Jólamolar: Er ekki týpan sem skiptir gjöfum Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 13. desember 2021 09:00 Jólabarnið Selma Björnsdóttir syngur á alls þrettán jólatónleikum í ár. Hún kemur fram á jólatónleikum Friðriks Ómars þann 17. desember og jólatónleikum Emmsjé Gauta 22. og 23. desember. Vísir/Sylvía Selma Björnsdóttir er einstaklega mikið jólabarn. Það er nóg að gera hjá henni í desember en fyrir utan almennan jólaundirbúning syngur hún á alls þrettán jólatónleikum ásamt því að stýra athöfnum hjá Siðmennt og leikstýra. Þá fer hún einnig með hlutverk í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðinni sem frumsýnd verður á RÚV á annan í jólum. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er einlæglega Elf á sterum. Ég ELSKA jólin og allt stússið í kringum þau.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Það er engin ein. Mamma er mikið jólabarn og allar minningar tengdar jólaundirbúningi í æsku eru mér kærar; smákökubaksturinn, að teikna jólamyndir, skreyta húsið og jólatréð, opna dagatalið, kíkja í skóinn á morgnana, hlusta á jólalög, fá hnetur, rúsínur, mandarínur, piparkökur, loftkökur, jólaöl og svo mætti lengi telja.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Frumburðurinn minn sem fæddist rétt fyrir jól árið 2002. Ég klæddi hann í jólasveinabúning á aðfangadag og hann var sætasti stúfur sem ég hef séð.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Mér þykir vænt um allar gjafir sem ég fæ. Það er auðvelt að gleðja mig og ég er ekki týpan sem skipti gjöfunum mínum. Ég er bara þakklát fyrir að fá gjafir frá fólkinu sem mér þykir vænt um.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Þær eru margar, til dæmis að kveikja á jólaþorpinu mínu, setja upp jólatréð, aðventuhittingur á Jómfrúnni með vinum sem er orðin árleg hefð hjá mér, jólaboðið hjá Birnu systur á jóladag þar sem fjölskyldan hittist og spilar og svo förum við öll út á snjóþotu þegar veður leyfir. Búa til jólamatinn og hlusta á Dean Martin, Frank Sinatra og Nat King Cole.“ Hvert er uppáhalds jólalagið þitt? „Það er River með Joni Mitchell.“ Hér í spilaranum má hlusta á Selmu flytja lagið River á aðventukvöldi Ljóssins í fyrra ásamt Vigni Snæ Vigfússyni. Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Bridget Jones, Die Hard 1 og Home alone.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Rjúpur og Hamborgarhrygg.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Að þessi COVID veira fari út á hafsauga og komi aldrei aftur.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Klukkurnar í útvarpinu.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Heldur betur. Ég syng á þrettán jólatónleikum. Ég er nú þegar búin að syngja á sex tónleikum í Salnum með Friðrik Ómari og fleirum á tónleikunum Heima um Jólin, það eru einir tónleikar eftir þann 17. desember. Svo ætla ég að syngja á Jólatónleikum Emmsjé Gauta, Jülevenner í Háskólabíói þann 22. og 23. desember og hlakka mikið til þeirrar veislu. Svo er ég að gera ýmislegt annað, leikstýra og stjórna athöfnum á vegum Siðmenntar og svo leik ég í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðin. Fyrsti þáttur verður sýndur á RÚV þann 26. desember og ég er MJÖG spennt að sjá þessa þætti.“ „Að lokum við ég segja við alla þá sem flokka sig sem Grinch að taka bara ákvörðun um að hætta að vera fúl á móti. Jólin koma á hverju ári og þá er bara miku skemmtilegra að vera „all in“ jólabarn sem nýtur hverrar stundar og alls stússins í kringum þessa hátíð ljóss og friðar. Ekki vera týpan sem segir: „Ohh það er byrjað að spila jólalög, ohh jólin eru komin í Ikea, ohh jólaauglýsingarnar eru byrjaðar“. Vertu frekar týpan sem dýrkar þetta allt, það er geggjað!“ Jólamolar 2021 Jólalög Jólamatur Jól Tengdar fréttir Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla? 11. desember 2021 09:00 Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati. 10. desember 2021 09:00 Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími. 9. desember 2021 09:00 Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið. 8. desember 2021 09:01 Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01 Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Jólaöndin hans Eyþórs Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er einlæglega Elf á sterum. Ég ELSKA jólin og allt stússið í kringum þau.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Það er engin ein. Mamma er mikið jólabarn og allar minningar tengdar jólaundirbúningi í æsku eru mér kærar; smákökubaksturinn, að teikna jólamyndir, skreyta húsið og jólatréð, opna dagatalið, kíkja í skóinn á morgnana, hlusta á jólalög, fá hnetur, rúsínur, mandarínur, piparkökur, loftkökur, jólaöl og svo mætti lengi telja.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Frumburðurinn minn sem fæddist rétt fyrir jól árið 2002. Ég klæddi hann í jólasveinabúning á aðfangadag og hann var sætasti stúfur sem ég hef séð.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Mér þykir vænt um allar gjafir sem ég fæ. Það er auðvelt að gleðja mig og ég er ekki týpan sem skipti gjöfunum mínum. Ég er bara þakklát fyrir að fá gjafir frá fólkinu sem mér þykir vænt um.“ Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Þær eru margar, til dæmis að kveikja á jólaþorpinu mínu, setja upp jólatréð, aðventuhittingur á Jómfrúnni með vinum sem er orðin árleg hefð hjá mér, jólaboðið hjá Birnu systur á jóladag þar sem fjölskyldan hittist og spilar og svo förum við öll út á snjóþotu þegar veður leyfir. Búa til jólamatinn og hlusta á Dean Martin, Frank Sinatra og Nat King Cole.“ Hvert er uppáhalds jólalagið þitt? „Það er River með Joni Mitchell.“ Hér í spilaranum má hlusta á Selmu flytja lagið River á aðventukvöldi Ljóssins í fyrra ásamt Vigni Snæ Vigfússyni. Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Bridget Jones, Die Hard 1 og Home alone.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Rjúpur og Hamborgarhrygg.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Að þessi COVID veira fari út á hafsauga og komi aldrei aftur.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Klukkurnar í útvarpinu.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Heldur betur. Ég syng á þrettán jólatónleikum. Ég er nú þegar búin að syngja á sex tónleikum í Salnum með Friðrik Ómari og fleirum á tónleikunum Heima um Jólin, það eru einir tónleikar eftir þann 17. desember. Svo ætla ég að syngja á Jólatónleikum Emmsjé Gauta, Jülevenner í Háskólabíói þann 22. og 23. desember og hlakka mikið til þeirrar veislu. Svo er ég að gera ýmislegt annað, leikstýra og stjórna athöfnum á vegum Siðmenntar og svo leik ég í sjónvarpsþáttaröðinni Verbúðin. Fyrsti þáttur verður sýndur á RÚV þann 26. desember og ég er MJÖG spennt að sjá þessa þætti.“ „Að lokum við ég segja við alla þá sem flokka sig sem Grinch að taka bara ákvörðun um að hætta að vera fúl á móti. Jólin koma á hverju ári og þá er bara miku skemmtilegra að vera „all in“ jólabarn sem nýtur hverrar stundar og alls stússins í kringum þessa hátíð ljóss og friðar. Ekki vera týpan sem segir: „Ohh það er byrjað að spila jólalög, ohh jólin eru komin í Ikea, ohh jólaauglýsingarnar eru byrjaðar“. Vertu frekar týpan sem dýrkar þetta allt, það er geggjað!“
Jólamolar 2021 Jólalög Jólamatur Jól Tengdar fréttir Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla? 11. desember 2021 09:00 Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati. 10. desember 2021 09:00 Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími. 9. desember 2021 09:00 Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið. 8. desember 2021 09:01 Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01 Mest lesið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Marengshringur og jólakonfekt Evu Laufeyjar úr Ísland í dag Jól Jólalag dagsins: Valdimar flytur Fyrir jól Jól Jólaöndin hans Eyþórs Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar: „Það er Jesúbarnið sem kemur, ekki Heilbrigðiseftirlitið“ Linda Ásgeirsdóttir og Hrefna Hallgrímsdóttir hafa glatt ófá börnin sem hinar litríku persónur Skoppa og Skrítla. Þeir sem horft hafa á Skoppu og Skrítlu vita að þær eru báðar mikil jólabörn og hafa til dæmis verið með jóladagatal á Stöð 2 og jólasýningu í Borgarleikhúsinu. En eru þær Linda og Hrefna jafn mikil jólabörn og vinkonurnar Skoppa og Skrítla? 11. desember 2021 09:00
Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Fjölmiðlamaðurinn Egill Ploder segir High School Musical DVD-disk vera eina eftirminnilegustu jólagjöf sem hann hefur fengið, þrátt fyrir að hann hafi fengið margar góðar gjafir í gegnum tíðina. Í ár óskar hann sér hins vegar einna helst ryksuguróbót, enda fátt leiðinlegra en að ryksuga að hans mati. 10. desember 2021 09:00
Jólamolar: Stjórnlaus þegar kemur að möndlugrautnum Manuela Ósk Harðardóttir framkvæmdarstjóri Miss Universe Iceland og meðeigandi heilsumiðstöðvarinnar Even labs, segist alltaf byrja að skreyta fyrir jólin mjög snemma. Orðatiltækið „more is more“ sé hennar slagorð þegar kemur að jólaskreytingum, enda séu jólin hennar uppáhaldstími. 9. desember 2021 09:00
Jólamolar: „Jólin eru hátíð, ekki árstíð!“ Brynja Dan, eigandi Extraloppunnar og varaþingmaður Framsóknarflokksins, hefur fengið margar skemmtilegar jólagjafir í gegnum tíðina. Henni er minnisstætt vandræðalegt atvik frá því að hún var unglingur og opnaði nærfatasett fyrir framan alla fjölskylduna eitt aðfangadagskvöldið. 8. desember 2021 09:01
Jólamolar: Setur leðurhanska á óskalistann á hverju ári Rapparinn Emmsjé Gauti varð meira jólabarn eftir að hann eignaðist börn en hann hefur skapað sínar eigin jólahefðir með fjölskyldunni. Ein af hefðum Gauta eru jólatónleikarnir Jülevenner sem hafa skipað sér fastan sess í jólahaldi margra. Þar fær hann til sín frábæra gesti en í ár það þau Aron Can, Salka Sól, Steindi JR, Selma Björns og Herra Hnetusmjör sem munu hringja inn jólin með Gauta. 7. desember 2021 09:01