Annar eldsvoði ársins í flóttamannabúðum Rohingja Heimsljós 21. janúar 2022 14:53 UN Women Mikill eldsvoði varð í Cox‘s Bazar flóttamannabúðunum í Bangladess síðastliðinn sunnudag. Búðirnar eru heimili þúsunda Rohingja sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð í nágrannaríkinu Mjanmar. Þetta er í annað sinn á árinu sem eldur brýst út í Cox‘s Bazar. Eldsins varð fyrst vart seinni part sunnudags og var fljótur að breiðast út um búðirnar, sem eru meðal fjölmennustu flóttamannabúða heims. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt en einhverjir slösuðust í eldinum. Upptök eldsins eru enn ókunn. „Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist við og hafa veitt íbúum búðanna neyðaraðstoð, matvæli, vatn, hreinlætisvörur og sæmdarsett. Stærsta verkefnið nú er að endurreisa búðirnar svo hægt sé að koma fólki í skjól, en kalt er á svæðinu á þessum tíma árs,“ segir í frétt frá UN Women. Mikill eldsvoði varð í flóttamannabúðunum 2. janúar þar sem þjónustumiðstöð og spítali rekinn af Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) eyðilagðist, auk annarra bygginga. Eldhætta er mikil í búðunum vegna þéttrar byggðar og ófullnægjandi húsnæðis og eldunaraðstöðu. Af þeim rúmlega milljón Rohingjum sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð mjanmarska hersins búa um 600 þúsund þeirra í Cox‘s Bazar. Meirihluti þeirra eru konur og börn. UN Women og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna ítreka að þó mikil þörf sé á matvælaaðstoð til íbúa búðanna sé einnig gríðarlega mikilvægt að koma til þeirra nauðsynjum á borð við hreinlætisvörur, þvottaefni og fatnaði svo hægt sé að tryggja persónulegt hreinlæti og öryggi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Bangladess Flóttamenn Mjanmar Róhingjar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
Þetta er í annað sinn á árinu sem eldur brýst út í Cox‘s Bazar. Eldsins varð fyrst vart seinni part sunnudags og var fljótur að breiðast út um búðirnar, sem eru meðal fjölmennustu flóttamannabúða heims. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt en einhverjir slösuðust í eldinum. Upptök eldsins eru enn ókunn. „Ýmsar stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa brugðist við og hafa veitt íbúum búðanna neyðaraðstoð, matvæli, vatn, hreinlætisvörur og sæmdarsett. Stærsta verkefnið nú er að endurreisa búðirnar svo hægt sé að koma fólki í skjól, en kalt er á svæðinu á þessum tíma árs,“ segir í frétt frá UN Women. Mikill eldsvoði varð í flóttamannabúðunum 2. janúar þar sem þjónustumiðstöð og spítali rekinn af Alþjóðlegu fólksflutningastofnuninni (IOM) eyðilagðist, auk annarra bygginga. Eldhætta er mikil í búðunum vegna þéttrar byggðar og ófullnægjandi húsnæðis og eldunaraðstöðu. Af þeim rúmlega milljón Rohingjum sem flúið hafa ofsóknir og fjöldamorð mjanmarska hersins búa um 600 þúsund þeirra í Cox‘s Bazar. Meirihluti þeirra eru konur og börn. UN Women og aðrar stofnanir Sameinuðu þjóðanna ítreka að þó mikil þörf sé á matvælaaðstoð til íbúa búðanna sé einnig gríðarlega mikilvægt að koma til þeirra nauðsynjum á borð við hreinlætisvörur, þvottaefni og fatnaði svo hægt sé að tryggja persónulegt hreinlæti og öryggi. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Bangladess Flóttamenn Mjanmar Róhingjar Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent