Inga Sæland ánægð með skaupið: „Ég er búin að marghlæja að þessu“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. janúar 2022 21:50 Til vinstri má sjá hina raunverulegu Ingu Sæland, í miklu stuði eftir að fyrstu tölur bárust í Alþingiskosningunum í september. Til hægri má hins vegar sjá Áramótaskaups-Ingu, sem leikin var af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur. Samsett/Skjáskot Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er hæstánægð með það stóra hlutverk sem hún og hennar flokkur fékk í Áramótaskaupi Ríkisútvarpsins þessi áramótin. Hún er búin að horfa á skaupið þrisvar og hyggst gera það oftar, svo ánægð var hún með það. Hún segist ekki taka það inn á sig að gert hafi verið grín að henni í skaupinu. „Auðvitað horfði ég á skaupið og ég er bara ofurstolt. Við vorum þarna stjörnum prýdd, Flokkur fólksins,“ sagði Inga þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar og innti eftir viðbrögðum við Skaupinu. Í einu atriði skaupsins var Inga stödd í leiðtogaumræðum á RÚV. Þar fengu áhorfendur að heyra hvað fulltrúar flokkanna sem voru í framboði til Alþingiskosninganna voru að hugsa. Það er þangað til Inga, sem leikin var af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, sagði: „Ég segi upphátt allt sem ég hugsa. Líka núna. Ég elska að hlusta á Meatloaf og ryksuga. Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra. Halló Hafnarfjörður, dingdong, bingó!“ Inga kveðst hafa hlegið mikið að atriðinu og finnst „bara töff að taka Meatloaf og ryksuguna á þetta,“ eins og hún kemst sjálf að orði. Þá er hún afar ánægð með leik Ólafíu Hrannar. „Við erum svo sem ekkert líkar á áferðina, en hún var alveg með taktana. Ég hélt nú kannski að þau myndu láta Sóla Hólm leika mig, hann gerir það svo vel.“ Ekkert bjarg of hátt fyrir Flokk fólksins Í öðru atriði í skaupinu hélt Inga, aftur leikin af Ólafíu Hrönn, eins konar predikun sem braust út í svo kraftmikinn söng að fólk sem studdist við hjálpartæki til að ganga gat allt í einu staðið á fætur og dansað hjálparlaust. Þar söng hún lagið Ain‘t No Mountain High Enough, með íslenskum texta, og sagði meðal annars að ekkert fjall væri nógu hátt til að halda Flokki fólksins frá þingi. Inga var einkar ánægð með atriðið og sagði raunar engu logið. „Þetta var allt satt. Það er ekki til það háa bjarg sem Flokkur fólksins getur ekki klifið.“ Í atriðinu mátti sjá bregða fyrir samflokksmönnum Ingu, þeim Tómasi A. Tómassyni, betur þekktum sem Tomma á Búllunni, sem leikinn var af Ladda, og Jakobi Frímanni Magnússyni. Freyr Eyjólfsson fór með hlutverk hans og lék af ástríðu á hljómborð meðan Inga söng. „Ég er bara enn að syngja þetta. Maður verður að læra textann, því við Jakob eigum örugglega eftir að spila þetta þegar við förum á flandur um landið,“ segir Inga og hlær við. Kemst ekki í skaupið nema eftir þér sé tekið Allt í allt segist Inga ánægð að hafa verið í jafn stóru hlutverki í skaupinu og raun bar vitni. Hún komi stolt undan skaupi. „Því það fær enginn að vera í skaupinu nema hann sé umdeildur og eftir honum sé tekið,“ segir Inga og bætir við að henni hafi raunar þótt skaupið allt vera hin mesta meistarasmíð. „Ég er búin að marghlæja að þessu, þetta var alveg æðislegt. Þau eru öll svo frábær, þetta eru náttúrulega okkar bestu leikarar og þau tóku vítt og breitt það sem gerðist yfir árið.“ Inga er búin að horfa þrisvar sinnum á skaupið frá því það var frumsýnt í gærkvöldi, og ætlar sér að horfa oftar. „Því maður sér alltaf eitthvað nýtt og meira til að hlæja að. Að lokum segi ég bara áfram veginn og gleðilegt 2022. Rosalega á þetta eftir að verða mikið betra ár en það síðasta.“ Áramót Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Flokkur fólksins Mest lesið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira
„Auðvitað horfði ég á skaupið og ég er bara ofurstolt. Við vorum þarna stjörnum prýdd, Flokkur fólksins,“ sagði Inga þegar blaðamaður sló á þráðinn til hennar og innti eftir viðbrögðum við Skaupinu. Í einu atriði skaupsins var Inga stödd í leiðtogaumræðum á RÚV. Þar fengu áhorfendur að heyra hvað fulltrúar flokkanna sem voru í framboði til Alþingiskosninganna voru að hugsa. Það er þangað til Inga, sem leikin var af Ólafíu Hrönn Jónsdóttur, sagði: „Ég segi upphátt allt sem ég hugsa. Líka núna. Ég elska að hlusta á Meatloaf og ryksuga. Ég er komin til að sjá og sigra, Sigurjón digra. Halló Hafnarfjörður, dingdong, bingó!“ Inga kveðst hafa hlegið mikið að atriðinu og finnst „bara töff að taka Meatloaf og ryksuguna á þetta,“ eins og hún kemst sjálf að orði. Þá er hún afar ánægð með leik Ólafíu Hrannar. „Við erum svo sem ekkert líkar á áferðina, en hún var alveg með taktana. Ég hélt nú kannski að þau myndu láta Sóla Hólm leika mig, hann gerir það svo vel.“ Ekkert bjarg of hátt fyrir Flokk fólksins Í öðru atriði í skaupinu hélt Inga, aftur leikin af Ólafíu Hrönn, eins konar predikun sem braust út í svo kraftmikinn söng að fólk sem studdist við hjálpartæki til að ganga gat allt í einu staðið á fætur og dansað hjálparlaust. Þar söng hún lagið Ain‘t No Mountain High Enough, með íslenskum texta, og sagði meðal annars að ekkert fjall væri nógu hátt til að halda Flokki fólksins frá þingi. Inga var einkar ánægð með atriðið og sagði raunar engu logið. „Þetta var allt satt. Það er ekki til það háa bjarg sem Flokkur fólksins getur ekki klifið.“ Í atriðinu mátti sjá bregða fyrir samflokksmönnum Ingu, þeim Tómasi A. Tómassyni, betur þekktum sem Tomma á Búllunni, sem leikinn var af Ladda, og Jakobi Frímanni Magnússyni. Freyr Eyjólfsson fór með hlutverk hans og lék af ástríðu á hljómborð meðan Inga söng. „Ég er bara enn að syngja þetta. Maður verður að læra textann, því við Jakob eigum örugglega eftir að spila þetta þegar við förum á flandur um landið,“ segir Inga og hlær við. Kemst ekki í skaupið nema eftir þér sé tekið Allt í allt segist Inga ánægð að hafa verið í jafn stóru hlutverki í skaupinu og raun bar vitni. Hún komi stolt undan skaupi. „Því það fær enginn að vera í skaupinu nema hann sé umdeildur og eftir honum sé tekið,“ segir Inga og bætir við að henni hafi raunar þótt skaupið allt vera hin mesta meistarasmíð. „Ég er búin að marghlæja að þessu, þetta var alveg æðislegt. Þau eru öll svo frábær, þetta eru náttúrulega okkar bestu leikarar og þau tóku vítt og breitt það sem gerðist yfir árið.“ Inga er búin að horfa þrisvar sinnum á skaupið frá því það var frumsýnt í gærkvöldi, og ætlar sér að horfa oftar. „Því maður sér alltaf eitthvað nýtt og meira til að hlæja að. Að lokum segi ég bara áfram veginn og gleðilegt 2022. Rosalega á þetta eftir að verða mikið betra ár en það síðasta.“
Áramót Áramótaskaupið Ríkisútvarpið Flokkur fólksins Mest lesið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Lífið Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Lífið Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Lífið Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Lífið Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Lífið Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Lífið Fleiri fréttir Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Óvænt tenging lögmanna í tveimur stærstu málum ársins Fólk hafi áhyggjur ef jólalegasta húsið í bænum er ekki skreytt Glasi grýtt í andlit Foxx á afmæli hans Bein útsending: Litlu jól Blökastsins Besta brúðkaupsmynd ársins tekin í íshelli á Íslandi Sjá meira