Klinkið

Þórdís Kolbrún eina konan með titil

Ritstjórn Innherja skrifar
Sumum finnst körlum gert heldur hátt undir höfði í Valhöll.
Sumum finnst körlum gert heldur hátt undir höfði í Valhöll.

Nokkurs titrings gætir innan Sjálfstæðisflokksins með kynjahlutföll stjórnenda eftir að tilkynnt var um ráðningar í tvær þungavigtarstöður innan flokksins í gær. Varaformaðurinn er eina konan með titil í stjórnkerfi flokksins.

Líkt og Innherji greindi fyrst frá var Tryggvi Másson ráðinn framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna í gær. Sigurbjörn Ingimundarson var ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri flokksins. Bætast þeir tveir við hóp karla sem skipa stjórnkerfi Sjálfstæðisflokksins.

Þannig er formaðurinn karl og þingflokksformaðurinn líka. Framkvæmdastjóri flokksins er karlkyns og framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokksins einnig. 

Heimildamenn Innherja innan flokksins furða sig á hvers vegna varaformaðurinn Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, eina konan sem gegnir áhrifastöðu í stjórnkerfi flokksins, leggi ekki meiri áherslu á framgang kvenna innanflokks. 


Klinkið er vettvangur Innherja þar sem dregin er upp mynd og veitt innsýn í bakherbergi viðskipta, stjórnmála og atvinnulífs á landinu.


Innherji er nýr sjálfstæður áskriftarmiðill innan Vísis sem mun einkum beina kastljósinu að viðskiptalífinu, efnahagsmálum og stjórnmálum. Fyrst um sinn verður efnið endurgjaldslaust og aðgengilegt öllum á Vísi en með tímanum verður einungis hægt að nálgast Innherja gegn greiðslu. Áhersla er lögð á vandaðar fréttir, fréttaskýringar, viðtöl og hlaðvörp auk þess sem Innherja er ætlaður að vera vettvangur skoðanaskipta fólks úr atvinnulífinu og stjórnmálum.


Tengdar fréttir






×