Brady úr leik | Ein dramatískasta helgi í sögu NFL Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. janúar 2022 12:00 Brady labbar af velli í nótt. Hugsanlega í síðasta skiptið á ferlinum. vísir/getty Átta liða úrslitin í NFL-deildinni um helgina verða lengi í minnum höfð. Þrír leikir réðust á lokasparki leikjanna og einn fór í framlengingu. Laugardagurinn byrjaði með látum þegar sigurvegararnir í Þjóðadeildinni og Ameríkudeildinni féllu úr leik. Cincinnati Bengals skellti Tennesse Titans, 19-16, og San Francisco fór svo til Green Bay og vann frækinn sigur, 13-10, þó svo sókn liðsins hefði ekki skorað snertimark í leiknum. Það var þó aðeins reykurinn af réttunum í gærkvöldi og nótt varð allt vitlaust. Í fyrri leik dagsins gerði LA Rams sér lítið fyrir og skellti meisturum Tampa Bay, 30-27. Rams komst í 27-3 en Tampa kom til baka af fullum krafti með Tom Brady fremstan í flokki. Endurkoma sem minnti á þegar Brady kom til baka gegn Atlanta í Super Bowl eftir að hafa verið 28-3 undir. PLAYOFF. LENNY.@Buccaneers tie it up!📺: #LARvsTB on NBC📱: https://t.co/6Hz1DjFj3t pic.twitter.com/sjPdUuExuf— NFL (@NFL) January 23, 2022 Buccaneers jafnaði leikinn 27-27 er lítið var eftir en það var enn tími fyrir Rams að stela leiknum. Leikstjórnandi þeirra átti langa sendingu á útherjann Cooper Kupp sem kom liðinu í vallarmarksstöðu. Rams skoraði úr vallarmarkinu um leið og leiktímanum lauk. .@CooperKupp put the team on his back.This ending was WILD. #LARvsTB pic.twitter.com/6clEXf9SQq— NFL (@NFL) January 23, 2022 Meistararnir því búnir og Tom Brady segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann mæti aftur til leiks í haust. Hann er orðinn 44 ára gamall. Tívolibomburnar komu svo í lokaatriðinu sem var leikur Kansas City Chiefs og Buffalo Bills. Sturlaður leikur sem Kansas vann í framlengingu, 42-36. Dramatíkin á síðustu tveimur mínútum leiksins var með ólíkindum. Liðin skiptust þrisvar á forskotinu og spiluðu í raun fullkomlega. JOSH ALLEN AND GABRIEL DAVIS' 4TH TD GIVES THE BILLS THE LEAD WITH 17 SECONDS.📺: #BUFvsKC on CBS📱: https://t.co/bCIjXIlFWh pic.twitter.com/DgdL4Pwvnd— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bills virtist þó vera búið að vinna leikinn með snertimarki er 13 sekúndur lifðu leiks. 13 sekúndur dugðu aftur á móti Patrick Mahomes, leikstjórnanda Chiefs, til þess að koma liðinu í vallarmarksfæri og jafna um leið og leiktíminn rann út. MAHOMES HAD 13 SECONDS! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/68g4cJ0sqW— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bæði Mahomes og Josh Allen, leikstjórnandi Bills, voru að spila fullkominn leik. Það vissu því allir að mikið væri undir í hlutkestinu. Hvort liðið byrjaði með boltann í framlengingunni. Það var Kansas sem vann hlutkestið. Mahomes hafði engan áhuga á því að leyfa Allen að koma aftur inn á völlinn. Hann keyrði liðið alla leið upp völlinn og kastaði á Travis Kelce fyrir snertimarki sem kláraði leikinn. Lygilegur leikur. THIS VIEW OF THE WINNER. 🤯 pic.twitter.com/c7CntozVF0— NFL (@NFL) January 24, 2022 Undanúrslit deildarinnar fara fram næsta sunnudag. 49ers sækir þá Rams heim en Kansas tekur á Bengals. Báðir leikir að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur. NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira
Laugardagurinn byrjaði með látum þegar sigurvegararnir í Þjóðadeildinni og Ameríkudeildinni féllu úr leik. Cincinnati Bengals skellti Tennesse Titans, 19-16, og San Francisco fór svo til Green Bay og vann frækinn sigur, 13-10, þó svo sókn liðsins hefði ekki skorað snertimark í leiknum. Það var þó aðeins reykurinn af réttunum í gærkvöldi og nótt varð allt vitlaust. Í fyrri leik dagsins gerði LA Rams sér lítið fyrir og skellti meisturum Tampa Bay, 30-27. Rams komst í 27-3 en Tampa kom til baka af fullum krafti með Tom Brady fremstan í flokki. Endurkoma sem minnti á þegar Brady kom til baka gegn Atlanta í Super Bowl eftir að hafa verið 28-3 undir. PLAYOFF. LENNY.@Buccaneers tie it up!📺: #LARvsTB on NBC📱: https://t.co/6Hz1DjFj3t pic.twitter.com/sjPdUuExuf— NFL (@NFL) January 23, 2022 Buccaneers jafnaði leikinn 27-27 er lítið var eftir en það var enn tími fyrir Rams að stela leiknum. Leikstjórnandi þeirra átti langa sendingu á útherjann Cooper Kupp sem kom liðinu í vallarmarksstöðu. Rams skoraði úr vallarmarkinu um leið og leiktímanum lauk. .@CooperKupp put the team on his back.This ending was WILD. #LARvsTB pic.twitter.com/6clEXf9SQq— NFL (@NFL) January 23, 2022 Meistararnir því búnir og Tom Brady segist ekki hafa gert upp við sig hvort hann mæti aftur til leiks í haust. Hann er orðinn 44 ára gamall. Tívolibomburnar komu svo í lokaatriðinu sem var leikur Kansas City Chiefs og Buffalo Bills. Sturlaður leikur sem Kansas vann í framlengingu, 42-36. Dramatíkin á síðustu tveimur mínútum leiksins var með ólíkindum. Liðin skiptust þrisvar á forskotinu og spiluðu í raun fullkomlega. JOSH ALLEN AND GABRIEL DAVIS' 4TH TD GIVES THE BILLS THE LEAD WITH 17 SECONDS.📺: #BUFvsKC on CBS📱: https://t.co/bCIjXIlFWh pic.twitter.com/DgdL4Pwvnd— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bills virtist þó vera búið að vinna leikinn með snertimarki er 13 sekúndur lifðu leiks. 13 sekúndur dugðu aftur á móti Patrick Mahomes, leikstjórnanda Chiefs, til þess að koma liðinu í vallarmarksfæri og jafna um leið og leiktíminn rann út. MAHOMES HAD 13 SECONDS! #NFLPlayoffs pic.twitter.com/68g4cJ0sqW— NFL (@NFL) January 24, 2022 Bæði Mahomes og Josh Allen, leikstjórnandi Bills, voru að spila fullkominn leik. Það vissu því allir að mikið væri undir í hlutkestinu. Hvort liðið byrjaði með boltann í framlengingunni. Það var Kansas sem vann hlutkestið. Mahomes hafði engan áhuga á því að leyfa Allen að koma aftur inn á völlinn. Hann keyrði liðið alla leið upp völlinn og kastaði á Travis Kelce fyrir snertimarki sem kláraði leikinn. Lygilegur leikur. THIS VIEW OF THE WINNER. 🤯 pic.twitter.com/c7CntozVF0— NFL (@NFL) January 24, 2022 Undanúrslit deildarinnar fara fram næsta sunnudag. 49ers sækir þá Rams heim en Kansas tekur á Bengals. Báðir leikir að sjálfsögðu í beinni á Stöð 2 Sport. NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NFL er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Beinar útsendingar frá öllum leikjum eru á NFL Game Pass sem hægt er að kaupa sem á 2.990 krónur á mánuði fyrir núverandi áskrifendur.
NFL Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar McGregor sakaður um nauðgun FIFA hótar félögunum stórum sektum Dagskráin í dag: Stórleikir í Mílanó og París Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjá meira