Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Njarðvík 67-71 | Torsóttur sigur Njarðvíkur gegn nágrönnunum Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2022 20:50 vísir/vilhelm Njarðvík vann baráttusigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Aliyah Collier var frábær í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir gestina. Heimakonur byrjuðu leikinn ágætlega og Njarðvík var að hitta fremur illa í upphafi. Miklu munaði að áðurnefnd Collier spilaði ekki vel í fyrri hálfleiknum og var fremur mistæk. Njarðvík leiddi þó bæði eftir fyrsta leikhlutann og í hálfleik en þær skoruðu körfu um leik og hálfleiksflautan gall. Staðan þá 32-31 Njarðvík í vil. Í síðari hálfleik var Njarðvík svo yfirleitt skrefinu á undan. Grindavík náði þó forystunni í nokur skipti en um miðjan þriðja leikhluta náði Njarðvík 8 stiga forskoti. Lokafjórðungurinn var kaflaskiptur. Grindavík tókst að minnka muninn í eitt stig en Njarðvík svaraði að bragði og leiddi 69-60 þegar þrjár mínútur voru eftir. Heimakonur minnkuðu muninn í fjögur stig og fékk tækifæri til að minnka enn frekar en tókst ekki. Njarðvík fagnaði því sigri að lokum, lokatölur 71-67. Af hverju vann Njarðvík? Þær voru sterkari þegar á reyndi og náði að setja niður mikilvæg stig þegar þær þurftu á því að halda. Grindavík átti í meiri erfiðleikum með að sækja auðveld stig og hefur svo auðvitað Aliyah Collier innan sinna raða sem var stórkostleg í síðari hálfleiknum. Grindavík var ekki að setja þriggja stiga skotin sín lengst af og voru aðeins 26% fyrir utan línuna. Sóknarfráköst Njarðvíkinga voru sömuleiðis dýr fyrir heimaliðið. Þessar stóðu upp úr: Aliyah Collier var algjörlega frábær í síðari hálfleiknum. Þá skoraði hún 22 stig eftir að hafa skorað 6 í þeim fyrri. Hún kláraði leikinn þar að auki með 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Tíu tapaðir boltar er vissulega of mikið en frammistaðan var frábær. Erlendir leikmenn Njarðvíkur skoruðu 56 af 71 stigi gestanna og Diane Diene var sömuleiðis flott hjá gestunum. Hjá Grindavík skoraði Edyta Falenzcyk 19 stig og Robbi Ryan 17 en þær hittu báðar fremur illa. Þá átti Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir fína spretti. Hvað gekk illa? Njarðvík tapaði 18 boltum í kvöld sem er mikið. Þær skoruðu hins vegar 15 stig eftir sóknarfráköst sem er dýrt fyrir Grindavík. Í tvígang tók Njarðvíkurliðið frákast eftir eigið víti og það er dapurt hjá Grindavík. Hittni heimakvenna var ekki nógu góð. Þá töpuðu þær frákastabaráttunni sem segir oft til um baráttuna en Þorleifur þjálfari sagði einmitt í viðtali eftir leik að það hafi lítið út fyrir að gestirnir hafi viljað sigurinn meira. Hvað gerist næst? Framundan hjá Grindavík er annar Suðurnesjaslagur en þær fara til Keflavíkur í næstu viku. Þær unnu síðasta leik liðanna og vilja án efa endurtaka þann leik í næstu viku. Njarðvík fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn en það verður afar áhugaverður slagur. Þorleifur: Íslensku stelpurnar eru að fá mikla ábyrgð Þorleifur Ólafsson er þjálfari Grindavíkurliðsins.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var hörkuleikur og skemmtilegur sem hefði getað dottið báðum megin. Þær eru ákveðnari en vildu þetta meira sem ég er eiginlega einna svekktastur með,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. Hann sagði að Grindavíkurliðið hefði mögulega getað nýtt sér það betur að Aliyah Collier, sterkasti leikmaður Njarðvíkur, fékk sína fjórðu villu snemma í síðari hálfleiknum. „Hún var klók að komast ekki í snertingu og náði því. Við hefðum kannski getað látið hana vera meira í vagg og veltu hreyfingum í vörninni og við reyndum. Þær leystu það fínt og hún náði að halda sér inni sem er vel gert.“ Það vantaði í lið Grindavíkur í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir er í sóttkví og þá meiddist Alexandra Eva Sverrisdóttir á dögunum en hún er tiltölulega nýlega gengin til liðs við Grindavík. „Hún er búin að fara í myndatöku, er mjög ill og þetta er hnéð þannig að þetta lítur ekkert alltof vel út. Það er best að segja sem minnst þar til annað kemur í ljós.“ „Fyrst þú nefnir þetta þá er ég virkilega ánægður með þær sem komu inn af bekknum, þær stóðu sig mjög vel. Það vantaði þennan gamla góða herslumun til að gefa okkur séns að vinna í kvöld.“ Það mun ekkert lið falla úr deildinni í ár þar sem Skallagrímur hætti keppni fyrr á tímabilinu. Þorleifur sagði ekki erfitt fyrir Grindavíkurliðið að gíra sig upp í leiki þrátt fyrir að þær séu nokkrum skrefum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrir okkur er ekkert öðruvísi að gíra sig upp í þetta. Við, og sérstaklega ég, lögðum upp með það í byrjun að setja mikla ábyrgð á íslensku stelpurnar. Miðað við hvernig tímabilið er að þróast eru þær að taka mikla ábyrgð, þær þurfa að taka skot og þurfa að gera meira.“ „Við munum verða aftur í efstu deild á næsta tímabili og þá verða þær betri í efstu deild á næsta ári. Hvort önnur lið geti sagt það sama, það held ég bara ekki,“ sagði Þorleifur að lokum. Rúnar Ingi: Var að spá í að taka hana útaf Rúnar Ingi var ánægður með sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var mjög ánægður með sigurinn gegn Grindavík í kvöld í spennandi leik. „Þetta var hörkuleikur og það mátti búast við því. Við erum að koma okkur af stað eftir áramót og að koma hingað til Grindavíkur og sækja sigur er ég bara mjög ánægður með. Eins og deildin er að spilast, liðin eru upp og niður og maður er einhvern veginn alltaf að byrja upp á nýtt. Að koma hingað og vinna gott körfuboltalið er mjög ánægjulegt,“ sagði Rúnar Ingi við Vísi eftir leik. Aliyah Collier var frábær í síðari hálfleik, eins og áður segir, en hún fékk sína fjórðu villu í byrjun síðari hálfleiks. „Hún getur tekið yfir leikinn og gerði það svo sannarlega í kvöld. Hún var „off“ í fyrri hálfleik og orkan sem kom frá henni. Þetta gerist ekki sjálfkrafa, við þurfum að búa þetta til sjálfar og sérstaklega þegar það eru ekki áhorfendur.“ „Ég var að spá í að taka hana útaf þarna strax þegar hún fékk fjórðu villuna. Ég ákvað að halda henni inná og það virkaði sem betur fer.“ Fjórði leikhluti var sveiflukenndur. Grindavík tókst að minnka muninn í eitt mark en Njarðvík sleit sig frá þeim að nýju. „Mér fannst þær gera hörkuvel og létu okkur hafa fyrir hlutunum varnarlega og leikmenn voru að setja góð skot. Á mikilvægum augnablikum náðum við að svara með auðveldum körfum og það var eiginlega það sem kom þessu yfir línuna í kvöld.“ „Þegar hitt liðið er að hóta því að koma inn í leikinn þá hjálpa auðveldu körfurnar. Við náðum að búa til háprósentu skot undir körfunni og það vann leikinn.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Vilborg: Viljum vera þarna uppi „Við erum bara mjög sáttar. Eftir misgóða byrjun náðum við að koma þessu saman í seinni hálfleik og landa þessum sigri sem er bara geggjað,“ sagði Vilborg Jónsdóttir fyrirliði Njarðvíkur eftir sigur liðsins gegn Grindavík í Subway-deildinni í körfuknattleik. 26. janúar 2022 20:21
Njarðvík vann baráttusigur á Grindavík í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í kvöld. Aliyah Collier var frábær í síðari hálfleik og dró vagninn fyrir gestina. Heimakonur byrjuðu leikinn ágætlega og Njarðvík var að hitta fremur illa í upphafi. Miklu munaði að áðurnefnd Collier spilaði ekki vel í fyrri hálfleiknum og var fremur mistæk. Njarðvík leiddi þó bæði eftir fyrsta leikhlutann og í hálfleik en þær skoruðu körfu um leik og hálfleiksflautan gall. Staðan þá 32-31 Njarðvík í vil. Í síðari hálfleik var Njarðvík svo yfirleitt skrefinu á undan. Grindavík náði þó forystunni í nokur skipti en um miðjan þriðja leikhluta náði Njarðvík 8 stiga forskoti. Lokafjórðungurinn var kaflaskiptur. Grindavík tókst að minnka muninn í eitt stig en Njarðvík svaraði að bragði og leiddi 69-60 þegar þrjár mínútur voru eftir. Heimakonur minnkuðu muninn í fjögur stig og fékk tækifæri til að minnka enn frekar en tókst ekki. Njarðvík fagnaði því sigri að lokum, lokatölur 71-67. Af hverju vann Njarðvík? Þær voru sterkari þegar á reyndi og náði að setja niður mikilvæg stig þegar þær þurftu á því að halda. Grindavík átti í meiri erfiðleikum með að sækja auðveld stig og hefur svo auðvitað Aliyah Collier innan sinna raða sem var stórkostleg í síðari hálfleiknum. Grindavík var ekki að setja þriggja stiga skotin sín lengst af og voru aðeins 26% fyrir utan línuna. Sóknarfráköst Njarðvíkinga voru sömuleiðis dýr fyrir heimaliðið. Þessar stóðu upp úr: Aliyah Collier var algjörlega frábær í síðari hálfleiknum. Þá skoraði hún 22 stig eftir að hafa skorað 6 í þeim fyrri. Hún kláraði leikinn þar að auki með 11 fráköst og 8 stoðsendingar. Tíu tapaðir boltar er vissulega of mikið en frammistaðan var frábær. Erlendir leikmenn Njarðvíkur skoruðu 56 af 71 stigi gestanna og Diane Diene var sömuleiðis flott hjá gestunum. Hjá Grindavík skoraði Edyta Falenzcyk 19 stig og Robbi Ryan 17 en þær hittu báðar fremur illa. Þá átti Natalía Jenný Lucic Jónsdóttir fína spretti. Hvað gekk illa? Njarðvík tapaði 18 boltum í kvöld sem er mikið. Þær skoruðu hins vegar 15 stig eftir sóknarfráköst sem er dýrt fyrir Grindavík. Í tvígang tók Njarðvíkurliðið frákast eftir eigið víti og það er dapurt hjá Grindavík. Hittni heimakvenna var ekki nógu góð. Þá töpuðu þær frákastabaráttunni sem segir oft til um baráttuna en Þorleifur þjálfari sagði einmitt í viðtali eftir leik að það hafi lítið út fyrir að gestirnir hafi viljað sigurinn meira. Hvað gerist næst? Framundan hjá Grindavík er annar Suðurnesjaslagur en þær fara til Keflavíkur í næstu viku. Þær unnu síðasta leik liðanna og vilja án efa endurtaka þann leik í næstu viku. Njarðvík fær Íslandsmeistara Vals í heimsókn en það verður afar áhugaverður slagur. Þorleifur: Íslensku stelpurnar eru að fá mikla ábyrgð Þorleifur Ólafsson er þjálfari Grindavíkurliðsins.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var hörkuleikur og skemmtilegur sem hefði getað dottið báðum megin. Þær eru ákveðnari en vildu þetta meira sem ég er eiginlega einna svekktastur með,“ sagði Þorleifur Ólafsson, þjálfari Grindavíkur, eftir tapið gegn Njarðvík í kvöld. Hann sagði að Grindavíkurliðið hefði mögulega getað nýtt sér það betur að Aliyah Collier, sterkasti leikmaður Njarðvíkur, fékk sína fjórðu villu snemma í síðari hálfleiknum. „Hún var klók að komast ekki í snertingu og náði því. Við hefðum kannski getað látið hana vera meira í vagg og veltu hreyfingum í vörninni og við reyndum. Þær leystu það fínt og hún náði að halda sér inni sem er vel gert.“ Það vantaði í lið Grindavíkur í kvöld. Hekla Eik Nökkvadóttir er í sóttkví og þá meiddist Alexandra Eva Sverrisdóttir á dögunum en hún er tiltölulega nýlega gengin til liðs við Grindavík. „Hún er búin að fara í myndatöku, er mjög ill og þetta er hnéð þannig að þetta lítur ekkert alltof vel út. Það er best að segja sem minnst þar til annað kemur í ljós.“ „Fyrst þú nefnir þetta þá er ég virkilega ánægður með þær sem komu inn af bekknum, þær stóðu sig mjög vel. Það vantaði þennan gamla góða herslumun til að gefa okkur séns að vinna í kvöld.“ Það mun ekkert lið falla úr deildinni í ár þar sem Skallagrímur hætti keppni fyrr á tímabilinu. Þorleifur sagði ekki erfitt fyrir Grindavíkurliðið að gíra sig upp í leiki þrátt fyrir að þær séu nokkrum skrefum frá sæti í úrslitakeppninni. „Fyrir okkur er ekkert öðruvísi að gíra sig upp í þetta. Við, og sérstaklega ég, lögðum upp með það í byrjun að setja mikla ábyrgð á íslensku stelpurnar. Miðað við hvernig tímabilið er að þróast eru þær að taka mikla ábyrgð, þær þurfa að taka skot og þurfa að gera meira.“ „Við munum verða aftur í efstu deild á næsta tímabili og þá verða þær betri í efstu deild á næsta ári. Hvort önnur lið geti sagt það sama, það held ég bara ekki,“ sagði Þorleifur að lokum. Rúnar Ingi: Var að spá í að taka hana útaf Rúnar Ingi var ánægður með sigurinn í kvöld.Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var mjög ánægður með sigurinn gegn Grindavík í kvöld í spennandi leik. „Þetta var hörkuleikur og það mátti búast við því. Við erum að koma okkur af stað eftir áramót og að koma hingað til Grindavíkur og sækja sigur er ég bara mjög ánægður með. Eins og deildin er að spilast, liðin eru upp og niður og maður er einhvern veginn alltaf að byrja upp á nýtt. Að koma hingað og vinna gott körfuboltalið er mjög ánægjulegt,“ sagði Rúnar Ingi við Vísi eftir leik. Aliyah Collier var frábær í síðari hálfleik, eins og áður segir, en hún fékk sína fjórðu villu í byrjun síðari hálfleiks. „Hún getur tekið yfir leikinn og gerði það svo sannarlega í kvöld. Hún var „off“ í fyrri hálfleik og orkan sem kom frá henni. Þetta gerist ekki sjálfkrafa, við þurfum að búa þetta til sjálfar og sérstaklega þegar það eru ekki áhorfendur.“ „Ég var að spá í að taka hana útaf þarna strax þegar hún fékk fjórðu villuna. Ég ákvað að halda henni inná og það virkaði sem betur fer.“ Fjórði leikhluti var sveiflukenndur. Grindavík tókst að minnka muninn í eitt mark en Njarðvík sleit sig frá þeim að nýju. „Mér fannst þær gera hörkuvel og létu okkur hafa fyrir hlutunum varnarlega og leikmenn voru að setja góð skot. Á mikilvægum augnablikum náðum við að svara með auðveldum körfum og það var eiginlega það sem kom þessu yfir línuna í kvöld.“ „Þegar hitt liðið er að hóta því að koma inn í leikinn þá hjálpa auðveldu körfurnar. Við náðum að búa til háprósentu skot undir körfunni og það vann leikinn.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna UMF Grindavík UMF Njarðvík Tengdar fréttir Vilborg: Viljum vera þarna uppi „Við erum bara mjög sáttar. Eftir misgóða byrjun náðum við að koma þessu saman í seinni hálfleik og landa þessum sigri sem er bara geggjað,“ sagði Vilborg Jónsdóttir fyrirliði Njarðvíkur eftir sigur liðsins gegn Grindavík í Subway-deildinni í körfuknattleik. 26. janúar 2022 20:21
Vilborg: Viljum vera þarna uppi „Við erum bara mjög sáttar. Eftir misgóða byrjun náðum við að koma þessu saman í seinni hálfleik og landa þessum sigri sem er bara geggjað,“ sagði Vilborg Jónsdóttir fyrirliði Njarðvíkur eftir sigur liðsins gegn Grindavík í Subway-deildinni í körfuknattleik. 26. janúar 2022 20:21
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum