Tónlist

KK og Hall­dóra Geir­harðs með frá­bæran flutning á Týndu kyn­slóðinni

Stefán Árni Pálsson skrifar
KK og Halldóra fóru á kostum.
KK og Halldóra fóru á kostum.

Skemmtiþátturinn Glaumbær hóf göngu sína á Stöð 2 á föstudagskvöldið en í þeim ætlar Björn Stefánsson að halda uppi stuðinu og djamma með áhorfendum.

Nafnið Glaumbær hefur skemmtilega tengingu við íslenskt skemmtanahald og þar var mikið fjör þar til staðurinn brann árið 1971.

Gestir þáttarins voru þau Kristján Kristjánsson og Halldóra Geirharðsdóttir og fóru þau á kostum á föstudagskvöldið á Stöð 2.

Bjössi, Halldóra og KK fluttu til að mynda lagið Týnda kynslóðin eftir Bjartmar Gunnlaugsson. Stórkostlegur flutningur eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: KK og Halldóra Geirharðs - Týnda kynslóðin





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.