Lífið

Fram­kvæmdi háls­að­gerð inni á skemmti­stað í myrkri og við dúndrandi dans­tón­list

Stefán Árni Pálsson skrifar
Stefnir hefur verið sjúkraflutningamaður í áraraðir. 
Stefnir hefur verið sjúkraflutningamaður í áraraðir. 

Þættirnir Baklandið hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þeir fjalla um þegar fyrstu viðbragðsaðilar mæta á alvarlegan slysavettvang.

Í þættinum er farið yfir allskonar tilfelli en atburðirnir og staðsetningar þeirra kunna að hafa verið breytt vegna þagnarskyldu slökkviliðsins. Daníel Bjarnason er umsjónarmaður þáttanna.

Stefnir Snorrason sjúkraflutningamaður rifjaði upp ótrúlegt atvik í þættinum í gærkvöldi.

Eitt kvöldið fór hann í útkall á skemmtistað í Reykjavík og þar lá maður á gólfinu meðvitundarlaus eftir ofbeldisverknað á staðnum. Þegar teymið kemur inn er einstaklingurinn allur út í blóði.

„Ég reyndi fyrst að barkaþræða hann en öndunarvegurinn var alveg lokaður og því varð ég að framkvæma sérstaka aðgerð til að koma öndun í gang. Þetta tók allt sextán mínútur,“ segir Stefnir en vinnuaðstæðurnar voru mjög erfiðar þar sem þarna var dúndrandi danstónlist og myrkur inni á skemmtistaðnum.

Hér að neðan má sjá þegar Stefnir rifjar upp atvikið úr þættinum í gær.

Klippa: Fram­kvæmdi háls­að­gerð inni á skemmti­stað í myrkri og við dúndrandi dans­tón­list





Fleiri fréttir

Sjá meira


×