Áramótaskopi Ara frestað og verður febrúarskop Jakob Bjarnar skrifar 21. desember 2021 15:29 Löngu er uppselt á sýningarnar en alls 13,500 manns hafa keypt sér miða. Til stóð að Ari Eldjárn stigi á stokk í Háskólabíói um áramót, frá 26. desember til 7. janúar en nýjar og strangar sóttvarnarreglur hafa sett strik í reikninginn. „Ég er brjálæðislega hlýðinn góðborgari. Fylgi reglum og geri svo grín að því,“ segir Ari í samtali við Vísi: Að stíga á svið með grín er svo mikið rugl og óvissa hvort sem er. Verulegir hagsmunir í húfi Ari hefur nú slegið fyrirhuguðu skemmtanahaldi sínu í kringum áramótin á frest vegna hertra sóttvarnarástafana stjórnvalda sem kynntar voru í dag. Skemmtikrafturinn er furðu rólegur vegna þessa og slær á létta strengi í samtali við blaðamann, sem veit á stundum vart hvort hann er að tala við sjálfan sig, Kára Stefánsson eða Bubba. Þó eru miklir hagsmunir undir. Löngu uppselt er á viðburðinn, 15 sýningar og 900 gestir, alls 13,500 manns hafa keypt sér miða á Ara. Miðaverð er á bilinu 5.900 til 6.900 krónur sem þýðir þá að vel á 90 milljónir eru undir í veltu. „Já, ég er sáttur við að fresta þessu,“ segir Ari sem hefur staðið í ströngu í dag við að tala við þá fjölmörgu sem að sýningunni koma. Starfsfólk Háskólabíós, framkvæmda- og sýningarstjóra, ljósa- og hljóðmeistara. Ari segir að ekki þýði neitt annað en taka æðruleysið á þetta. Ef sýningin getur ekki farið fram nú um áramót þá verði hún bara á dagskrá í febrúar. „Þetta er sólósýning og ég er rosalega bjartsýnn hvað sem gerist. Reynslan sýnir að ef maður biður fólk að fresta þá vill mikill meirihluti halda í miða sína.“ Sýnir bara á stöðum sem byrja á H Ari segist nú ætla að halda gleðileg jól. Þetta þýði bara að sýningin verði enn betri, hann í færum með að bæta inn í sýninguna og þétta. Ari er merkilega rólegur þó miklir hagsmunir séu undir, enda fáránlega hlýðinn góðborgariAndri Marínó „Það eina sem hræddi mig var hvort hún væri nógu góð. Og ég hef sýnt hana sjö sinnum núna og það hefur gengið vel. Ég var á fjórum stöðum um helgina: Í Keflavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Selfossi.“ Núnú, voru það einskonar „off Broadway-sýningar“? „Já. Hljómahöll, Hótel Valaskjálf, Hof og Hótel Selfoss. Ég sýni bara á stöðum sem byrja á H. Stórmerkilegt. Bróðir minn, sem heitir Halldór, benti mér á þetta. En nafn hans byrjar einmitt á H. Svo er það sýningin í Háskólabíó,“ segir Ari. Og er merkilega rólegur og kátur í senn. Öfugt við flesta viðmælendur Vísis sem taka þessum takmörkunum misvel. „Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit bara að ég ræð þessu ekki og bíð bara spakur og rólegur eftir því hvernig fyrrverandi þjálfari KR segir mér og ég mun haga leikskipulagi að teknu tilliti til þess. Þétta vörnina núna.“ Tilkynning um breytt fyrirkomulag Ari og aðrir aðstandendur sýningarinnar hafa sent út sérstaka tilkynningu þar sem breytt fyrirkomulag er tilkynnt. Nú er stefnt að Febrúarskopi: Kæri miðahafi á Áramótaskop 2021, Í ljósi hertra sóttvarnareglna neyðumst við til að fresta uppfærslu Áramótaskopsins. Stefnt verður að því að færa sýningar fram í febrúar á nýju ári, ef sóttvarnarreglur leyfa. Það verður ekki séð að þessir ágallar á framkvæmd skopsins hafi nein áhrif á endanlega niðurstöðu. Ef eitthvað er, verður skopið enn betra í febrúar! Breytingar á sýningum eru fyrirhugaðar með eftirfarandi sniði: 26. desember -> 3. febrúar (fim) 27. desember -> 4. febrúar (fös) 28. desember -> 5. febrúar (lau) 29. desember -> 6. febrúar (sun) 30. desember -> 10. febrúar (fim) 1. janúar -> 11. febrúar (fös) 6. janúar -> 12. febrúar (lau) 7. janúar -> 13. febrúar (sun) Velkomin í Áramótahringekjuna, þar sem ekkert er öruggt og allt getur gerst! Miðarnir þínir gilda sjálfkrafa áfram á nýrri dagsetningu og þú þarft ekkert að aðhafast frekar. Þú getur einnig fengið miðana þína endurgreidda kjósir þú það. Þá er best fyrir þig að smella á "Skoða Pöntun" hér fyrir neðan og velja að fá endurgreitt þar. Miðað er við 14 daga frest til að biðja um endurgreiðslu. Við munum hafa samband og uppfæra allar upplýsingar eftir því sem við á. Nefnd um staðfestingu sýningartíma mun vonandi skila af sér áliti einhverntíma á næstu 8 til 12 vikum. Við biðjumst innilega velvirðingar á þessum óþægindum en vonum að þessar ráðstafanir mæti skilningi í ljósi aðstæðna. Kær kveðja og gleðileg jól, Ari Eldjárn Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Uppistand Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bó slaufar sínum Litlu jólum Hinn ástsæli tónlistarmaður Björgvin Halldórsson, eða bara Bó, hefur slegið sína hefðbundnu jólatónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði af. 21. desember 2021 14:14 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
„Ég er brjálæðislega hlýðinn góðborgari. Fylgi reglum og geri svo grín að því,“ segir Ari í samtali við Vísi: Að stíga á svið með grín er svo mikið rugl og óvissa hvort sem er. Verulegir hagsmunir í húfi Ari hefur nú slegið fyrirhuguðu skemmtanahaldi sínu í kringum áramótin á frest vegna hertra sóttvarnarástafana stjórnvalda sem kynntar voru í dag. Skemmtikrafturinn er furðu rólegur vegna þessa og slær á létta strengi í samtali við blaðamann, sem veit á stundum vart hvort hann er að tala við sjálfan sig, Kára Stefánsson eða Bubba. Þó eru miklir hagsmunir undir. Löngu uppselt er á viðburðinn, 15 sýningar og 900 gestir, alls 13,500 manns hafa keypt sér miða á Ara. Miðaverð er á bilinu 5.900 til 6.900 krónur sem þýðir þá að vel á 90 milljónir eru undir í veltu. „Já, ég er sáttur við að fresta þessu,“ segir Ari sem hefur staðið í ströngu í dag við að tala við þá fjölmörgu sem að sýningunni koma. Starfsfólk Háskólabíós, framkvæmda- og sýningarstjóra, ljósa- og hljóðmeistara. Ari segir að ekki þýði neitt annað en taka æðruleysið á þetta. Ef sýningin getur ekki farið fram nú um áramót þá verði hún bara á dagskrá í febrúar. „Þetta er sólósýning og ég er rosalega bjartsýnn hvað sem gerist. Reynslan sýnir að ef maður biður fólk að fresta þá vill mikill meirihluti halda í miða sína.“ Sýnir bara á stöðum sem byrja á H Ari segist nú ætla að halda gleðileg jól. Þetta þýði bara að sýningin verði enn betri, hann í færum með að bæta inn í sýninguna og þétta. Ari er merkilega rólegur þó miklir hagsmunir séu undir, enda fáránlega hlýðinn góðborgariAndri Marínó „Það eina sem hræddi mig var hvort hún væri nógu góð. Og ég hef sýnt hana sjö sinnum núna og það hefur gengið vel. Ég var á fjórum stöðum um helgina: Í Keflavík, Egilsstöðum, Akureyri og á Selfossi.“ Núnú, voru það einskonar „off Broadway-sýningar“? „Já. Hljómahöll, Hótel Valaskjálf, Hof og Hótel Selfoss. Ég sýni bara á stöðum sem byrja á H. Stórmerkilegt. Bróðir minn, sem heitir Halldór, benti mér á þetta. En nafn hans byrjar einmitt á H. Svo er það sýningin í Háskólabíó,“ segir Ari. Og er merkilega rólegur og kátur í senn. Öfugt við flesta viðmælendur Vísis sem taka þessum takmörkunum misvel. „Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég veit bara að ég ræð þessu ekki og bíð bara spakur og rólegur eftir því hvernig fyrrverandi þjálfari KR segir mér og ég mun haga leikskipulagi að teknu tilliti til þess. Þétta vörnina núna.“ Tilkynning um breytt fyrirkomulag Ari og aðrir aðstandendur sýningarinnar hafa sent út sérstaka tilkynningu þar sem breytt fyrirkomulag er tilkynnt. Nú er stefnt að Febrúarskopi: Kæri miðahafi á Áramótaskop 2021, Í ljósi hertra sóttvarnareglna neyðumst við til að fresta uppfærslu Áramótaskopsins. Stefnt verður að því að færa sýningar fram í febrúar á nýju ári, ef sóttvarnarreglur leyfa. Það verður ekki séð að þessir ágallar á framkvæmd skopsins hafi nein áhrif á endanlega niðurstöðu. Ef eitthvað er, verður skopið enn betra í febrúar! Breytingar á sýningum eru fyrirhugaðar með eftirfarandi sniði: 26. desember -> 3. febrúar (fim) 27. desember -> 4. febrúar (fös) 28. desember -> 5. febrúar (lau) 29. desember -> 6. febrúar (sun) 30. desember -> 10. febrúar (fim) 1. janúar -> 11. febrúar (fös) 6. janúar -> 12. febrúar (lau) 7. janúar -> 13. febrúar (sun) Velkomin í Áramótahringekjuna, þar sem ekkert er öruggt og allt getur gerst! Miðarnir þínir gilda sjálfkrafa áfram á nýrri dagsetningu og þú þarft ekkert að aðhafast frekar. Þú getur einnig fengið miðana þína endurgreidda kjósir þú það. Þá er best fyrir þig að smella á "Skoða Pöntun" hér fyrir neðan og velja að fá endurgreitt þar. Miðað er við 14 daga frest til að biðja um endurgreiðslu. Við munum hafa samband og uppfæra allar upplýsingar eftir því sem við á. Nefnd um staðfestingu sýningartíma mun vonandi skila af sér áliti einhverntíma á næstu 8 til 12 vikum. Við biðjumst innilega velvirðingar á þessum óþægindum en vonum að þessar ráðstafanir mæti skilningi í ljósi aðstæðna. Kær kveðja og gleðileg jól, Ari Eldjárn
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Uppistand Tengdar fréttir Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03 Bó slaufar sínum Litlu jólum Hinn ástsæli tónlistarmaður Björgvin Halldórsson, eða bara Bó, hefur slegið sína hefðbundnu jólatónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði af. 21. desember 2021 14:14 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fleiri fréttir Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fríðustu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Sjá meira
Tuttugu mega koma saman og tveggja metra regla Tuttugu manna samkomutakmark og tveggja metra regla tekur gildi á miðnætti annað kvöld. 200 munu fá að koma saman á fjöldaviðburðum þar sem hraðpróf og grímur eru notaðar. Hertar aðgerðir standa í þrjár vikur. 21. desember 2021 12:03
Bó slaufar sínum Litlu jólum Hinn ástsæli tónlistarmaður Björgvin Halldórsson, eða bara Bó, hefur slegið sína hefðbundnu jólatónleika í Bæjarbíói Hafnarfirði af. 21. desember 2021 14:14