Myndband: Amazon Rivian bílar farnir að sjást á götum úti Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. desember 2021 07:01 Séð aftan á rafsendibíl frá Rivian. Amazon pantaði 100.000 sendibíla frá Rivian sem nú eru farnir að koma á göturnar. Markmiðið er að rafvæða sendibílaflotaflota Amazon og að fyrirtækið verði kolefnishlutlaut fyrir árið 2040. Hér að neðan er myndband síðan í haust. Myndbandið er frá Amazon þar sem bílarnir eru kynntir til leiks. Svo virðist sem 14, 20 og 25,5 rúmmetra bílar verði í boði. Það væri áhugavert að sjá rafsendibílinn við hlið brunahreyfilssendibíla Amazon, sem eru af ýmsum stærðum og gerðum allt frá litlum sendibílum yfir í stóra kassabíla. EVD 500 eða 14 rúmmetra bíllinn á að vera með drægni upp á um 241 kílómetra, sá 20 rúmmetra verður með sömu drægni. En sá sem er 25,5 rúmmetrar verður með um 193 km drægni. Sá stærsti átti upprunalega að vera síðastur í framleiðslu, ekki er ljóst hvort breytingar hafi orðið á því. Rivian hefði geta framleitt smærri bíla sem væru þá líklega með meiri drægni. Bíllinn er merkilega stór að sjá á myndböndum sem náðst hafa á götum úti í Michigan. Look what I just spotted! A @Rivian @amazon Van charging at a (rather rusty ) @evgonetwork station in Woodhaven, Michigan So cool to see one in person!! It's so big pic.twitter.com/Yov3CFQ2uh— MissGoElectric (@MissGoElectric) December 22, 2021 Hér má sjá myndband frá MissGoElectric sem sá Rivian Amazon í hleðslu á frekar ryðgaðri hleðslustöð í Woodhaven, Michigan.Amazon fjárfesti um 700 milljónum dollara eða um 91 milljarði króna í Rivian í febrúar árið 2019. Ford fjárfesti fyrir 500 milljónir dollara í Rivian um 65 milljarða króna. Vistvænir bílar Amazon Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent
Hér að neðan er myndband síðan í haust. Myndbandið er frá Amazon þar sem bílarnir eru kynntir til leiks. Svo virðist sem 14, 20 og 25,5 rúmmetra bílar verði í boði. Það væri áhugavert að sjá rafsendibílinn við hlið brunahreyfilssendibíla Amazon, sem eru af ýmsum stærðum og gerðum allt frá litlum sendibílum yfir í stóra kassabíla. EVD 500 eða 14 rúmmetra bíllinn á að vera með drægni upp á um 241 kílómetra, sá 20 rúmmetra verður með sömu drægni. En sá sem er 25,5 rúmmetrar verður með um 193 km drægni. Sá stærsti átti upprunalega að vera síðastur í framleiðslu, ekki er ljóst hvort breytingar hafi orðið á því. Rivian hefði geta framleitt smærri bíla sem væru þá líklega með meiri drægni. Bíllinn er merkilega stór að sjá á myndböndum sem náðst hafa á götum úti í Michigan. Look what I just spotted! A @Rivian @amazon Van charging at a (rather rusty ) @evgonetwork station in Woodhaven, Michigan So cool to see one in person!! It's so big pic.twitter.com/Yov3CFQ2uh— MissGoElectric (@MissGoElectric) December 22, 2021 Hér má sjá myndband frá MissGoElectric sem sá Rivian Amazon í hleðslu á frekar ryðgaðri hleðslustöð í Woodhaven, Michigan.Amazon fjárfesti um 700 milljónum dollara eða um 91 milljarði króna í Rivian í febrúar árið 2019. Ford fjárfesti fyrir 500 milljónir dollara í Rivian um 65 milljarða króna.
Vistvænir bílar Amazon Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan Innlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent