Tíundu umferð lokið í CS:GO: Snjókoma í settinu Snorri Rafn Hallsson skrifar 18. desember 2021 17:01 Það var jólastemning og snjókoma í myndveri þegar 10. umferð Vodafonedeildarinnar í CS:GO lauk í gærkvöldi, en það var síðasta umferðin fyrir jólafrí. Kristján Einar og Tómas, umsjónarmenn Vodafonedeildarinnar í CS:GO voru í sannkölluðu jólastuði í gærkvöldi þegar síðasta umferðin á þessu ári fór fram. Valdir voru jólatoppmenn Tomma, sem sportaði fallegri jólaslaufu prjónaðri af móður hans, en Kristján Einar dubbaði sig upp í fallegu hnetubrjóts-vesti til að klingja inn jólin fyrir aðdáendur CS:GO á Íslandi. Staðan Skemmst er frá því að segja að staðan í deildinni hefur ekkert breyst frá því í síðustu umferð. Dusty situr sem fastast á toppnum og Þór þar strax á eftir i öðru sæti. XY og Vallea unnu bæði sína leiki til að breikka bilið milli sín og Ármanns og Sögu og enn eru Fylkir og Kórdrengir á botninum. Leikir vikunnar Umferðin hófst á þriðjudagskvöldið með stórum sigri Vallea á Sögu. Liðin mættust í Nuke þar sem Saga ætti að kunna vel við sig en snyrtilegar aðgerðir Vallea gerðu út af við forskotið sem felst í ADHD á vappanum og hafði Vallea þannig algjör tök á leiknum allt frá upphafi. Oftar en ekki hleypti Vallea Sögu inn á sprengjusvæðið en sat svo fyrir þeim og þurrkaði andstæðingana út hvern á fætur öðrum. Féll Saga því svolítið í gamla farið sem reyndist þeim ekki vel, þar sem öll ábyrgðin var á herðum stakra leikmanna sem réðu ekki við pressuna. Stalz lék hins vegar á als oddi fyrir Vallea sem vann verðskuldaðan sigur 16-5. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Þórs og Ármanns. Þór náði snemma forystu í leiknum sem fram fór í Overpass, með því að mæta leikmönnum Ármanns framarlega og af hörku. Delli1 lét sprengjunum rigna yfir leikmenn Ármanns sem áttu sér engin bjargráð og hittu skotum sínum illa á meðan Þórsarar flugu vítt og breitt um kortið og felldu alla sem á vegi þeirra urðu. Breyting varð þó á í síðari hálfleik þar sem Ármann átti góðan sprett sem var kórónaður af Kruzer sem nældi sér í ás, en þar sem Þórsarar áttu ekki langt í land settu þeir í hærri gír og kláruðu leikinn 16-8. Föstudagskvöldið hófst á leik XY og Fylkis. Fyrri leikur liðanna hafði verið hnífjafn en fór að lokum 22-20 fyrir XY eftir tvöfalda framlengingu. Annað var þó uppi á teningnum í þetta skiptið og sýndi XY mikla yfirburði. Leikmenn liðsins héldu sig saman á leið sinni um kortið, gættu þess að líta í öll horn og gefa hvergi á sér færi. Hægur stígandi í lotunum og gríðarlega gott skipulag gerði út af við allar tilraunir Fylkis til að verjast í fyrri hálfleik og staðan því ekki góð þegar liðin skiptu um hlutverk. Fylkismönnum tókst að vinna nokkrar lotur í röð og halda aftur af efnahag XY, en leikmenn XY brugðust við af þolinmæði og biðu þess að geta vopnast að fullu aftur. Þegar það gekk upp var eftirleikurinn auðveldur og sannfærandi sigur XY á Fylki, 16-9, því staðreynd. Lokaleikur umferðarinnar og sá síðasti á þessu ári var svo þegar Dusty mætti Kórdrengjum. Fyrir fram mátti búast við að liðið á toppi deildarinnar færi létt með botnliðið en raunin var allt önnur. Dusty fór þó vel af stað og virtist allt ganga þeim í haginn þar til Kórdrengir fundu einhvern dulinn kraft og náðu ekki bara að jafna í fyrri hálfleik heldur sigla fram úr í þeim síðari. Dusty var lengur en oft áður að taka við sér og ef ekki hefði verið fyrir stórglæsilega frammistöðu Thor sem braut 30-múrinn og gott betur með 36 fellum er aldrei að vita nema til framlengingar hefði komið, eða Kórdrengir jafnvel haft betur. Að lokum vann Dusty þó enn leikinn eins og þeirra er venjan og sendu þeir deildina í jólafrí með 16-14 sigri á Kórdrengjum eftir jafnan og spennandi leik. Næstu leikir Vodafonedeildin snýr aftur á næsta ári og fer 11. umferðin fram dagana 11. og 14. janúar og er dagskráin eftirfarandi: Fylkir - Dusty, 11. jan. kl. 20:30. Kórdrengir - Vallea, 11. jan. kl. 21:30. Saga - Ármann, 14. jan. kl. 20:30. Þór - XY, 14. jan. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti
Kristján Einar og Tómas, umsjónarmenn Vodafonedeildarinnar í CS:GO voru í sannkölluðu jólastuði í gærkvöldi þegar síðasta umferðin á þessu ári fór fram. Valdir voru jólatoppmenn Tomma, sem sportaði fallegri jólaslaufu prjónaðri af móður hans, en Kristján Einar dubbaði sig upp í fallegu hnetubrjóts-vesti til að klingja inn jólin fyrir aðdáendur CS:GO á Íslandi. Staðan Skemmst er frá því að segja að staðan í deildinni hefur ekkert breyst frá því í síðustu umferð. Dusty situr sem fastast á toppnum og Þór þar strax á eftir i öðru sæti. XY og Vallea unnu bæði sína leiki til að breikka bilið milli sín og Ármanns og Sögu og enn eru Fylkir og Kórdrengir á botninum. Leikir vikunnar Umferðin hófst á þriðjudagskvöldið með stórum sigri Vallea á Sögu. Liðin mættust í Nuke þar sem Saga ætti að kunna vel við sig en snyrtilegar aðgerðir Vallea gerðu út af við forskotið sem felst í ADHD á vappanum og hafði Vallea þannig algjör tök á leiknum allt frá upphafi. Oftar en ekki hleypti Vallea Sögu inn á sprengjusvæðið en sat svo fyrir þeim og þurrkaði andstæðingana út hvern á fætur öðrum. Féll Saga því svolítið í gamla farið sem reyndist þeim ekki vel, þar sem öll ábyrgðin var á herðum stakra leikmanna sem réðu ekki við pressuna. Stalz lék hins vegar á als oddi fyrir Vallea sem vann verðskuldaðan sigur 16-5. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var svo á milli Þórs og Ármanns. Þór náði snemma forystu í leiknum sem fram fór í Overpass, með því að mæta leikmönnum Ármanns framarlega og af hörku. Delli1 lét sprengjunum rigna yfir leikmenn Ármanns sem áttu sér engin bjargráð og hittu skotum sínum illa á meðan Þórsarar flugu vítt og breitt um kortið og felldu alla sem á vegi þeirra urðu. Breyting varð þó á í síðari hálfleik þar sem Ármann átti góðan sprett sem var kórónaður af Kruzer sem nældi sér í ás, en þar sem Þórsarar áttu ekki langt í land settu þeir í hærri gír og kláruðu leikinn 16-8. Föstudagskvöldið hófst á leik XY og Fylkis. Fyrri leikur liðanna hafði verið hnífjafn en fór að lokum 22-20 fyrir XY eftir tvöfalda framlengingu. Annað var þó uppi á teningnum í þetta skiptið og sýndi XY mikla yfirburði. Leikmenn liðsins héldu sig saman á leið sinni um kortið, gættu þess að líta í öll horn og gefa hvergi á sér færi. Hægur stígandi í lotunum og gríðarlega gott skipulag gerði út af við allar tilraunir Fylkis til að verjast í fyrri hálfleik og staðan því ekki góð þegar liðin skiptu um hlutverk. Fylkismönnum tókst að vinna nokkrar lotur í röð og halda aftur af efnahag XY, en leikmenn XY brugðust við af þolinmæði og biðu þess að geta vopnast að fullu aftur. Þegar það gekk upp var eftirleikurinn auðveldur og sannfærandi sigur XY á Fylki, 16-9, því staðreynd. Lokaleikur umferðarinnar og sá síðasti á þessu ári var svo þegar Dusty mætti Kórdrengjum. Fyrir fram mátti búast við að liðið á toppi deildarinnar færi létt með botnliðið en raunin var allt önnur. Dusty fór þó vel af stað og virtist allt ganga þeim í haginn þar til Kórdrengir fundu einhvern dulinn kraft og náðu ekki bara að jafna í fyrri hálfleik heldur sigla fram úr í þeim síðari. Dusty var lengur en oft áður að taka við sér og ef ekki hefði verið fyrir stórglæsilega frammistöðu Thor sem braut 30-múrinn og gott betur með 36 fellum er aldrei að vita nema til framlengingar hefði komið, eða Kórdrengir jafnvel haft betur. Að lokum vann Dusty þó enn leikinn eins og þeirra er venjan og sendu þeir deildina í jólafrí með 16-14 sigri á Kórdrengjum eftir jafnan og spennandi leik. Næstu leikir Vodafonedeildin snýr aftur á næsta ári og fer 11. umferðin fram dagana 11. og 14. janúar og er dagskráin eftirfarandi: Fylkir - Dusty, 11. jan. kl. 20:30. Kórdrengir - Vallea, 11. jan. kl. 21:30. Saga - Ármann, 14. jan. kl. 20:30. Þór - XY, 14. jan. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Vodafone-deildin Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti