Líklegt að vorveður verði á rauðum jólum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 17:47 Nær engar líkur eru taldar á að það snjói yfir jólin. Vísir/Vilhelm Talsverðar líkur eru á því að vorveður verði yfir landinu öllu í næstu viku og fram yfir jól. Nær öruggt er í það minnsta að enginn snjór muni falla þessi jól. „Eins og oft vill verða á aðventunni er veðrið breytilegt en það má sjá núna um helgina að það verði stærri og meiri breytingar en bara til eins eða tveggja daga. Þær verða varanlegri og gætu mótað veðrið næstu vikuna, jafnvel fram yfir áramót,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að í stað þess að hin klassíska lægð, sem við íslendingar þekkjum svo vel, sé á leið hingað yfir landið úr suðvestri virðist nú háþrýstisvæði vera að magnast yfir Bretlandseyjum og geti áhrif þessa háþrýstisvæðis teygt anga sína hingað dagana fyrir jól. „Lægðirnar verða víðsfjarri og sennilega verður til að byrja með mild sunnanátt, strax um helgina þar sem hitinn verður fimm til tíu stig fyrir norðan og tekur upp allan snjó. Það hefur þegar gert það síðustu daga að einhverju leyti,“ segir Einar. „Síðan þegar hæðin kemur sér almennilega fyrir í kring um landið þá léttir líka til, það verður hæglátt og jafnvel heiðskýr himinn dag eftir dag. Það þýðir í sjálfu sér að frá og með næstu helgi þá er nánast engri úrkomu spáð á landinu. Það skiptir þá ekki máli hvort það er rigning eða snjór, það er engin úrkoma.“ „Að fá nýjan og fallegan jólasnjó, það er mjög ólíklegt“ Tvær sviðsmyndir séu nú uppi. Annars vegar að hæðin haldi sig yfir Bretlandseyjum og hlýir vindar blási frá henni yfir til Íslands. Þá verði mildar sunnanáttur og hálfgert vorveður fram yfir jól. Hitt sé að hæðin færi sig yfir til Íslands og hreiðri um sig yfir landinu. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir „Þá verður það þannig að það kólnar inn til landsins, bara vegna þess að það er enginn vindur og heiður himinn og orðið dálítið frost þar á meðan hitinn er við frostmark við sjávarsíðuna.“ Fyrri sviðsmyndin er að mati Einars líklegri en sama hvað verði, allar líkur á að snjólaust verði á Íslandi þessi jól. „Það eru yfirgnæfandi líkur á því að það verði snjólaust á landinu öllu í næstu viku og þar með talið yfir jóladagana. Það er smá séns, þó hann sé lítill, þegar landið kólnar að það gæti snjóað með ströndinni á suðausturlandi. En að fá nýjan og fallegan jólasnjó, það er eiginlega bara mjög ólíklegt.“ Veður Jól Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira
„Eins og oft vill verða á aðventunni er veðrið breytilegt en það má sjá núna um helgina að það verði stærri og meiri breytingar en bara til eins eða tveggja daga. Þær verða varanlegri og gætu mótað veðrið næstu vikuna, jafnvel fram yfir áramót,“ sagði Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann segir að í stað þess að hin klassíska lægð, sem við íslendingar þekkjum svo vel, sé á leið hingað yfir landið úr suðvestri virðist nú háþrýstisvæði vera að magnast yfir Bretlandseyjum og geti áhrif þessa háþrýstisvæðis teygt anga sína hingað dagana fyrir jól. „Lægðirnar verða víðsfjarri og sennilega verður til að byrja með mild sunnanátt, strax um helgina þar sem hitinn verður fimm til tíu stig fyrir norðan og tekur upp allan snjó. Það hefur þegar gert það síðustu daga að einhverju leyti,“ segir Einar. „Síðan þegar hæðin kemur sér almennilega fyrir í kring um landið þá léttir líka til, það verður hæglátt og jafnvel heiðskýr himinn dag eftir dag. Það þýðir í sjálfu sér að frá og með næstu helgi þá er nánast engri úrkomu spáð á landinu. Það skiptir þá ekki máli hvort það er rigning eða snjór, það er engin úrkoma.“ „Að fá nýjan og fallegan jólasnjó, það er mjög ólíklegt“ Tvær sviðsmyndir séu nú uppi. Annars vegar að hæðin haldi sig yfir Bretlandseyjum og hlýir vindar blási frá henni yfir til Íslands. Þá verði mildar sunnanáttur og hálfgert vorveður fram yfir jól. Hitt sé að hæðin færi sig yfir til Íslands og hreiðri um sig yfir landinu. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.Vísir „Þá verður það þannig að það kólnar inn til landsins, bara vegna þess að það er enginn vindur og heiður himinn og orðið dálítið frost þar á meðan hitinn er við frostmark við sjávarsíðuna.“ Fyrri sviðsmyndin er að mati Einars líklegri en sama hvað verði, allar líkur á að snjólaust verði á Íslandi þessi jól. „Það eru yfirgnæfandi líkur á því að það verði snjólaust á landinu öllu í næstu viku og þar með talið yfir jóladagana. Það er smá séns, þó hann sé lítill, þegar landið kólnar að það gæti snjóað með ströndinni á suðausturlandi. En að fá nýjan og fallegan jólasnjó, það er eiginlega bara mjög ólíklegt.“
Veður Jól Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Fleiri fréttir Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Ákveðin suðaustanátt og víða snjókoma Stíf norðanátt og frost í flestum landshlutum Köldu éljalofti beint til landsins Víða kaldi og él Lægð beinir vestlægri átt til landsins Hlýnar með skúrum og slydduéljum Stormur á Austfjörðum Allhvass vindur með skúrum eða éljum Útlit fyrir allhvassan vind með rigningu Vindur á niðurleið en næsta lægð nálgast úr suðvestri Góðar líkur á rauðum jólum í Reykjavík Dregur úr vindi og úrkomu með morgninum Köld norðanátt og víða él Stöku él og vaxandi norðaustanátt Skúrir eða él á víð og dreif Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Gular viðvaranir í borginni og víðar Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Frost fór víða yfir tuttugu stig í nótt Kaldri norðlægri átt beint til landsins Gul viðvörun á Vestfjörðum Yfirgnæfandi líkur á óveðri á kjördag og líklegt að vegir teppist Skúrir eða slyddu en þurrt austantil Hiti að sex stigum Norðanátt og éljalofti beint til landsins Áfram kalt og bætir í vind á morgun Áfram kalt á landinu en bjartviðri sunnan heiða Áfram köld og norðlæg átt Heimskautaflofti beint til landsins í sífellu Sjá meira