Sáraroð frá Kerecis til hjálpar efnalitlum í þróunarríkjum Heimsljós 21. desember 2021 16:34 Alvarleg brunasár eru algeng hjá efnaminna fólki í Egyptalandi. Al Masr Flestir brunasjúklingar í Egyptaland eru konur og börn á leikskólaaldri. Framlag úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu verður nýtt til að styðja við samstarf lækningafyrirtækisins Kerecis og egypska Ahl Masr-sjúkrahússins um að nota íslenskt sáraroð við meðhöndlun alvarlegra brunasára. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis hafa undirritað samning um 30 milljóna króna stuðning ráðuneytisins úr Heimsmarkmiðasjóðnum við samfélagsverkefni Kerecis í Egyptalandi. „Alvarleg brunaslys sem tengjast notkun á steinolíu við eldamennsku eru sorglega algeng í Egyptalandi og einn af hverjum þremur sem lenda á sjúkrahúsi vegna slíkra áverka deyr af sárum sínum,“ segir Guðmundur Fertram, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis. „Við trúum því að okkur vörur geti bjargað mannslífum og aukið lífsgæði þeirra sem slasast með þessum hætti. Þess vegna ætlum við að kenna egypskum læknum að nota íslenskt sáraroð í brunameðferðum og erum þakklát fyrir stuðning ráðuneytisins. Hann gefur verkefninu aukinn slagkraft, auk þess að vera okkur mikil hvatning til góðra verka.“ Verkefnið fellur vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, meðal annars markmiðum um heilsu og vellíðan (markmið 3), jafnrétti kynjanna (markmið 5), góða atvinnu og hagvöxt (markmið 8) og nýsköpun og uppbyggingu (markmið 9). Fyrir tveimur árum valdi Kerecis ákveðin markmið af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og framgangur þeirra er rekinn þvert á starfsemi fyrirtækisins og birtur í ársskýrslu þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra, segir að framlag Kerecis skipti sköpum fyrir fátæka sjúklinga óháð kyni, aldri og efnahag en flestir brunasjúklingar í Egyptaland eru konur og börn á leikskólaaldri. „Bætt brunameðferð með íslensku sáraroði leiðir til þess að þau snúi fyrr aftur til náms eða vinnu auk þess sem langtíma færniskerðing og útlitslýti minnkar, sem aftur leiðir til aukinnar atvinnuþátttöku og minni útskúfunar. Þetta framlag Kerecis er því afar mikilvægt og stuðlar beinlínis að auknu jafnrétti. Ég hvet íslensk fyrirtæki til að leggjast á árar með okkur við að stuðla að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með aðstoð Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu,“ sagði Þórdís Kolbrún við undirritun samningsins í gær. Ahl Masr er góðgerðaspítali sem sérhæfir sig í meðhöndlun efnaminni sjúklinga, þeim að kostnaðarlausu. Kerecis veitir sérfræðingum Ahl Masr þjálfun og útvegar þeim lækningavörur. Verkefnið miðar einnig að því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun við notkun sáraroðs við brunameðferð í þróunarlöndum. Einnig verður unnið að því að þjálfa sérfræðinga sem geti annast kynningu og dreifingu á sáraroði til brunameðferð víðar í fátækari ríkjum heims í Afríku og Miðausturlöndum. Kerecis er ört vaxandi fyrirtæki og lækningavörur fyrirtækisins hafa sannað gildi sitt í óháðum rannsóknum. Þær eru m.a. notaðar við meðhöndlum þrálátra sára, t.d. vegna sykursýki og bruna í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er stefna fyrirtækisins að koma að mannúðarmálum, stuðla að sjálfbærni og hagvexti, auk þess að auka aðgengi sjúklinga að fyrsta flokks meðferðum óháð efnahag. Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður fyrirtæki sem áhuga hafa á að leggja sitt af mörkum við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til og með 3. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Egyptaland Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Framlag úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífs um þróunarsamvinnu verður nýtt til að styðja við samstarf lækningafyrirtækisins Kerecis og egypska Ahl Masr-sjúkrahússins um að nota íslenskt sáraroð við meðhöndlun alvarlegra brunasára. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra og Guðmundur Fertram Sigurjónsson forstjóri Kerecis hafa undirritað samning um 30 milljóna króna stuðning ráðuneytisins úr Heimsmarkmiðasjóðnum við samfélagsverkefni Kerecis í Egyptalandi. „Alvarleg brunaslys sem tengjast notkun á steinolíu við eldamennsku eru sorglega algeng í Egyptalandi og einn af hverjum þremur sem lenda á sjúkrahúsi vegna slíkra áverka deyr af sárum sínum,“ segir Guðmundur Fertram, stofnandi og framkvæmdastjóri Kerecis. „Við trúum því að okkur vörur geti bjargað mannslífum og aukið lífsgæði þeirra sem slasast með þessum hætti. Þess vegna ætlum við að kenna egypskum læknum að nota íslenskt sáraroð í brunameðferðum og erum þakklát fyrir stuðning ráðuneytisins. Hann gefur verkefninu aukinn slagkraft, auk þess að vera okkur mikil hvatning til góðra verka.“ Verkefnið fellur vel að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, meðal annars markmiðum um heilsu og vellíðan (markmið 3), jafnrétti kynjanna (markmið 5), góða atvinnu og hagvöxt (markmið 8) og nýsköpun og uppbyggingu (markmið 9). Fyrir tveimur árum valdi Kerecis ákveðin markmið af sautján heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og framgangur þeirra er rekinn þvert á starfsemi fyrirtækisins og birtur í ársskýrslu þess. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis og þróunarsamvinnuráðherra, segir að framlag Kerecis skipti sköpum fyrir fátæka sjúklinga óháð kyni, aldri og efnahag en flestir brunasjúklingar í Egyptaland eru konur og börn á leikskólaaldri. „Bætt brunameðferð með íslensku sáraroði leiðir til þess að þau snúi fyrr aftur til náms eða vinnu auk þess sem langtíma færniskerðing og útlitslýti minnkar, sem aftur leiðir til aukinnar atvinnuþátttöku og minni útskúfunar. Þetta framlag Kerecis er því afar mikilvægt og stuðlar beinlínis að auknu jafnrétti. Ég hvet íslensk fyrirtæki til að leggjast á árar með okkur við að stuðla að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna með aðstoð Heimsmarkmiðasjóðs atvinnulífs um þróunarsamvinnu,“ sagði Þórdís Kolbrún við undirritun samningsins í gær. Ahl Masr er góðgerðaspítali sem sérhæfir sig í meðhöndlun efnaminni sjúklinga, þeim að kostnaðarlausu. Kerecis veitir sérfræðingum Ahl Masr þjálfun og útvegar þeim lækningavörur. Verkefnið miðar einnig að því að efla nýsköpun, rannsóknir og þróun við notkun sáraroðs við brunameðferð í þróunarlöndum. Einnig verður unnið að því að þjálfa sérfræðinga sem geti annast kynningu og dreifingu á sáraroði til brunameðferð víðar í fátækari ríkjum heims í Afríku og Miðausturlöndum. Kerecis er ört vaxandi fyrirtæki og lækningavörur fyrirtækisins hafa sannað gildi sitt í óháðum rannsóknum. Þær eru m.a. notaðar við meðhöndlum þrálátra sára, t.d. vegna sykursýki og bruna í Bandaríkjunum og Evrópu. Það er stefna fyrirtækisins að koma að mannúðarmálum, stuðla að sjálfbærni og hagvexti, auk þess að auka aðgengi sjúklinga að fyrsta flokks meðferðum óháð efnahag. Heimsmarkmiðasjóður atvinnulífs um þróunarsamvinnu styður fyrirtæki sem áhuga hafa á að leggja sitt af mörkum við framgang heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun og ráðast í samstarfsverkefni í þróunarríkjum. Með því að styðja við eflingu atvinnu- og viðskiptalífs í þessum löndum gefst um leið tækifæri til að efla samkeppnishæfni á framtíðarmörkuðum. Opið er fyrir umsóknir í sjóðinn til og með 3. febrúar næstkomandi. Nánari upplýsingar er að finna á vef utanríkisráðuneytisins. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Egyptaland Þróunarsamvinna Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent