Nær útilokað að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu Sindri Sverrisson skrifar 4. janúar 2022 15:30 Vetrarólympíuleikarnir eiga að standa yfir frá 4.-20. febrúar. Getty Nú þegar akkúrat mánuður er í að Vetrarólympíuleikarnir eigi að hefjast í Peking hafa ýmsir lýst yfir efasemdum um að rétt sé að halda leikana í ljósi mikillar útbreiðslu kórónuveirusmita. Ekki stendur þó til að fresta leikunum. Dick Pound, sem situr í stjórn alþjóða ólympíunefndarinnar, segir afar ólíklegt að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu. Öllum sé ljós mikil útbreiðsla smita en að það verði einfaldlega að hafa það þó að keppendur, jafnvel sumar af stórstjörnum vetraríþróttanna, missi af leikunum. Sem dæmi má nefna að bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin greindist með Covid í síðustu viku, líkt og tíu meðlimir kanadíska bobsleðaliðsins, og NHL-deildin ákvað í síðasta mánuði að leikmenn deildarinnar færu ekki í keppni í íshokkí á leikunum. „Áhyggjurnar snúast að öllu fólkinu sem er ekki enn komið til Kína. Hvort að það detti út eitt af öðru og að við missum út keppanda á sleða hér eða skautum þar. Ef að þetta yrði þannig að það væru bara kínverskir íþróttamenn á svæðinu þá yrði ekki hægt að líta á þetta sem Ólympíuleika,“ sagði Pound. Sumarólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna faraldursins og þeir haldnir síðasta sumar. Aðspurður hverjar líkurnar væru á að Vetrarólympíuleikunum yrði frestað svaraði Pound því að líkurnar væru mjög litlar. „Það væri vitleysa að reyna að giska á líkurnar. Þetta er möguleiki sem er ekki alveg hægt að afskrifa en staðan er ekki þannig að heilu þjóðirnar segist ekki ætla að fara á leikana. Það er synd ef að „íþróttamaður X“ getur ekki verið með en við erum þá samt með nokkur hundruð keppendur sem geta það. Maður hættir ekki við leikana, jafnvel þó að um sé að ræða einhverjar af stjörnunum,“ sagði Pound. Allir séu þó meðvitaðir um að staðan sé alvarleg. „Ég held að það sé ekki hægt að fresta úr þessu. Það er nánast að öllu leyti þannig að örin er farin úr boganum. Leikarnir hefjast 4. febrúar og það þyrfti rosalegt áfall til að eitthvað breyttist úr þessu,“ sagði Pound og nefndi sem dæmi að heilbrigðisyfirvöld færu að láta loka landamærum vegna veirunnar. „Allir með greindarvísitölu yfir stofuhita hafa auðvitað áhyggjur og vita að sá möguleiki er til staðar að það verði frestað, þó að við teljum að það gerist ekki. Íþróttafólkið er að keppa og það munu koma upp tilvik. Spurningin er hve mörg og hvort um verði að ræða slíkt hamfaraflóð að það borgi sig ekki lengur að halda leikana,“ sagði Pound. Skipuleggjendur leikanna í Peking hafa ítrekað útilokað þann möguleika að leikunum verði frestað og bent á að vandlega verði gætt að smitvörnum, allir þátttakendur teknir í smitpróf daglega og þeim haldið aðskildum frá heimamönnum sem ekki starfi við leikana. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Dick Pound, sem situr í stjórn alþjóða ólympíunefndarinnar, segir afar ólíklegt að Vetrarólympíuleikunum verði frestað úr þessu. Öllum sé ljós mikil útbreiðsla smita en að það verði einfaldlega að hafa það þó að keppendur, jafnvel sumar af stórstjörnum vetraríþróttanna, missi af leikunum. Sem dæmi má nefna að bandaríska skíðastjarnan Mikaela Shiffrin greindist með Covid í síðustu viku, líkt og tíu meðlimir kanadíska bobsleðaliðsins, og NHL-deildin ákvað í síðasta mánuði að leikmenn deildarinnar færu ekki í keppni í íshokkí á leikunum. „Áhyggjurnar snúast að öllu fólkinu sem er ekki enn komið til Kína. Hvort að það detti út eitt af öðru og að við missum út keppanda á sleða hér eða skautum þar. Ef að þetta yrði þannig að það væru bara kínverskir íþróttamenn á svæðinu þá yrði ekki hægt að líta á þetta sem Ólympíuleika,“ sagði Pound. Sumarólympíuleikunum í Tókýó var frestað um eitt ár vegna faraldursins og þeir haldnir síðasta sumar. Aðspurður hverjar líkurnar væru á að Vetrarólympíuleikunum yrði frestað svaraði Pound því að líkurnar væru mjög litlar. „Það væri vitleysa að reyna að giska á líkurnar. Þetta er möguleiki sem er ekki alveg hægt að afskrifa en staðan er ekki þannig að heilu þjóðirnar segist ekki ætla að fara á leikana. Það er synd ef að „íþróttamaður X“ getur ekki verið með en við erum þá samt með nokkur hundruð keppendur sem geta það. Maður hættir ekki við leikana, jafnvel þó að um sé að ræða einhverjar af stjörnunum,“ sagði Pound. Allir séu þó meðvitaðir um að staðan sé alvarleg. „Ég held að það sé ekki hægt að fresta úr þessu. Það er nánast að öllu leyti þannig að örin er farin úr boganum. Leikarnir hefjast 4. febrúar og það þyrfti rosalegt áfall til að eitthvað breyttist úr þessu,“ sagði Pound og nefndi sem dæmi að heilbrigðisyfirvöld færu að láta loka landamærum vegna veirunnar. „Allir með greindarvísitölu yfir stofuhita hafa auðvitað áhyggjur og vita að sá möguleiki er til staðar að það verði frestað, þó að við teljum að það gerist ekki. Íþróttafólkið er að keppa og það munu koma upp tilvik. Spurningin er hve mörg og hvort um verði að ræða slíkt hamfaraflóð að það borgi sig ekki lengur að halda leikana,“ sagði Pound. Skipuleggjendur leikanna í Peking hafa ítrekað útilokað þann möguleika að leikunum verði frestað og bent á að vandlega verði gætt að smitvörnum, allir þátttakendur teknir í smitpróf daglega og þeim haldið aðskildum frá heimamönnum sem ekki starfi við leikana.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kína Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira