Jafnréttisskóli GRÓ útskrifar tuttugu nemendur Heimsljós 13. desember 2021 10:51 Kristinn Ingvarsson Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem starfa sem hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, undir merkjum UNESCO Tuttugu nemendur útskrifuðust frá Jafnréttisskóla GRÓ á föstudag. Nemendurnir koma frá fimmtán löndum og þar á meðal eru í fyrsta sinn nemendur frá Egyptalandi, Kína, Mexíkó, Mongólíu, Namibíu og Nepal. Alls hafa 172 nemendur frá 31 landi nú útskrifast með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, en skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009. Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem starfa sem hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn. Eru skólarnir fjórir hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa tæplega 1.500 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana, auk þess sem fjölmargir hafa sótt styttri námskeið sem haldin eru í samstarfslöndum. Einnig styðja skólarnir nemendur til framhaldsnáms við íslenska háskóla. Í athöfninni voru veitt tvenn verðlaun sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur. Þau féllu að þessu sinni í hlut Pamelu Chavarría Machado frá Mexíkó, sem fjallaði um viðbrögð samfélagsins í Mexíkóborg við ofbeldi í nánum samböndum. Verðlaun fyrir bestu ritgerðina hlaut Daria Burnasheva en hún fjallaði um loftslagsbreytingar út frá jafnréttismálum og málefnum frumbyggja í Jakútíu í N-Rússlandi. Þátttaka hennar í skólanum er tilkomin vegna áherslna Íslands á jafnréttismál á vettvangi norðurslóða og fjármögnuð af fjárveitingu til norðurslóðamála en ekki af þróunarfé. Ráðherra hvatti nemendur til dáða „Við erum mjög stolt af GRÓ skólunum fjórum og nemendum þeirra sem vinna framúrskarandi starf á sínu sérsviði um allan heim,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þegar hún óskaði útskriftarnemendunum velfarnaðar og hvatti þau til að nýta þekkingu sína til góðra verka í heimalöndum sínum. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flutti einnig ávarp við útskriftina og afhenti nemendum prófskírteinin, ásamt Nínu Björk Jónsdóttur, forstöðumanni GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Ólöfu Garðarsdóttur, forseta fræðasviðs Hugvísindasviðs Hí en Jafnréttisskólinn er hýstur þar. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskólans, bauð gesti velkomna og þá flutti fulltrúi nemenda, Namutebi Bernah Namatovu frá Úganda, ávarp. Í ræðu sinni sagði Þórdís Kolbrún frá áherslum ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi og í þróunarsamvinnu. Minnti hún ennfremur á að góður árangur við að jafna hag kynjanna á Íslandi sé til kominn vegna áratuga þrautlausrar vinnu og að sterkar konur hafi rutt brautina. Í þessu samhengi þakkaði ráðherra Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Jafnréttisskóla GRÓ, sem var viðstödd athöfnina og nefndi einnig föðurömmu sína, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, sem sat á þingi fyrir þrjátíu árum. „Á Íslandi höfum við séð frá fyrstu hendi hvernig allir bera hag af jafnara samfélagi. Þar sem allir geta elt drauma sína, hvert sem kyn þeirra er, og þar sem konur og karlar geta einnig tekið virkan þátt í fjölskyldulífi og uppeldi barna sinna. Þetta er ástæðan fyrir því að við settum Jafnréttisskóla GRÓ á fót. Til að hjálpa fólki um allan heim sem er að vinna að framgangi jafnréttismála að gerast boðberar breytinga,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Ég vona að tími ykkar hér á Íslandi, í Jafnréttisskóla GRÓ, hafi ekki aðeins gefið ykkur færni og aðferðir til að nýta þekkingu ykkar heima fyrir, heldur einnig fyllt ykkur af ástríðu og krafti sem nýtist í vinnu ykkar í þágu kynjajafnréttis.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Jafnréttismál Egyptaland Kína Mexíkó Mongólía Namibía Nepal Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent
Tuttugu nemendur útskrifuðust frá Jafnréttisskóla GRÓ á föstudag. Nemendurnir koma frá fimmtán löndum og þar á meðal eru í fyrsta sinn nemendur frá Egyptalandi, Kína, Mexíkó, Mongólíu, Namibíu og Nepal. Alls hafa 172 nemendur frá 31 landi nú útskrifast með diplóma á meistarastigi í alþjóðlegum jafnréttisfræðum frá Jafnréttisskóla GRÓ (GRÓ-GEST) við Hugvísindasvið Háskóla Íslands, en skólinn hefur verið starfræktur frá árinu 2009. Jafnréttisskólinn er einn fjögurra skóla sem starfa sem hluti af GRÓ Þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu, undir merkjum UNESCO. Hinir skólarnir eru Jarðhitaskólinn, Sjávarútvegsskólinn og Landgræðsluskólinn. Eru skólarnir fjórir hluti af þróunarsamvinnu Íslands. Samtals hafa tæplega 1.500 nemendur, frá rúmlega 100 löndum, lokið námi við skólana, auk þess sem fjölmargir hafa sótt styttri námskeið sem haldin eru í samstarfslöndum. Einnig styðja skólarnir nemendur til framhaldsnáms við íslenska háskóla. Í athöfninni voru veitt tvenn verðlaun sem kennd eru við Vigdísi Finnbogadóttur. Þau féllu að þessu sinni í hlut Pamelu Chavarría Machado frá Mexíkó, sem fjallaði um viðbrögð samfélagsins í Mexíkóborg við ofbeldi í nánum samböndum. Verðlaun fyrir bestu ritgerðina hlaut Daria Burnasheva en hún fjallaði um loftslagsbreytingar út frá jafnréttismálum og málefnum frumbyggja í Jakútíu í N-Rússlandi. Þátttaka hennar í skólanum er tilkomin vegna áherslna Íslands á jafnréttismál á vettvangi norðurslóða og fjármögnuð af fjárveitingu til norðurslóðamála en ekki af þróunarfé. Ráðherra hvatti nemendur til dáða „Við erum mjög stolt af GRÓ skólunum fjórum og nemendum þeirra sem vinna framúrskarandi starf á sínu sérsviði um allan heim,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra þegar hún óskaði útskriftarnemendunum velfarnaðar og hvatti þau til að nýta þekkingu sína til góðra verka í heimalöndum sínum. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, flutti einnig ávarp við útskriftina og afhenti nemendum prófskírteinin, ásamt Nínu Björk Jónsdóttur, forstöðumanni GRÓ – Þekkingarmiðstöðvar þróunarsamvinnu og Ólöfu Garðarsdóttur, forseta fræðasviðs Hugvísindasviðs Hí en Jafnréttisskólinn er hýstur þar. Irma Erlingsdóttir, forstöðumaður Jafnréttisskólans, bauð gesti velkomna og þá flutti fulltrúi nemenda, Namutebi Bernah Namatovu frá Úganda, ávarp. Í ræðu sinni sagði Þórdís Kolbrún frá áherslum ríkisstjórnarinnar á sviði jafnréttismála bæði heima fyrir og á alþjóðavettvangi og í þróunarsamvinnu. Minnti hún ennfremur á að góður árangur við að jafna hag kynjanna á Íslandi sé til kominn vegna áratuga þrautlausrar vinnu og að sterkar konur hafi rutt brautina. Í þessu samhengi þakkaði ráðherra Vigdísi Finnbogadóttur, verndara Jafnréttisskóla GRÓ, sem var viðstödd athöfnina og nefndi einnig föðurömmu sína, Jónu Valgerði Kristjánsdóttur, sem sat á þingi fyrir þrjátíu árum. „Á Íslandi höfum við séð frá fyrstu hendi hvernig allir bera hag af jafnara samfélagi. Þar sem allir geta elt drauma sína, hvert sem kyn þeirra er, og þar sem konur og karlar geta einnig tekið virkan þátt í fjölskyldulífi og uppeldi barna sinna. Þetta er ástæðan fyrir því að við settum Jafnréttisskóla GRÓ á fót. Til að hjálpa fólki um allan heim sem er að vinna að framgangi jafnréttismála að gerast boðberar breytinga,“ sagði Þórdís Kolbrún. „Ég vona að tími ykkar hér á Íslandi, í Jafnréttisskóla GRÓ, hafi ekki aðeins gefið ykkur færni og aðferðir til að nýta þekkingu ykkar heima fyrir, heldur einnig fyllt ykkur af ástríðu og krafti sem nýtist í vinnu ykkar í þágu kynjajafnréttis.“ Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Jafnréttismál Egyptaland Kína Mexíkó Mongólía Namibía Nepal Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent