy var einn síns liðs gegn þremur leikmönnum XY. XY var þannig komið með tvær lotur í sókninni en blankir leikmenn Ármanns fóru hægt og sáu við þeim. Fóru XY þá þétt saman í vörninni til að vinna sína þriðju lotu í fimmtu framlengingu. Aftur vantaði því bara eina lotu upp á til að XY hefði betur og höfðu þeir tvö tækifæri til að tryggja sér hana. Ármann keyrði þá hratt og framarlega til að sundra vörn XY og vinna fimmtugustu og áttundu lotuna án þess að missa mann. Hafði XY þá eitt tækifæri enn til að vinna leikinn. Orðnir hræddir við Ármann héldu leikmenn XY sig aftarlega og leið tíminn hægt og rólega. Ármann kastaði fjölda reyksprengja og tókst að lauma sér inn. Andrúmsloftið var þrúgandi þegar Ármann keyrði inn á sprengjusvæðið og komst í plantið. Liðin skiptust á mönnum. Hundzi var einn gegn KelaTurbo og J0ni, felldi þá báða og sprengjan sprakk. Var lotufjöldinn þá orðinn á við tvo venjulega leiki en enginn búinn að hafa betur. Staða eftir fimmtu framlengingu: Ármann 30 – 30 XY Einhvern tíma tekur allt enda og byrjaði sjötta framlengingin ákaflega vel fyrir XY. KeliTurbo og H0Z1D3R komu XY yfir enn á ný en Ármann svaraði um hæl. Vargur og Hundzi brutust í gegnum vörn XY sem gaf þeim í kjölfarið lotuna. Hnífjafnt og stál í stál. J0n felldi fjóra leikmenn Ármanns í næstu lotu og halda XY yfir. Einnar lotu forskot er þó ekki mikið og var öll pressan á H0Z1D3R þegar Ármann jafnaði í að því er virtist þúsundasta skiptið í leiknum. Hafði Ármann þá ekki komist yfir síðan í stöðunni 22–21 en nú varð breyting þar á. Hundzi náði þrefaldri felllu þegar Ármann umkringdi Pandaz og komst í 33–32. Vantaði Ármann þá eina lotu til að vinna leikinn og XY voru illa vopnaðir eftir útreiðina. Ofvirkur opnaði á TripleG og H0Z1D3R en 7homsen felldi J0n strax í upphafi sextugustu og sjöttu lotunnar sem átti eftir að vera sú síðasta. Pandaz og KeliTurbo svöruðu í sömu mynt og tveir gegn þremum var staðan ekki svo slæm fyrir XY. Laumuðu þei sér inn á sprengjusvæði B þar sem 7homsen sat fyrir þeim og tók Pandaz út. KeliTurbo felldi tvo og kom sprengjunni fyrir þegar aðeins átta sekúndur voru eftir og því allt á herðum Hundza sem tókst að klára leikinn fyrir Ármann. Lokastaða eftir sjöttu framlengingu: Ármann 34 – 32 XY Eftir fjöldan allan af endurkomum og með yfirhöndina mest allan leikinn verður þetta að teljast eitt mest svekkjandi tap sem XY hefur orðið fyrir. KeliTurbo var með flestar fellur hjá XY, hvorki meira né minna en 54 fellur en það Ofvirkur var þó stigahæstur í leiknum með 60. Sigurinn tryggði Ármanni ekki bara innbyrðis viðureignina við XY, sem er gríðarlega mikilvægt í svona jafnri deild, heldur stálu þeir einnig fjórða sætinu af þeim. Í heildina voru leiknar 66 lotur, sem er nýtt Íslandsmet í efstu deild og var leiktíminn tvær klukkustundir, ein mínúta og 40 sekúndur. Hafi liðin hreinlega ekki spilað yfir sig af CS:GO mæta þau fersk til leiks í næstu umferð. Ármann mætir Dusty þriðjudaginn 8. febrúar en XY mætir Sögu 11. febrúar. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti