07:00 Vekjaraklukkan hringir. Ég hef vanið mig af notkun snooze takkans því þó mér finnist erfitt að vakna snemma er ekkert betra en að taka morgnana í rólegheitum. Fjögurra ára dóttir mín er reyndar ekki á sama máli og næstu tíu mínútur fara oftar en ekki í rökræður um hvers vegna fólk þurfi eiginlega að vakna í svo miklu myrkri. Okkur þykir báðum gaman að rökræða en í þetta sinn hefur dóttirin yfirhöndina og ég játa mig sigraða.
Förum við ekki bráðum að breyta klukkunni á þessu landi?
08:10 Þegar ég er búin að skutla á leikskólann kippi ég með mér kaffi á leið í vinnuna. Ég reyni að telja mér trú um að ástæðan sé að ég vilji drekka minna og betra kaffi en kaffibollanum fylgir gjarnan eitt croissant, svo ætli ég komi ekki bara út á sléttu.
Mér finnst fátt betra en að mæta fyrst á skrifstofuna og ná byrjun vinnudagsins í ró og næði með kaffibollann. Verkefnin hjá Viðskiptaráði eru fjölbreytt, allt frá því að skrifa umsagnir til ráðuneyta og þingnefnda yfir í að vinna greiningar og aðstoða aðildarfélaga okkar við ýmis lögfræðitengd málefni. Dagarnir eru fjölbreyttir og fela í sér meðal annars samtöl við fullt af fólki sem gerir þá skemmtilegri.
Förum við ekki bráðum að breyta klukkunni á þessu landi?
12:00 Komið að hádegismat með stórskemmtilegum vinnufélögum. Í Borgartúni er fjölbreytt úrval veitingastaða og förum við oftar en ekki á Borg29 en þar eru nokkrir staðir í uppáhaldi. Í hádeginu er spjallað og hlegið, farið yfir fréttir og oftar en ekki argast yfir sóttvarnaraðgerðum. Ég tek svo daglega símtal við bestu vinkonuna sem býr á austurströnd Bandaríkjanna og held áfram að tuða yfir sóttvarnaraðgerðum við hana.
17:00 Eftir vinnu finnst mér gott að ná einhverri hreyfingu og þá helst úti í ferska loftinu. Ég er svo heppin að búa við Heiðmörk, en við fjölskyldan skellum okkur oft þangað í göngutúr og kíkjum við á hverfiskaffihúsið, Dæinn, en þá náum við að sætta öll sjónarmið í fjölskyldunni þar sem sveitastrákur og borgarbarn koma saman.
Nýlega hef ég tekið það upp að fara í sund eftir vinnu með vinkonu. Það er skemmtileg leið til að ná saman hreyfingu og góðum félagsskap. Mér finnst sund frábær hreyfing því þar er maður fjarri öllu áreiti og ákveðin hugleiðsla fólgin í því að synda, en hugleiðslan má ekki verða til þess að maður klessi á bakkann sem hefur komið fyrir.
Í hádeginu er spjallað og hlegið, farið yfir fréttir og oftar en ekki argast yfir sóttvarnaraðgerðum. Ég tek svo daglega símtal við bestu vinkonuna sem býr á austurströnd Bandaríkjanna og held áfram að tuða yfir sóttvarnaraðgerðum við hana.
19:00 Kvöldmatur kominn á borð. Ég er meira fyrir baksturinn en eldamennskuna og er dugleg að baka með stelpunni minni. Ég held svo sem að allir fjölskyldumeðlimir séu sáttir við að ég komi ekki mikið að matargerðinni og haldi mig við fráganginn.
Við pöntum þó stundum pakka frá Eldum Rétt og þá þykir mér voða kósí að stússast í eldhúsinu. Ég er svo heppin að búa með áhugakokki sem töfrar fram ótrúlegustu réttina, og þá oftar en ekki með hráefni beint af býli frá foreldrum hans sem eru bændur. Við mæðgur höfum lítið út á þá matargerð að setja og sleppum því öllum rökræðum við matarborðið.
Mér finnst sund frábær hreyfing því þar er maður fjarri öllu áreiti og ákveðin hugleiðsla fólgin í því að synda, en hugleiðslan má ekki verða til þess að maður klessi á bakkann sem hefur komið fyrir.
Dóttur minni þykir samt einstaklega skemmtilegt að tala, eins og hún á kyn til, og kvöldmatartíminn verður oft lengri fyrir vikið, en aldrei leiðinlegri.
21:00 Ég freistast stundum til að nýta kvöldin til að vinna en kveiki þá á einhverju heilalausu efni á Netflix og hef það á hliðarlínunni. Þegar ég læt vinnuna og Netflix í friði finnst mér notalegt að lesa, og núna er ég að lesa bókina My life in full eftir Indra Nooyi fyrrum forstjóra Pepsi, fyrir bókaklúbb sem ætlar að hittast fljótlega. Ég hef þó greinilega eytt aðeins of mörgum kvöldum nýlega yfir þáttaglápi á Netflix því ég er komin allt of stutt í bókinni og klúbburinn nálgast.
Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.