Tónlist

Sleppti þessu út í kosmósinn og vonaði það besta

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Lagið Segðu mér eftir Friðrik Dór er tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaununum 2022.
Lagið Segðu mér eftir Friðrik Dór er tilnefnt sem lag ársins á Hlustendaverðlaununum 2022. Facebook: Friðrik Dór

Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson sendi frá sér lagið Segðu Mér í janúarmánuði ársins 2021. Lagið var með vinsælli lögum ársins en það er einnig að finna á nýútgefinni plötu Friðriks Dórs Dætur.

Nú er komið að því að velja lag ársins fyrir Hlustendaverðlaunin 2022 sem fara fram 19. mars næstkomandi. Útvarpsstöðvarnar FM957, Bylgjan og X 977 standa saman að þessari verðlaunahátíð og í flokknum Lag Ársins koma sjö lög til greina. Lífið á Vísi setti sig í samband við tónlistarfólkið á bak við þessa hittara og fékk að heyra söguna á bak við lagið.

Næsta lag sem við kynnum til leiks er lagið Segðu mér en blaðamaður fékk Friðrik Dór til að svara nokkrum spurningum.

Hvernig kviknaði hugmyndin að laginu og hvaðan kom innblásturinn?

Friðrik Dór: Innblásturinn að laginu er ýmis konar, fortíð, framtíð og nútíð.

Hvernig gekk ferlið og hvernig varð lagið að veruleika?

Friðrik Dór: Ferlið gekk vel. Lagið varð til eftir að við Pálmi Ragnar, lagahöfundur og pródúser, höfðum rætt um að það væri gaman að gera píanó ballöðu. Um kvöldið sama dag sendi Pálmi mér svo grunninn. Við hittumst í framhaldi og smíðuðum laglínuna og textann.

Áttirðu von á því að lagið myndi ná svona vel til hlustenda?

Friðrik Dór: Maður veit auðvitað aldrei en mér fannst okkur takast vel upp við lagasmíðina, sem skiptir auðvitað mestu. Svo getur maður ekki annað gert en að sleppa þessu út í kosmósinn og vona það besta.

Kosning fyrir Hlustendaverðlaunin er nú í fullum gangi og geta hlustendur kosið það sem þeim þótti standa upp úr hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.