Stökkið: Flutti til Stokkhólms og skipti um lífsstíl Elísabet Hanna Maríudóttir skrifar 16. janúar 2022 07:01 Sara Snædís er búsett í Stokkhólmi ásamt fjölskyldunni. Withsara Þjálfarinn Sara Snædís Ólafsdóttir býr ásamt eiginmanni sínum Stefáni Jökli Stefánssyni og tveimur dætrum þeirra í Stokkhólmi. Þau heilluðust af borginni á sínum tíma þar sem ekki er langt að fara til Íslands og Stefán valdi skólann KTH í Stokkhólmi fyrir mastersnámið sitt. Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) Hvenær tókstu stökkið?Við fluttum út í ágúst 2017. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já, við höfum bæði búið erlendis áður þegar við vorum yngri. Ég bjó í Sviss og London og okkur langaði alltaf til þess að prófa að flytja erlendis saman á einhverjum tímapunkti. „Það komu nokkrir staðir til greina upphaflega, en ég er alveg ótrúlega glöð að Stokkhólmur varð fyrir valinu.“ Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Þar sem við fluttum fyrir heimsfaraldurinn þá hafði hann ekki áhrif á okkur. Það hefur verið frekar áhugavert að búa í Svíþjóð í þessum heimsfaraldri þar sem hér hafa verið litlar takmarkanir þannig maður hefur ekki orðið eins var við hann eins og t.d. á Íslandi. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Við vorum frekar snögg að ganga frá öllu. Um leið og Stefán komst inn í námið í febrúar 2017 þá fórum við beint í að fá góð ráð frá vinum sem búa hér líka. Við vorum svo heppin að fá íbúð bara mjög fljótlega á besta stað í Vasastan. „Við vildum ákveðinn lífsstíl með þessum flutningum sem var að vera bíllaus, búa í miðborginni og njóta þess að vera í sænsku menningunni.“ Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að taka stökkið?Ég myndi segja að vera ekki að pæla of mikið í öllum smáatriðum. Oft getur það flækt hlutina fyrir manni sem verður til þess að það haldið aftur að manni að elta draumana sína. Frekar bara að vera með helstu atriðin á hreinu og leyfa hinu að reddast bara með tímanum. Ég flutti út ólétt, ekki með vinnu né leikskólapláss fyrir eldri dóttur mína. Þegar ég hugsa til baka er ég fegin að ég lét það ekki stöðva okkur því á endanum fundum við lausn á öllu. Fjölskyldan að hafa það notalegt í sólinni.Aðsend. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég stofnaði fyrirtæki í mars 2020 sem heitir Withsara. Fyrir það var ég Barre yfirkennari í stærsta boutique studio-inu í Stokkhólmi. Þegar heimsfaraldurinn skall á ákvað ég strax að breyta um stefnu og bjóða upp á tíma á netinu líka. „Núna næstum því 2 árum síðar rek ég fyrirtæki og þjálfa konur frá yfir 50 löndum og gæti ekki verið ánægðari. Það er mikið um nýsköpunarfyrirtæki í Stokkhólmi og því einstaklega gaman og spennandi að taka þátt í því.“ View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) Hvers saknarðu mest við Ísland?Eins og líklegast flestir sem flytja erlendis þá sakna ég fjölskyldunnar, vinanna, ferska loftsins og sundlauganna. Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Dimmu vetrar morgnanna, persónulega líður mér betur að fara af stað út í daginn klukkan 8 í birtu. Hvernig er veðrið?Það sem ég elska mest við veðrið er að það eru svo sterkar árstíðir. Einnig er ekki vindsamt sem gerir okkur kleift að hjóla eða ganga allt sem við viljum fara nánast allt árið um kring. Svo jafnast ekkert á við sumrin í Svíþjóð! Mæðgurnar Sara Snædís, Áróra Snædís og Sigurbjörg Sóley að hjóla.Aðsend Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég hjóla eða geng nánast allt. Stundum fer ég lest eða Uber ef ég er að fara eitthvað lengra. Kemurðu oft til Íslands?Við komum mjög oft fyrsta árið en núna komum við á sumrin og jólin. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi?Okkur finnst ódýrara að búa hér. „Matarinnkaup, leikskólagjöld og fleira er ekki eins dýrt og heima og svo erum við bíllaus sem munar líka miklu þegar kemur að útgjöldum.“ Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Fyrsta árið vorum við með gesti í hverjum mánuði sem var ekkert smá skemmtilegt! Við fengum samanlagt 18 heimsóknir á einu ári. En eftir að heimsfaraldurinn skall á hafa heimsóknum fækkað en mamma mín og pabbi og tengdapabbi koma samt reglulega. Svo komu allar vinkonu mínar í lok sumars sem var frábært! View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Við eigum marga góða íslenska vini sem við höfum kynnst í gegnum árin. Það er alltaf gaman að hitta þau og spjalla á íslensku. Áttu þér uppáhalds stað?Við fórum í fyrsta sinn til Skåne í sumar sem var alveg ótrúlega fallegt. Alveg hvítar strendur og yndislegt veðurfar. Gotland er líka einn af okkar uppáhalds stöðum og okkur þótti einstaklega gaman að koma til Visby þar sem Lína Langsokkur var að mestu tekið upp. „Svo líður okkur svo vel í Stokkhólmi og eigum marga uppáhalds almenningsgarða, strendur og söfn.“ Hvaða matsölustöðum mælir þú með?Ég á mörg uppáhalds kaffihús og hádegisverðastaði. Ég fer reglulega á Pom och Flora, Mahalo, Kale and Crave, Gast, Pascal og Supper. Kvöldmatastaðir Ai Ramen, Yuc, Bananas, ARC og Shanti svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Stokkhólmi?Stokkhólmur er alveg ótrúlega fjölskylduvæn borg og gaman að koma að sumri til, leika í almenningsgörðunum, fara á strendurnar og hoppa út í sjóinn. Svo er góður matur, gaman að versla og rölta um og skoða menninguna. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Enginn dagur hjá mér er eins en hann byrjar alltaf á því að koma stelpunum mínum í skóla og leikskóla. Við förum yfirleitt með sitthvora stelpuna þar sem skólinn og leikskólinn er í sitthvora áttina. „Suma daga er ég að taka upp nýtt efni fyrir Withsara, og þá fer allur dagurinn í það, en aðra daga finnst mér gott að finna mér kaffihús til að vinna á.“ Ég reyni að fara í góðan göngutúr og hlusta á podcast á hverjum degi. Svo förum við og sækjum stelpurnar um 4 leytið og eigum notalega fjölskyldustund saman annað hvort heima eða förum að leika einhvers staðar áður. Stefán eldar fyrir okkur kvöldmat og við komum svo stelpunum í háttinn. Mér finnst einstaklega gott að fara snemma í háttinn eftir að ég er búin að vinna smá, ganga frá eða horfa á einn þátt. View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) Hvað er það besta við Stokkhólm?Stokkhólmur er falleg borg sem býður upp á svo margt. Ég er þakklát fyrir að búa miðsvæðis og upplifa borgar stemninguna beint í æð. Það er stutt að labba eða hjóla í nánast allt þar sem borgin er minni en manni grunar. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já, við munum enda á Íslandi á einhverjum tímapunkti og leyfa stelpunum að alast þar upp. En nú er bara að njóta þess að búa erlendis og sanka að okkur reynslu, upplifunum og góðum stundum. Stökkið Íslendingar erlendis Svíþjóð Tengdar fréttir Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Stökkið er viðtalsliður á Lífinu á Vísi þar sem við ræðum við Íslendinga sem hafa tekið stökkið og flutt utan til skamms eða lengri tíma. View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) Hvenær tókstu stökkið?Við fluttum út í ágúst 2017. Langaði þig alltaf til þess að flytja út?Já, við höfum bæði búið erlendis áður þegar við vorum yngri. Ég bjó í Sviss og London og okkur langaði alltaf til þess að prófa að flytja erlendis saman á einhverjum tímapunkti. „Það komu nokkrir staðir til greina upphaflega, en ég er alveg ótrúlega glöð að Stokkhólmur varð fyrir valinu.“ Hvernig hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á flutningana?Þar sem við fluttum fyrir heimsfaraldurinn þá hafði hann ekki áhrif á okkur. Það hefur verið frekar áhugavert að búa í Svíþjóð í þessum heimsfaraldri þar sem hér hafa verið litlar takmarkanir þannig maður hefur ekki orðið eins var við hann eins og t.d. á Íslandi. Hvernig byrjaðir þú að undirbúa ferlið að flytja?Við vorum frekar snögg að ganga frá öllu. Um leið og Stefán komst inn í námið í febrúar 2017 þá fórum við beint í að fá góð ráð frá vinum sem búa hér líka. Við vorum svo heppin að fá íbúð bara mjög fljótlega á besta stað í Vasastan. „Við vildum ákveðinn lífsstíl með þessum flutningum sem var að vera bíllaus, búa í miðborginni og njóta þess að vera í sænsku menningunni.“ Hvað þarf að hafa í huga ef að maður ætlar að taka stökkið?Ég myndi segja að vera ekki að pæla of mikið í öllum smáatriðum. Oft getur það flækt hlutina fyrir manni sem verður til þess að það haldið aftur að manni að elta draumana sína. Frekar bara að vera með helstu atriðin á hreinu og leyfa hinu að reddast bara með tímanum. Ég flutti út ólétt, ekki með vinnu né leikskólapláss fyrir eldri dóttur mína. Þegar ég hugsa til baka er ég fegin að ég lét það ekki stöðva okkur því á endanum fundum við lausn á öllu. Fjölskyldan að hafa það notalegt í sólinni.Aðsend. Hvernig komstu í kynni við vinnuna og verkefnin sem þú ert í?Ég stofnaði fyrirtæki í mars 2020 sem heitir Withsara. Fyrir það var ég Barre yfirkennari í stærsta boutique studio-inu í Stokkhólmi. Þegar heimsfaraldurinn skall á ákvað ég strax að breyta um stefnu og bjóða upp á tíma á netinu líka. „Núna næstum því 2 árum síðar rek ég fyrirtæki og þjálfa konur frá yfir 50 löndum og gæti ekki verið ánægðari. Það er mikið um nýsköpunarfyrirtæki í Stokkhólmi og því einstaklega gaman og spennandi að taka þátt í því.“ View this post on Instagram A post shared by Withsara (@withsaraofficial) Hvers saknarðu mest við Ísland?Eins og líklegast flestir sem flytja erlendis þá sakna ég fjölskyldunnar, vinanna, ferska loftsins og sundlauganna. Það er bara ekkert sem jafnast á við það. Hvers saknarðu minnst við Ísland?Dimmu vetrar morgnanna, persónulega líður mér betur að fara af stað út í daginn klukkan 8 í birtu. Hvernig er veðrið?Það sem ég elska mest við veðrið er að það eru svo sterkar árstíðir. Einnig er ekki vindsamt sem gerir okkur kleift að hjóla eða ganga allt sem við viljum fara nánast allt árið um kring. Svo jafnast ekkert á við sumrin í Svíþjóð! Mæðgurnar Sara Snædís, Áróra Snædís og Sigurbjörg Sóley að hjóla.Aðsend Hvaða ferðamáta notast þú við?Ég hjóla eða geng nánast allt. Stundum fer ég lest eða Uber ef ég er að fara eitthvað lengra. Kemurðu oft til Íslands?Við komum mjög oft fyrsta árið en núna komum við á sumrin og jólin. Upplifir þú það sem kostnaðarsamara eða ódýrara að búa þarna en á Íslandi?Okkur finnst ódýrara að búa hér. „Matarinnkaup, leikskólagjöld og fleira er ekki eins dýrt og heima og svo erum við bíllaus sem munar líka miklu þegar kemur að útgjöldum.“ Hefurðu verið að fá mikið af heimsóknum út?Fyrsta árið vorum við með gesti í hverjum mánuði sem var ekkert smá skemmtilegt! Við fengum samanlagt 18 heimsóknir á einu ári. En eftir að heimsfaraldurinn skall á hafa heimsóknum fækkað en mamma mín og pabbi og tengdapabbi koma samt reglulega. Svo komu allar vinkonu mínar í lok sumars sem var frábært! View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) Er sterkt íslendingasamfélag þar sem þú ert?Við eigum marga góða íslenska vini sem við höfum kynnst í gegnum árin. Það er alltaf gaman að hitta þau og spjalla á íslensku. Áttu þér uppáhalds stað?Við fórum í fyrsta sinn til Skåne í sumar sem var alveg ótrúlega fallegt. Alveg hvítar strendur og yndislegt veðurfar. Gotland er líka einn af okkar uppáhalds stöðum og okkur þótti einstaklega gaman að koma til Visby þar sem Lína Langsokkur var að mestu tekið upp. „Svo líður okkur svo vel í Stokkhólmi og eigum marga uppáhalds almenningsgarða, strendur og söfn.“ Hvaða matsölustöðum mælir þú með?Ég á mörg uppáhalds kaffihús og hádegisverðastaði. Ég fer reglulega á Pom och Flora, Mahalo, Kale and Crave, Gast, Pascal og Supper. Kvöldmatastaðir Ai Ramen, Yuc, Bananas, ARC og Shanti svo eitthvað sé nefnt. View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) Hvað er eitthvað sem allir verða að gera í Stokkhólmi?Stokkhólmur er alveg ótrúlega fjölskylduvæn borg og gaman að koma að sumri til, leika í almenningsgörðunum, fara á strendurnar og hoppa út í sjóinn. Svo er góður matur, gaman að versla og rölta um og skoða menninguna. Hvernig er týpískur dagur hjá þér úti?Enginn dagur hjá mér er eins en hann byrjar alltaf á því að koma stelpunum mínum í skóla og leikskóla. Við förum yfirleitt með sitthvora stelpuna þar sem skólinn og leikskólinn er í sitthvora áttina. „Suma daga er ég að taka upp nýtt efni fyrir Withsara, og þá fer allur dagurinn í það, en aðra daga finnst mér gott að finna mér kaffihús til að vinna á.“ Ég reyni að fara í góðan göngutúr og hlusta á podcast á hverjum degi. Svo förum við og sækjum stelpurnar um 4 leytið og eigum notalega fjölskyldustund saman annað hvort heima eða förum að leika einhvers staðar áður. Stefán eldar fyrir okkur kvöldmat og við komum svo stelpunum í háttinn. Mér finnst einstaklega gott að fara snemma í háttinn eftir að ég er búin að vinna smá, ganga frá eða horfa á einn þátt. View this post on Instagram A post shared by SARA SNÆDIS (@sarasnaedis) Hvað er það besta við Stokkhólm?Stokkhólmur er falleg borg sem býður upp á svo margt. Ég er þakklát fyrir að búa miðsvæðis og upplifa borgar stemninguna beint í æð. Það er stutt að labba eða hjóla í nánast allt þar sem borgin er minni en manni grunar. Sérðu fyrir þér að flytja aftur til Íslands?Já, við munum enda á Íslandi á einhverjum tímapunkti og leyfa stelpunum að alast þar upp. En nú er bara að njóta þess að búa erlendis og sanka að okkur reynslu, upplifunum og góðum stundum.
Stökkið Íslendingar erlendis Svíþjóð Tengdar fréttir Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00 Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
Stökkið: „Það var ákveðinn skellur að búa á hæð með 11 stelpum og sofa í koju“ Leik- og söngkonan Unnur Eggertsdóttir tók stökkið og flutti til New York skömmu eftir menntaskóla. Hún fór upphaflega út til þess að láta drauminn um leiklistarnám í Bandaríkjunum rætast. Hún hefur starfað við leiklist í Los Angeles og Las Vegas síðan hún útskrifaðist en dvelur núna í New York. 12. janúar 2022 07:00
Stökkið: „Ferlið að fá atvinnuleyfi hefur tekið sex mánuði“ Frumkvöðullinn Nökkvi Fjalar Orrason er um þessar mundir búsettur í London en það er staður sem hann hefur dreymt um að búa á síðan hann man eftir sér. 9. janúar 2022 07:00