Áramótaskopi Ara frestað og verður febrúarskop Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2021 15:29 Löngu er uppselt á sýningarnar en alls 13,500 manns hafa keypt sér miða. Til stóð að Ari Eldjárn stigi á stokk í Háskólabíói um áramót, frá 26. desember til 7. janúar en nýjar og strangar sóttvarnarreglur hafa sett strik í reikninginn. „Ég er brjálæðislega hlýðinn góðborgari. Fylgi reglum og geri svo grín að því,“ segir Ari í samtali við Vísi: Að stíga á svið með grín er svo mikið rugl og óvissa hvort sem er. Verulegir hagsmunir í húfi Ari hefur nú slegið fyrirhuguðu skemmtanahaldi sínu í kringum áramótin á frest vegna hertra sóttvarnarástafana stjórnvalda sem kynntar voru í dag. Skemmtikrafturinn er furðu rólegur vegna þessa og slær á létta strengi í samtali við blaðamann, sem veit á stundum vart hvort hann er að tala við sjálfan sig, Kára Stefánsson eða Bubba. Þó eru miklir hagsmunir undir. Löngu uppselt er á viðburðinn, 15 sýningar og 900 gestir, alls 13,500 manns hafa keypt sér miða á Ara. Miðaverð er á bilinu 5.900 til 6.900 krónur sem þýðir þá að vel á 90 milljónir eru undir í veltu. „Já, ég er sáttur við að fresta þessu,“ segir Ari sem hefur staðið í ströngu í dag við að tala við þá fjölmörgu sem að sýningunni koma. Starfsfólk Háskólabíós, framkvæmda- og sýningarstjóra, ljósa- og hljóðmeistara. Ari segir að ekki þýði neitt annað en taka æðruleysið á þetta. Ef sýningin getur ekki farið fram nú um áramót þá verði hún bara á dagskrá í febrúar. „Þetta er sólósýning og ég er rosalega bjartsýnn hvað sem gerist. Reynslan sýnir að ef maður biður fólk að fresta þá vill mikill meirihluti halda í miða sína.“ Sýnir bara á stöðum sem byrja á H Ari segist nú ætla að halda gleðileg jól. Þetta þýði bara að sýningin verði enn betri, hann í færum með að bæta inn í sýninguna og þétta. Ari er merkilega rólegur þó miklir hagsmunir séu undir, enda fáránlega hlýðinn góðborgariAndri Marínó „Það eina sem hræddi mig var hvort hún væri nógu góð. Og ég hef sýnt hana sjö sinnum núna og það hefur gengið vel. Ég var á fjórum stöðum um helgina: Í Keflavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Selfossi.“ Núnú, voru það einskonar „off Broadway-sýningar“? „Já. Hljómahöll, Hótel Valaskjálf, Hof og Hótel Selfoss. Ég sýni bara á stöðum sem byrja á H. Stórmerkilegt. Bróðir minn, sem heitir Halldór, benti mér á þetta. En nafn hans byrjar einmitt á H. Svo er það sýningin í Háskólabíó,“ segir Ari. Og er merkilega rólegur og kátur í senn. Öfugt við flesta viðmælendur Vísis sem taka þessum takmörkunum misvel. „Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit bara að ég ræð þessu ekki og bíð bara spakur og rólegur eftir því hvernig fyrrverandi þjálfari KR segir mér og ég mun haga leikskipulagi að teknu tilliti til þess. Þétta vörnina núna.“ Tilkynning um breytt fyrirkomulag Ari og aðrir aðstandendur sýningarinnar hafa sent út sérstaka tilkynningu þar sem breytt fyrirkomulag er tilkynnt. Nú er stefnt að Febrúarskopi: Kæri miðahafi á Áramótaskop 2021, Í ljósi hertra sóttvarnareglna neyðumst við til að fresta uppfærslu Áramótaskopsins. Stefnt verður að því að færa sýningar fram í febrúar á nýju ári, ef sóttvarnarreglur leyfa. Það verður ekki séð að þessir ágallar á framkvæmd skopsins hafi nein áhrif á endanlega niðurstöðu. Ef eitthvað er, verður skopið enn betra í febrúar! Breytingar á sýningum eru fyrirhugaðar með eftirfarandi sniði: 26. desember -> 3. febrúar (fim) 27. desember -> 4. febrúar (fös) 28. desember -> 5. febrúar (lau) 29. desember -> 6. febrúar (sun) 30. desember -> 10. febrúar (fim) 1. janúar -> 11. febrúar (fös) 6. janúar -> 12. febrúar (lau) 7. janúar -> 13. febrúar (sun) Velkomin í Áramótahringekjuna, þar sem ekkert er öruggt og allt getur gerst! Miðarnir þínir gilda sjálfkrafa áfram á nýrri dagsetningu og þú þarft ekkert að aðhafast frekar. Þú getur einnig fengið miðana þína endurgreidda kjósir þú það. Þá er best fyrir þig að smella á "Skoða Pöntun" hér fyrir neðan og velja að fá endurgreitt þar. Miðað er við 14 daga frest til að biðja um endurgreiðslu. Við munum hafa samband og uppfæra allar upplýsingar eftir því sem við á. Nefnd um staðfestingu sýningartíma mun vonandi skila af sér áliti einhverntíma á næstu 8 til 12 vikum. Við biðjumst innilega velvirðingar á þessum óþægindum en vonum að þessar ráðstafanir mæti skilningi í ljósi aðstæðna. Kær kveðja og gleðileg jól, Ari Eldjárn Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Uppistand Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bó slaufar sínum Litlu jólum Hinn ástsæli tónlistarmaður Björgvin Halldórsson, eða bara Bó, hefur slegið sína hefðbundnu jólatónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði af. 21. desember 2021 14:14 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
„Ég er brjálæðislega hlýðinn góðborgari. Fylgi reglum og geri svo grín að því,“ segir Ari í samtali við Vísi: Að stíga á svið með grín er svo mikið rugl og óvissa hvort sem er. Verulegir hagsmunir í húfi Ari hefur nú slegið fyrirhuguðu skemmtanahaldi sínu í kringum áramótin á frest vegna hertra sóttvarnarástafana stjórnvalda sem kynntar voru í dag. Skemmtikrafturinn er furðu rólegur vegna þessa og slær á létta strengi í samtali við blaðamann, sem veit á stundum vart hvort hann er að tala við sjálfan sig, Kára Stefánsson eða Bubba. Þó eru miklir hagsmunir undir. Löngu uppselt er á viðburðinn, 15 sýningar og 900 gestir, alls 13,500 manns hafa keypt sér miða á Ara. Miðaverð er á bilinu 5.900 til 6.900 krónur sem þýðir þá að vel á 90 milljónir eru undir í veltu. „Já, ég er sáttur við að fresta þessu,“ segir Ari sem hefur staðið í ströngu í dag við að tala við þá fjölmörgu sem að sýningunni koma. Starfsfólk Háskólabíós, framkvæmda- og sýningarstjóra, ljósa- og hljóðmeistara. Ari segir að ekki þýði neitt annað en taka æðruleysið á þetta. Ef sýningin getur ekki farið fram nú um áramót þá verði hún bara á dagskrá í febrúar. „Þetta er sólósýning og ég er rosalega bjartsýnn hvað sem gerist. Reynslan sýnir að ef maður biður fólk að fresta þá vill mikill meirihluti halda í miða sína.“ Sýnir bara á stöðum sem byrja á H Ari segist nú ætla að halda gleðileg jól. Þetta þýði bara að sýningin verði enn betri, hann í færum með að bæta inn í sýninguna og þétta. Ari er merkilega rólegur þó miklir hagsmunir séu undir, enda fáránlega hlýðinn góðborgariAndri Marínó „Það eina sem hræddi mig var hvort hún væri nógu góð. Og ég hef sýnt hana sjö sinnum núna og það hefur gengið vel. Ég var á fjórum stöðum um helgina: Í Keflavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Selfossi.“ Núnú, voru það einskonar „off Broadway-sýningar“? „Já. Hljómahöll, Hótel Valaskjálf, Hof og Hótel Selfoss. Ég sýni bara á stöðum sem byrja á H. Stórmerkilegt. Bróðir minn, sem heitir Halldór, benti mér á þetta. En nafn hans byrjar einmitt á H. Svo er það sýningin í Háskólabíó,“ segir Ari. Og er merkilega rólegur og kátur í senn. Öfugt við flesta viðmælendur Vísis sem taka þessum takmörkunum misvel. „Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit bara að ég ræð þessu ekki og bíð bara spakur og rólegur eftir því hvernig fyrrverandi þjálfari KR segir mér og ég mun haga leikskipulagi að teknu tilliti til þess. Þétta vörnina núna.“ Tilkynning um breytt fyrirkomulag Ari og aðrir aðstandendur sýningarinnar hafa sent út sérstaka tilkynningu þar sem breytt fyrirkomulag er tilkynnt. Nú er stefnt að Febrúarskopi: Kæri miðahafi á Áramótaskop 2021, Í ljósi hertra sóttvarnareglna neyðumst við til að fresta uppfærslu Áramótaskopsins. Stefnt verður að því að færa sýningar fram í febrúar á nýju ári, ef sóttvarnarreglur leyfa. Það verður ekki séð að þessir ágallar á framkvæmd skopsins hafi nein áhrif á endanlega niðurstöðu. Ef eitthvað er, verður skopið enn betra í febrúar! Breytingar á sýningum eru fyrirhugaðar með eftirfarandi sniði: 26. desember -> 3. febrúar (fim) 27. desember -> 4. febrúar (fös) 28. desember -> 5. febrúar (lau) 29. desember -> 6. febrúar (sun) 30. desember -> 10. febrúar (fim) 1. janúar -> 11. febrúar (fös) 6. janúar -> 12. febrúar (lau) 7. janúar -> 13. febrúar (sun) Velkomin í Áramótahringekjuna, þar sem ekkert er öruggt og allt getur gerst! Miðarnir þínir gilda sjálfkrafa áfram á nýrri dagsetningu og þú þarft ekkert að aðhafast frekar. Þú getur einnig fengið miðana þína endurgreidda kjósir þú það. Þá er best fyrir þig að smella á "Skoða Pöntun" hér fyrir neðan og velja að fá endurgreitt þar. Miðað er við 14 daga frest til að biðja um endurgreiðslu. Við munum hafa samband og uppfæra allar upplýsingar eftir því sem við á. Nefnd um staðfestingu sýningartíma mun vonandi skila af sér áliti einhverntíma á næstu 8 til 12 vikum. Við biðjumst innilega velvirðingar á þessum óþægindum en vonum að þessar ráðstafanir mæti skilningi í ljósi aðstæðna. Kær kveðja og gleðileg jól, Ari Eldjárn
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Uppistand Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bó slaufar sínum Litlu jólum Hinn ástsæli tónlistarmaður Björgvin Halldórsson, eða bara Bó, hefur slegið sína hefðbundnu jólatónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði af. 21. desember 2021 14:14 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Sjá meira
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03
Bó slaufar sínum Litlu jólum Hinn ástsæli tónlistarmaður Björgvin Halldórsson, eða bara Bó, hefur slegið sína hefðbundnu jólatónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði af. 21. desember 2021 14:14