Þyrfti þrefaldan bílskúr undir grillgræjurnar Logn bókaútgáfa 13. desember 2021 08:45 BBQ Kóngurinn Alfreð Fannar Björnsson hafði aldrei snert á matseld þegar hann fékk algjöra dellu fyrir því að grilla. Síðan hafa tvær sjónvarpsþáttaraðir runnið í gegn og nú bók. BBQ Kóngurinn er bók vikunnar á Vísi „Ég er dellukall, það er bara þannig. Ég fer „all in“ í það sem grípur mig og nú er það grillið. Ég hafði aldrei eldað neitt áður, bara ekki neitt og var reyndar að elda Lasagne í fyrsta skipti í síðustu viku. Núna elda ég samt nánast alltaf á heimilinu, það er að segja ég grilla,“ segir bílamálarinn Alfreð Fannar Björnsson sem á að minnsta kosti 7 grill á pallinum heima hjá sér. Alfreð er betur þekktur sem BBQ Kóngurinn og er áhorfendum Stöðvar 2 vel kunnur úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Í sumar kom út bókin BBQ Kóngurinn sem inniheldur yfir hundrað gómsæta grillrétti kóngsins sem slógu í gegn í þáttunum og á samfélagsmiðlum. „Það er ýmiss fróðleikur í bókinni líka um aðferðir, aukabúnað og græjur sem þarf við grillið og leynivopn grillarans, sem er kjöthitamælir,“ segir Alfreð og viðurkennir að vera græjukall í ofanálag. „Ég á allt held ég, án djóks. Ég er mikill Weberkall og á nánast allan bæklinginn heima hjá mér. Ég er með bílskúr sem betur fer en væri til í tvöfaldan og jafnvel þrefaldan fyrir grillgræjurnar.“ Í bókinni fer Alfreð yfir muninn á því að grilla á gas-, rafmagns- eða kolagrilli og kennir hvernig grilla á við óbeinan og beinan hita. Einnig fer hann yfir muninn á viðarkolum og hefðbundnum kolum og hvernig á að reykja mat í gas- og kolagrilli eða reykofni. Þá fer hann yfir aðferðir sem lítið hafa sést á Íslandi eins og að grilla beint á kolunum, svokölluð "caveman style" aðferð, en þá er kjötinu skellt beint á kolin. Alfreð segist nánast bara grilla kjöt. „Ég er fyrir kjöt og jú stundum fisk. Það er reyndar humar í bókinni, sem ég grilla einmitt „caveman style“, beint á kolunum sjálfum og er mjög góður. Ég hef líka prófað að baka kökur á grillinu og gerði eina súkkulaðiköku í þáttunum, það fór reyndar allt klessu hjá mér. Venjulega voru þættirnir bara „one take“ nema þegar við gerðum kökuna, þá þurftum við að fiffa aðeins,“ segir Alfreð sposkur. Hann segir fleiri sjónvarpsþætti mögulega í pípunum og dreymir um að taka þá upp í mekka grillarans, Bandaríkjunum. „Það eru margar hugmyndir uppi en maður veit ekki hvað verður hægt að framkvæma. Það er þó ólíklegt að ég geri fleiri bækur, þetta er svakaleg vinna og eins gott að ég hafði frábært teymi í kringum mig,“ segir hann hlæjandi. En er næsta della farin að banka á dyrnar? „Ég er reyndar aðeins byrjaður að stúdera vindla en ég hætti ekki í grillinu fyrir þá, grill og vindlar fara bara vel saman, eins og grill og bjór, nema nú er ég bara í 0,0%,“ segir Alferð. Bókin er fallega myndskreytt með teikningum eftir Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur og ljósmyndum eftir Karl Petersson. Matarstílisti er Helga Sif Guðmundsdóttir og prófarkalestur var í höndum Ingunnar Snædal. Framleiðandi sjónvarpsþátta BBQ Kóngsins Fannar Scheving Edwardsson gefur bókina út. Bókin fæst í Kjötkompaní, Weber búðinni, Bónus, Hagkaup, Heimkaup, Pennanum, Elko, Forlaginu og á BBQKongurinn.is þar sem hægt er að kaupa flottar grillvörur og kryddlínu BBQ Kóngsins sem slegið hefur í gegn. Alfreð deilir hér með lesendum einni af sínum uppáhalds uppskriftum: Úrbeinaður lambahryggur með döðlu- og fetaostsfyllingu Aðferð: Óbeinn hiti Hitastig: 62 gráður Fyrir: 6 manns Mér finnst best að skera lundirnar af hryggnum og elda eftir á því að þær eiga til að ofeldast ef þær eru eldaðar með hryggnum. 2 kg lambahryggur 150 g fetaostur Handfylli af döðlum 200 ml kryddjurtamarinering úr Kjötkompaníinu Parmesan Ferskt timjan Kyndið grillið í 200 gráður. Fjarlægið lundirnar undan hryggnum og eldið sér eða geymið. Mér finnst gott að elda þær á meðan ég grilla hrygginn sem smakk fyrir grillarann. Grillið lundirnar á beinum hita í u.þ.b. tvær mínútur á hvorri hlið. Skerið sitthvoru megin við miðjubeinið alveg niður að rifjunum. Smyrjið kryddjurtamarineringunni eða lambamarineringunni á hrygginn og fyllið með döðlum og fetaosti. Rífið parmesanost yfir og skreytið með fersku timjani. Grillið á óbeinum hita upp í 62 gráður en þá verða fillein aðeins bleik í miðjunni. Matur Jól Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Sjá meira
„Ég er dellukall, það er bara þannig. Ég fer „all in“ í það sem grípur mig og nú er það grillið. Ég hafði aldrei eldað neitt áður, bara ekki neitt og var reyndar að elda Lasagne í fyrsta skipti í síðustu viku. Núna elda ég samt nánast alltaf á heimilinu, það er að segja ég grilla,“ segir bílamálarinn Alfreð Fannar Björnsson sem á að minnsta kosti 7 grill á pallinum heima hjá sér. Alfreð er betur þekktur sem BBQ Kóngurinn og er áhorfendum Stöðvar 2 vel kunnur úr samnefndum sjónvarpsþáttum. Í sumar kom út bókin BBQ Kóngurinn sem inniheldur yfir hundrað gómsæta grillrétti kóngsins sem slógu í gegn í þáttunum og á samfélagsmiðlum. „Það er ýmiss fróðleikur í bókinni líka um aðferðir, aukabúnað og græjur sem þarf við grillið og leynivopn grillarans, sem er kjöthitamælir,“ segir Alfreð og viðurkennir að vera græjukall í ofanálag. „Ég á allt held ég, án djóks. Ég er mikill Weberkall og á nánast allan bæklinginn heima hjá mér. Ég er með bílskúr sem betur fer en væri til í tvöfaldan og jafnvel þrefaldan fyrir grillgræjurnar.“ Í bókinni fer Alfreð yfir muninn á því að grilla á gas-, rafmagns- eða kolagrilli og kennir hvernig grilla á við óbeinan og beinan hita. Einnig fer hann yfir muninn á viðarkolum og hefðbundnum kolum og hvernig á að reykja mat í gas- og kolagrilli eða reykofni. Þá fer hann yfir aðferðir sem lítið hafa sést á Íslandi eins og að grilla beint á kolunum, svokölluð "caveman style" aðferð, en þá er kjötinu skellt beint á kolin. Alfreð segist nánast bara grilla kjöt. „Ég er fyrir kjöt og jú stundum fisk. Það er reyndar humar í bókinni, sem ég grilla einmitt „caveman style“, beint á kolunum sjálfum og er mjög góður. Ég hef líka prófað að baka kökur á grillinu og gerði eina súkkulaðiköku í þáttunum, það fór reyndar allt klessu hjá mér. Venjulega voru þættirnir bara „one take“ nema þegar við gerðum kökuna, þá þurftum við að fiffa aðeins,“ segir Alfreð sposkur. Hann segir fleiri sjónvarpsþætti mögulega í pípunum og dreymir um að taka þá upp í mekka grillarans, Bandaríkjunum. „Það eru margar hugmyndir uppi en maður veit ekki hvað verður hægt að framkvæma. Það er þó ólíklegt að ég geri fleiri bækur, þetta er svakaleg vinna og eins gott að ég hafði frábært teymi í kringum mig,“ segir hann hlæjandi. En er næsta della farin að banka á dyrnar? „Ég er reyndar aðeins byrjaður að stúdera vindla en ég hætti ekki í grillinu fyrir þá, grill og vindlar fara bara vel saman, eins og grill og bjór, nema nú er ég bara í 0,0%,“ segir Alferð. Bókin er fallega myndskreytt með teikningum eftir Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur og ljósmyndum eftir Karl Petersson. Matarstílisti er Helga Sif Guðmundsdóttir og prófarkalestur var í höndum Ingunnar Snædal. Framleiðandi sjónvarpsþátta BBQ Kóngsins Fannar Scheving Edwardsson gefur bókina út. Bókin fæst í Kjötkompaní, Weber búðinni, Bónus, Hagkaup, Heimkaup, Pennanum, Elko, Forlaginu og á BBQKongurinn.is þar sem hægt er að kaupa flottar grillvörur og kryddlínu BBQ Kóngsins sem slegið hefur í gegn. Alfreð deilir hér með lesendum einni af sínum uppáhalds uppskriftum: Úrbeinaður lambahryggur með döðlu- og fetaostsfyllingu Aðferð: Óbeinn hiti Hitastig: 62 gráður Fyrir: 6 manns Mér finnst best að skera lundirnar af hryggnum og elda eftir á því að þær eiga til að ofeldast ef þær eru eldaðar með hryggnum. 2 kg lambahryggur 150 g fetaostur Handfylli af döðlum 200 ml kryddjurtamarinering úr Kjötkompaníinu Parmesan Ferskt timjan Kyndið grillið í 200 gráður. Fjarlægið lundirnar undan hryggnum og eldið sér eða geymið. Mér finnst gott að elda þær á meðan ég grilla hrygginn sem smakk fyrir grillarann. Grillið lundirnar á beinum hita í u.þ.b. tvær mínútur á hvorri hlið. Skerið sitthvoru megin við miðjubeinið alveg niður að rifjunum. Smyrjið kryddjurtamarineringunni eða lambamarineringunni á hrygginn og fyllið með döðlum og fetaosti. Rífið parmesanost yfir og skreytið með fersku timjani. Grillið á óbeinum hita upp í 62 gráður en þá verða fillein aðeins bleik í miðjunni.
Bókin er fallega myndskreytt með teikningum eftir Írisi Ösp Sveinbjörnsdóttur og ljósmyndum eftir Karl Petersson. Matarstílisti er Helga Sif Guðmundsdóttir og prófarkalestur var í höndum Ingunnar Snædal. Framleiðandi sjónvarpsþátta BBQ Kóngsins Fannar Scheving Edwardsson gefur bókina út. Bókin fæst í Kjötkompaní, Weber búðinni, Bónus, Hagkaup, Heimkaup, Pennanum, Elko, Forlaginu og á BBQKongurinn.is þar sem hægt er að kaupa flottar grillvörur og kryddlínu BBQ Kóngsins sem slegið hefur í gegn.
Matur Jól Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fleiri fréttir Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Maca jurtin styður einstaklega vel við hormónajafnvægi kvenna á breytingaskeiðinu Sjá meira