Segir mataræði grunninn að því að losa sig við kviðfitu Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2022 10:31 Þorbjörg er næringarþerapisti. Hjúkrunarfræðingurinn og næringarþerapistinn Þorbjörg Hafsteinsdóttir hefur sérhæft sig í náttúrulegum leiðum til heilbrigðara lífs. Hún hefur skoðað hvernig Keto lágkolvetna mataræðið getur bæði grennt, aukið orku og úthald auk þess að minnka magamálið. Vala Matt ræddi við Þorbjörgu í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi en hún gaf á dögunum út bókina Ketóflex þar sem skoðað er hvernig má nota Ketoflex sem lífsstíl en á aðeins frjálslegri máta en venjulegt Keto. Þorbjörg segir að það sé ein góð leið til að losna við stóran maga. „Mig langar svo að vera hraust gömul kona og eldast vel eða vera ung í mörg mörg ár,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. „Þetta snýst um mataræði, hreyfingu og þegar maður er komin í plús fimmtíu verður maður aðeins að stöðuhækka sig þar. Það eru bæði lyftingar og nota vöðvana sem er mikilvægt bæði fyrir konur og karla til að viðhalda góðum vöðvamassa og svo er þetta líka mjög skemmtilegt. Ég geri það alveg þrisvar í viku og svo er ég í jóga og stunda köld böð, sjósund sem er að gera alveg rosalega gott fyrir mig.“ Megum ekki vera með skert insúlínnæmi Vala spurði Þorbjörgu að því hvernig hún nær að vera með svona sléttan maga. „Ég er ekki alveg með flatan maga en ég er með ágætis vöðva undir. Ég er með fitu líka sem er allt í lagi og ég hef engar áhyggjur af því. En ég er ekki með það mikla fitu á maganum svo að hún sé að mynda bólgur og flækjast fyrir líffærum mínum sem eru undir. Þegar við erum komin þangað erum við komin í það sem við köllum skert insúlínnæmi og þá getur verið hætta á að maður verði algjörlega óinsúlínnæmur. Þá erum við komin út í þetta sykursýki 2.“ Hún segir að grunnurinn til að losna við kviðfitu sé mataræðið. „Við þurfum að huga vel að því hvað við erum að borða og hvað það er sem býr til þessa fitu. Þessi einföldu kolvetni eins og til dæmis hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og sterkjan sem er í korni, í brauði, kexi, kökum og bara nammið og ekki talað um gosið,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hallist að því að gervisykur geti einnig haft þessi áhrif eins og venjulegur sykur. „Við þurfum að stjórna insúlíninu og það gerum við með að fara í lágkolvetnafæði. Taka út sykurinn og við veljum kolvetnin rétt. Brauðið verður að fara, allavega hvíta brauðið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira
Hún hefur skoðað hvernig Keto lágkolvetna mataræðið getur bæði grennt, aukið orku og úthald auk þess að minnka magamálið. Vala Matt ræddi við Þorbjörgu í Íslandi í dag á Stöð 2í gærkvöldi en hún gaf á dögunum út bókina Ketóflex þar sem skoðað er hvernig má nota Ketoflex sem lífsstíl en á aðeins frjálslegri máta en venjulegt Keto. Þorbjörg segir að það sé ein góð leið til að losna við stóran maga. „Mig langar svo að vera hraust gömul kona og eldast vel eða vera ung í mörg mörg ár,“ segir Þorbjörg og heldur áfram. „Þetta snýst um mataræði, hreyfingu og þegar maður er komin í plús fimmtíu verður maður aðeins að stöðuhækka sig þar. Það eru bæði lyftingar og nota vöðvana sem er mikilvægt bæði fyrir konur og karla til að viðhalda góðum vöðvamassa og svo er þetta líka mjög skemmtilegt. Ég geri það alveg þrisvar í viku og svo er ég í jóga og stunda köld böð, sjósund sem er að gera alveg rosalega gott fyrir mig.“ Megum ekki vera með skert insúlínnæmi Vala spurði Þorbjörgu að því hvernig hún nær að vera með svona sléttan maga. „Ég er ekki alveg með flatan maga en ég er með ágætis vöðva undir. Ég er með fitu líka sem er allt í lagi og ég hef engar áhyggjur af því. En ég er ekki með það mikla fitu á maganum svo að hún sé að mynda bólgur og flækjast fyrir líffærum mínum sem eru undir. Þegar við erum komin þangað erum við komin í það sem við köllum skert insúlínnæmi og þá getur verið hætta á að maður verði algjörlega óinsúlínnæmur. Þá erum við komin út í þetta sykursýki 2.“ Hún segir að grunnurinn til að losna við kviðfitu sé mataræðið. „Við þurfum að huga vel að því hvað við erum að borða og hvað það er sem býr til þessa fitu. Þessi einföldu kolvetni eins og til dæmis hvítt hveiti, hvít hrísgrjón og sterkjan sem er í korni, í brauði, kexi, kökum og bara nammið og ekki talað um gosið,“ segir Þorbjörg og bætir við að hún hallist að því að gervisykur geti einnig haft þessi áhrif eins og venjulegur sykur. „Við þurfum að stjórna insúlíninu og það gerum við með að fara í lágkolvetnafæði. Taka út sykurinn og við veljum kolvetnin rétt. Brauðið verður að fara, allavega hvíta brauðið.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Sjá meira