Vallea rústaði Sögu Snorri Rafn Hallsson skrifar 15. desember 2021 16:00 Lið Vallea hefur verið á hraðri siglingu í Vodafonedeildinni undanfarið sem liðið innsiglaði með mikilvægum sigrum gegn Þór og Ármanni í síðustu umferðum. Viðsnúningurinn hefur verið algjör eftir slaka byrjun liðsins sem var ryðgað og ósamhæft í upphafi tímabils. Saga átti ágætan sprett í umferðum 4 til 7 þegar liðið vann þrjá leiki af fjórum en síðan þá hefur leiðin legið niður á við. Í fyrri leik liðanna hafði Vallea betur, 16-11, í Inferno kortinu en í þetta skiptið lá leiðin í Nuke. Vallea hafði þá þegar tapað tveimur leikjum í Nuke, en allir þrír sigrar Sögu hafa hins vegar verið í því korti þar sem ADHD hefur fengið pláss til að gera góða hluti á útisvæðinu. Vallea hafði betur í hnífalotunni og byrjaði leikinn í vörn (Counter-Terrorist) og gekk skipulag þeirra framan af út á það að hleypa Sögu inn á sprengjusvæðið og gera svo atlögu að því að aftengja sprengjuna. Það gekk oftar en ekki eftir og hafði þau áhrif að forskot Sögu í ADHD á vappanum var þurrkað út. Vallea kaus að taka slaginn af stuttu færi og fór Stalz á kostum í að sitja fyrir leikmönnum Sögu og fella þá hvern af öðrum. Sögu hefur gengið vel í leikjum þar sem liðið nær að skipta með sér hlutverkum og fellum en í gærkvöldi féll allt í sama gamla horfið þar sem Pandaz var nánast í einn í opnunarhlutverkinu. Leysti hann það nokkuð vel af hendi en án stuðnings liðsfélaga sinna var það til lítils. Vallea hafði algjöra yfirhönd í leiknum og fékk Narfi að grípa í vappann með góðum árangri. Staða í hálfleik: Vallea 12 - 3 Saga Litlar breytingar urðu á frammistöðu liðanna þegar þau skiptu um hlutverk í síðari hálfleik. Vallea stillti upp þéttri sókn og tókst að teygja á vörn Sögu til að koma sprengjunni fyrir og verjast tilraunum til aftengingar. Lokastaða: Vallea 15 - 5 Saga Enn og aftur þurfti Saga að reiða sig á stórleik frá ADHD sem náði sér aldrei á skrið og virðist velgengni liðsins standa og falla með þessum eina leikmanni. Vallea hefur aftur á móti tekist að rétta úr kútnum og var liðið sem sást á leikvellinum í gær algjör andstæða við það sem sást í upphafi tímabils. Í næstu umferð sem fram fer eftir jólafrí mætir Ármanni og Vallea tekur á móti Kórdrengjum. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin
Lið Vallea hefur verið á hraðri siglingu í Vodafonedeildinni undanfarið sem liðið innsiglaði með mikilvægum sigrum gegn Þór og Ármanni í síðustu umferðum. Viðsnúningurinn hefur verið algjör eftir slaka byrjun liðsins sem var ryðgað og ósamhæft í upphafi tímabils. Saga átti ágætan sprett í umferðum 4 til 7 þegar liðið vann þrjá leiki af fjórum en síðan þá hefur leiðin legið niður á við. Í fyrri leik liðanna hafði Vallea betur, 16-11, í Inferno kortinu en í þetta skiptið lá leiðin í Nuke. Vallea hafði þá þegar tapað tveimur leikjum í Nuke, en allir þrír sigrar Sögu hafa hins vegar verið í því korti þar sem ADHD hefur fengið pláss til að gera góða hluti á útisvæðinu. Vallea hafði betur í hnífalotunni og byrjaði leikinn í vörn (Counter-Terrorist) og gekk skipulag þeirra framan af út á það að hleypa Sögu inn á sprengjusvæðið og gera svo atlögu að því að aftengja sprengjuna. Það gekk oftar en ekki eftir og hafði þau áhrif að forskot Sögu í ADHD á vappanum var þurrkað út. Vallea kaus að taka slaginn af stuttu færi og fór Stalz á kostum í að sitja fyrir leikmönnum Sögu og fella þá hvern af öðrum. Sögu hefur gengið vel í leikjum þar sem liðið nær að skipta með sér hlutverkum og fellum en í gærkvöldi féll allt í sama gamla horfið þar sem Pandaz var nánast í einn í opnunarhlutverkinu. Leysti hann það nokkuð vel af hendi en án stuðnings liðsfélaga sinna var það til lítils. Vallea hafði algjöra yfirhönd í leiknum og fékk Narfi að grípa í vappann með góðum árangri. Staða í hálfleik: Vallea 12 - 3 Saga Litlar breytingar urðu á frammistöðu liðanna þegar þau skiptu um hlutverk í síðari hálfleik. Vallea stillti upp þéttri sókn og tókst að teygja á vörn Sögu til að koma sprengjunni fyrir og verjast tilraunum til aftengingar. Lokastaða: Vallea 15 - 5 Saga Enn og aftur þurfti Saga að reiða sig á stórleik frá ADHD sem náði sér aldrei á skrið og virðist velgengni liðsins standa og falla með þessum eina leikmanni. Vallea hefur aftur á móti tekist að rétta úr kútnum og var liðið sem sást á leikvellinum í gær algjör andstæða við það sem sást í upphafi tímabils. Í næstu umferð sem fram fer eftir jólafrí mætir Ármanni og Vallea tekur á móti Kórdrengjum. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Ítalía 71-95 | Ítalir ekki í vandræðum þrátt fyrir fjarveru lykilmanna Körfubolti