Frábær endurkoma Kórdrengja dugði ekki til gegn Dusty Snorri Rafn Hallsson skrifar 18. desember 2021 15:01 Kórdrengir, sem allt fram að síðustu umferð höfðu verið án stiga, tókst lokst að vinna leik þegar liðið lagði XY í síðustu viku. Nú beið þeirra öllu stærra verkefni þegar liðið tók á móti taplausu Dusty í síðasta leik tíundu umferðar í Vodafonedeildinni og þrátt fyrir tap stóðu Kórdrengir sig með prýði. Öllum að óvörum mættust liðin í Mirage kortinu sem Dusty hefur hingað til alltaf bannað. Má leiða líkur að því að hér hafi Dusty fundist þeir hafa kjörið tækifæri til að láta reyna á kortið enda mætti toppliðið botnliðinu. Kórdrengir fóru með sigur af hólmi í hnífalotunni og kusu að byrja í vörn (Counter-Terrorist) og fékk Dusty því það hlutverk að reyna að sprengja allt í tætlur í fyrri hálfleik. Framan af gekk það gríðarlega vel og eftir 7 lotur hafði Thor náð tíu fellum án þess að láta lífið sjálfur. Dusty tókst oftar en ekki að snúa sig út úr erfiðri stöðu og koma Kórdrengjum að óvörum með því að taka sér stöður þar sem þeir áttu síst von á. Eftir tíu lotur var Dusty með tvöfalt fleiri fellur en Kórdrengir sem þó gáfust ekki upp. Þeir þéttu vörnina og voru óhræddari við að mætta Dusty á miðjunni og úr varð hnífjafn leikur þar sem brugðið gat til beggja vona. Staða í hálfleik: Dusty 8 - 7 Kórdrengir Kórdrengir voru hvergi hættir í síðari hálfleik og tókst fljótt og örugglega að komast yfir. Liðið setti saman skemmtilegar fellur og tókst oft að opna lotur snemma til að veikja vörn Dusty. Dusty á það til að vera lengi í gang þegar það mætir liðum sem það telur að eigi að vera auðvelt að eiga við og spíta svo í lófana þegar liðinu er stillt upp við vegg. Kórdrengir náðu hins vegar að halda Dusty upp við vegginn lengur en nokkrum öðrum hefur tekist hingað til og það var ekki fyrr en á lokametrunum sem Dusty tókst að þjappa sér saman og sýna yfirburði sína til að kreista fram sigurinn. Lokastaða: Dusty 16 - 14 Kórdrengir Ef Kórdrengir halda áfram að leika eins og þeir gerðu í gær er aldrei að vita nema þeim takist að klóra sig upp af botninum þegar líður á tímabilið. Í þetta skiptið var hins vegar við ofurefli að etja og þaulreynt lið, og munaði ekki minnst um Thor sem felldi hvorki meira né minna en 36 andstæðinga í 30 lotum. Dusty mætir Fylki 11. janúar eftir jólafrí en sama kvöld mæta Kórdrengir Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin
Kórdrengir, sem allt fram að síðustu umferð höfðu verið án stiga, tókst lokst að vinna leik þegar liðið lagði XY í síðustu viku. Nú beið þeirra öllu stærra verkefni þegar liðið tók á móti taplausu Dusty í síðasta leik tíundu umferðar í Vodafonedeildinni og þrátt fyrir tap stóðu Kórdrengir sig með prýði. Öllum að óvörum mættust liðin í Mirage kortinu sem Dusty hefur hingað til alltaf bannað. Má leiða líkur að því að hér hafi Dusty fundist þeir hafa kjörið tækifæri til að láta reyna á kortið enda mætti toppliðið botnliðinu. Kórdrengir fóru með sigur af hólmi í hnífalotunni og kusu að byrja í vörn (Counter-Terrorist) og fékk Dusty því það hlutverk að reyna að sprengja allt í tætlur í fyrri hálfleik. Framan af gekk það gríðarlega vel og eftir 7 lotur hafði Thor náð tíu fellum án þess að láta lífið sjálfur. Dusty tókst oftar en ekki að snúa sig út úr erfiðri stöðu og koma Kórdrengjum að óvörum með því að taka sér stöður þar sem þeir áttu síst von á. Eftir tíu lotur var Dusty með tvöfalt fleiri fellur en Kórdrengir sem þó gáfust ekki upp. Þeir þéttu vörnina og voru óhræddari við að mætta Dusty á miðjunni og úr varð hnífjafn leikur þar sem brugðið gat til beggja vona. Staða í hálfleik: Dusty 8 - 7 Kórdrengir Kórdrengir voru hvergi hættir í síðari hálfleik og tókst fljótt og örugglega að komast yfir. Liðið setti saman skemmtilegar fellur og tókst oft að opna lotur snemma til að veikja vörn Dusty. Dusty á það til að vera lengi í gang þegar það mætir liðum sem það telur að eigi að vera auðvelt að eiga við og spíta svo í lófana þegar liðinu er stillt upp við vegg. Kórdrengir náðu hins vegar að halda Dusty upp við vegginn lengur en nokkrum öðrum hefur tekist hingað til og það var ekki fyrr en á lokametrunum sem Dusty tókst að þjappa sér saman og sýna yfirburði sína til að kreista fram sigurinn. Lokastaða: Dusty 16 - 14 Kórdrengir Ef Kórdrengir halda áfram að leika eins og þeir gerðu í gær er aldrei að vita nema þeim takist að klóra sig upp af botninum þegar líður á tímabilið. Í þetta skiptið var hins vegar við ofurefli að etja og þaulreynt lið, og munaði ekki minnst um Thor sem felldi hvorki meira né minna en 36 andstæðinga í 30 lotum. Dusty mætir Fylki 11. janúar eftir jólafrí en sama kvöld mæta Kórdrengir Vallea. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.