Fylkir vann sinn fjórða leik á tímabilinu Snorri Rafn Hallsson skrifar 2. febrúar 2022 15:31 Fyrir leikinn var Saga í fimmta sæti og Fylkir í því sjöunda. Saga átti möguleika á að lauma sér í fjórða sætið upp fyrir XY en ljóst var að Fylkir myndi áfram sitja í því sjöunda og liðið farið að finna fyrir þrýstingi frá Kórdrengjum fyrir neðan sig. Fyrri viðureign Sögu og Fylkis fór 16–5 fyrir Sögu í Nuke þar sem arfaslakt lið Fylkis átti sinn versta leik á tímabilinu á meðan Saga var í fantastuði. Agaleg úrslit í fyrri leiknum stoppaði Fylki þó ekki í að hleypa þessum leik í Nuke líka, en það var ljóst að bæði Pat og Zerq þyrftu að vera upp á sitt besta til að sagan endurtæki sig ekki. Fylkir hafði betur í hnífalotunni og kaus að byrja í vörn (Counter-Terrorists) svo Saga hóf leikinn í sókn. Fylkir nældi sér auðveldlega í fyrstu fjórar loturnar en þá beit það þá í rassinn að hafa ekki gert almennilega atlögu að ADHD sem hélt vappanum inn í fimmtu lotu þar sem ADHD lét hann telja til að splundra vörn Fylkis. Vappinn reyndist honum ekki eins vel í næstu lotu þegar hann var einn gegn öllum leikmönnum Fylkis, og svarið við tapinu var ekki lengi að koma. Þó hafði lifnað nægilega yfir Sögu til að liðinu tækist að sjá við vörn Fylkis og minnka muninn örlítið. Sóknarleikurinn var hins vegar nokkuð upp og ofan og efnahagurinn ekki sá besti hjá Sögu. Fylki tókst að halda yfirhöndinni á leiknum, einmitt með frábæru framlagi Zerq sem var allt í öllu og með hvorki meira né minna en 22 fellur í fyrri hálfleik. Þannig tókst Fylki að tvöfalda lotufjölda sinn miðað við síðasta leik og útlitið gott fyrir síðari hálfleik. Staða í hálfleik: Fylkir 10 – 5 Saga Fylkir vann einnig fyrstu lotuna í síðari hálfleik, þó með nokkru brasi en liðið sótti hratt í þeirri næstu til að koma sprengjunni fyrir, hreinsa út leikmenn Sögu og koma sér í 12–5. Aftur lifnaði þá yfir Sögu sem vann þrjár lotur í röð gegn ráðalausum Fylkismönnum sem mættu einn og einn í einvígin sem töpuðust fyrir vikið. Zerq hélt áfram að skapa tækifæri en liðinu tókst ekki að nýta þau nægilega vel. Tók hann þá málin í eigin hendur og felldi fjóra andstæðinga í 22. lotu til að koma Fylki í 13–8 og 30-bomba leikinn. Fátt var um fína drætti eftir það, sóknarleikurinn var enn sem áður ómarkviss og hleypti Fylkir Sögu óþægilega nærri sér undir lok hálfleiksins. Þegar á reið tókst Fylkismönnum þó að knýja fram sinn fjórða sigur á tímabilinu á bakinu á Zerq sem lauk leik með 36 fellur eftir gríðarlega stóran leik. Lokastaða: Fylkir 16 – Saga Fylkismenn virðast vera á góðri siglingu þegar þessum öðrum hring mótsins er lokið, en sitja enn í sjöunda sætinu. Í næstu umferð mætir Fylkir Kórdrengjum þriðjudaginn 8. febrúar en föstudaginn 11. febrúar tekur Saga á móti XY. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin
Fyrir leikinn var Saga í fimmta sæti og Fylkir í því sjöunda. Saga átti möguleika á að lauma sér í fjórða sætið upp fyrir XY en ljóst var að Fylkir myndi áfram sitja í því sjöunda og liðið farið að finna fyrir þrýstingi frá Kórdrengjum fyrir neðan sig. Fyrri viðureign Sögu og Fylkis fór 16–5 fyrir Sögu í Nuke þar sem arfaslakt lið Fylkis átti sinn versta leik á tímabilinu á meðan Saga var í fantastuði. Agaleg úrslit í fyrri leiknum stoppaði Fylki þó ekki í að hleypa þessum leik í Nuke líka, en það var ljóst að bæði Pat og Zerq þyrftu að vera upp á sitt besta til að sagan endurtæki sig ekki. Fylkir hafði betur í hnífalotunni og kaus að byrja í vörn (Counter-Terrorists) svo Saga hóf leikinn í sókn. Fylkir nældi sér auðveldlega í fyrstu fjórar loturnar en þá beit það þá í rassinn að hafa ekki gert almennilega atlögu að ADHD sem hélt vappanum inn í fimmtu lotu þar sem ADHD lét hann telja til að splundra vörn Fylkis. Vappinn reyndist honum ekki eins vel í næstu lotu þegar hann var einn gegn öllum leikmönnum Fylkis, og svarið við tapinu var ekki lengi að koma. Þó hafði lifnað nægilega yfir Sögu til að liðinu tækist að sjá við vörn Fylkis og minnka muninn örlítið. Sóknarleikurinn var hins vegar nokkuð upp og ofan og efnahagurinn ekki sá besti hjá Sögu. Fylki tókst að halda yfirhöndinni á leiknum, einmitt með frábæru framlagi Zerq sem var allt í öllu og með hvorki meira né minna en 22 fellur í fyrri hálfleik. Þannig tókst Fylki að tvöfalda lotufjölda sinn miðað við síðasta leik og útlitið gott fyrir síðari hálfleik. Staða í hálfleik: Fylkir 10 – 5 Saga Fylkir vann einnig fyrstu lotuna í síðari hálfleik, þó með nokkru brasi en liðið sótti hratt í þeirri næstu til að koma sprengjunni fyrir, hreinsa út leikmenn Sögu og koma sér í 12–5. Aftur lifnaði þá yfir Sögu sem vann þrjár lotur í röð gegn ráðalausum Fylkismönnum sem mættu einn og einn í einvígin sem töpuðust fyrir vikið. Zerq hélt áfram að skapa tækifæri en liðinu tókst ekki að nýta þau nægilega vel. Tók hann þá málin í eigin hendur og felldi fjóra andstæðinga í 22. lotu til að koma Fylki í 13–8 og 30-bomba leikinn. Fátt var um fína drætti eftir það, sóknarleikurinn var enn sem áður ómarkviss og hleypti Fylkir Sögu óþægilega nærri sér undir lok hálfleiksins. Þegar á reið tókst Fylkismönnum þó að knýja fram sinn fjórða sigur á tímabilinu á bakinu á Zerq sem lauk leik með 36 fellur eftir gríðarlega stóran leik. Lokastaða: Fylkir 16 – Saga Fylkismenn virðast vera á góðri siglingu þegar þessum öðrum hring mótsins er lokið, en sitja enn í sjöunda sætinu. Í næstu umferð mætir Fylkir Kórdrengjum þriðjudaginn 8. febrúar en föstudaginn 11. febrúar tekur Saga á móti XY. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti