Umfjöllun og viðtöl: Grótta - FH 21-25| FH hafði betur í spennuleik Andri Már Eggertsson skrifar 17. desember 2021 22:17 Valur FH Olís-deild karla handbolti 2021 Foto: Hulda Margrét Óladóttir/Hulda Margrét FH vann síðasta handboltaleik ársins og verður á toppnum næstu átta vikurnar hið minnsta. FH gerði fimm mörk gegn einu á lokakaflanum og vann leikinn með fjórum mörkum 21-25. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og tóku frumkvæði í leiknum og komust þremur mörkum yfir þegar tæplega þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Andri Þór Helgason gerði þrjú af fyrstu fimm mörkum Gróttu. Pendúllinn snerist við í stöðunni 6-9 þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þar sem heimamenn gerðu fjögur mörk í röð. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé marki undir. FH skoraði tvö mörk í röð eftir leikhlé Sigursteins en þá vöknuðu heimamenn aftur og gerðu fjögur mörk í röð úr öllum regnbogans litum. Jón Bjarni Ólafsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og minnkaði muninn 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Grótta byrjaði betur í seinni hálfleik en FH hrökk í gang og skoraði fimm mörk í röð og staðan orðin 16-18 gestunum í vil. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, tók leikhlé skömmu síðar og jós yfir sína menn sem höfðu verið í miklum vandræðum með að finna leiðir gegnum vörn FH. Lúðvík Ankelsson jafnaði leikinn 20-20 með laglegri finntu þar sem hann fór illa með varnarmenn FH. Síðustu fimm mínútur leiksins voru FH-ingar með mikla yfirburði. FH skoraði fjögur mörk í röð og spiluðu þétta vörn sem Grótta átti í erfiðleikum með að leysa. FH vann leikinn með fjórum mörkum 21-25 og enda árið í toppsæti deildarinnar. Af hverju vann FH? FH var sterkari aðilinn á lokakaflanum þar sem þeir skoruðu fjögur mörk í röð á tæplega þremur mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Markmenn beggja liða áttu góðan leik. Phil Döhler, markmaður FH, varði 14 skot og endaði með 40 prósent markvörslu. Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, hélt Gróttu inni í leiknum á tímabili. Einar Baldvin varði 21 skot og endaði með 46 prósent markvörslu. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur í leiknum með átta mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu í seinni hálfleik var afar slakur. Grótta gerði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik og aðeins tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins. Hvað gerist næst? Langt frí er það sem tekur næst við hjá liðunum. Grótta mætir HK í frestuðum leik 31. janúar klukkan 19:30. FH fær HK í heimsókn 6. febrúar klukkan 18:00. Arnar Daði: Klikkuðum allir í seinni hálfleik þar á meðal ég Arnar Daði var svekktur með leik kvöldsinsVísir/Elín Björg Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var svekktur með tap í síðasta leik fyrir áramót. „Sóknarleikurinn í seinni hálfleik tapaði þessu fyrir okkur svo einfalt er það,“ sagði Arnar Daði svekktur eftir leik. Eftir góðan fyrri hálfleik skoraði Grótta aðeins sjö mörk í seinni hálfleik. „Ég mun skoða hvað fór úrskeiðis seinna. Varnarleikur FH þéttist verulega sem útileikmennirnir okkar áttu í vandræðum með.“ „Það sem pirrar mig mest er að þrátt fyrir að flestir í mínu liði áttu ekki sinn besta leik var þetta í járnum og klikkuðum við allir í seinni hálfleik þar á meðal ég. Okkur gekk vel í fyrri hálfleik og hafði ég trú á að við þurftum ekki að setja aukamann inn á í síðari hálfleik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson að lokum. Olís-deild karla Grótta FH
FH vann síðasta handboltaleik ársins og verður á toppnum næstu átta vikurnar hið minnsta. FH gerði fimm mörk gegn einu á lokakaflanum og vann leikinn með fjórum mörkum 21-25. FH-ingar byrjuðu leikinn betur og tóku frumkvæði í leiknum og komust þremur mörkum yfir þegar tæplega þrettán mínútur voru liðnar af leiknum. Andri Þór Helgason gerði þrjú af fyrstu fimm mörkum Gróttu. Pendúllinn snerist við í stöðunni 6-9 þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik þar sem heimamenn gerðu fjögur mörk í röð. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, tók leikhlé marki undir. FH skoraði tvö mörk í röð eftir leikhlé Sigursteins en þá vöknuðu heimamenn aftur og gerðu fjögur mörk í röð úr öllum regnbogans litum. Jón Bjarni Ólafsson skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og minnkaði muninn 14-12 þegar flautað var til hálfleiks. Grótta byrjaði betur í seinni hálfleik en FH hrökk í gang og skoraði fimm mörk í röð og staðan orðin 16-18 gestunum í vil. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, tók leikhlé skömmu síðar og jós yfir sína menn sem höfðu verið í miklum vandræðum með að finna leiðir gegnum vörn FH. Lúðvík Ankelsson jafnaði leikinn 20-20 með laglegri finntu þar sem hann fór illa með varnarmenn FH. Síðustu fimm mínútur leiksins voru FH-ingar með mikla yfirburði. FH skoraði fjögur mörk í röð og spiluðu þétta vörn sem Grótta átti í erfiðleikum með að leysa. FH vann leikinn með fjórum mörkum 21-25 og enda árið í toppsæti deildarinnar. Af hverju vann FH? FH var sterkari aðilinn á lokakaflanum þar sem þeir skoruðu fjögur mörk í röð á tæplega þremur mínútum. Hverjir stóðu upp úr? Markmenn beggja liða áttu góðan leik. Phil Döhler, markmaður FH, varði 14 skot og endaði með 40 prósent markvörslu. Einar Baldvin Baldvinsson, markmaður Gróttu, hélt Gróttu inni í leiknum á tímabili. Einar Baldvin varði 21 skot og endaði með 46 prósent markvörslu. Ásbjörn Friðriksson var markahæstur í leiknum með átta mörk. Hvað gekk illa? Sóknarleikur Gróttu í seinni hálfleik var afar slakur. Grótta gerði aðeins sjö mörk í seinni hálfleik og aðeins tvö mörk á síðustu tíu mínútum leiksins. Hvað gerist næst? Langt frí er það sem tekur næst við hjá liðunum. Grótta mætir HK í frestuðum leik 31. janúar klukkan 19:30. FH fær HK í heimsókn 6. febrúar klukkan 18:00. Arnar Daði: Klikkuðum allir í seinni hálfleik þar á meðal ég Arnar Daði var svekktur með leik kvöldsinsVísir/Elín Björg Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var svekktur með tap í síðasta leik fyrir áramót. „Sóknarleikurinn í seinni hálfleik tapaði þessu fyrir okkur svo einfalt er það,“ sagði Arnar Daði svekktur eftir leik. Eftir góðan fyrri hálfleik skoraði Grótta aðeins sjö mörk í seinni hálfleik. „Ég mun skoða hvað fór úrskeiðis seinna. Varnarleikur FH þéttist verulega sem útileikmennirnir okkar áttu í vandræðum með.“ „Það sem pirrar mig mest er að þrátt fyrir að flestir í mínu liði áttu ekki sinn besta leik var þetta í járnum og klikkuðum við allir í seinni hálfleik þar á meðal ég. Okkur gekk vel í fyrri hálfleik og hafði ég trú á að við þurftum ekki að setja aukamann inn á í síðari hálfleik,“ sagði Arnar Daði Arnarsson að lokum.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti