Fyrrverandi þjálfari Skallagríms gargaði á sjö ára gamalt barn leikmanns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2021 08:01 Embla Kristínardóttir fer ekki fögrum orðum um Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara Skallagríms. vísir/vilhelm Embla Kristínardóttir, leikmaður Skallagríms, ber Goran Milijevic, fyrrverandi þjálfara liðsins, ekki vel söguna í hlaðvarpsþættinum Undir körfunni. Í þættinum lýsir Embla vafasömum þjálfaraðferðum Miljevics og segist hafa kvartað undan honum við stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Þetta voru bara óþarfa leiðindi. Það er verið að gera athugasemdir við fatnað hjá ungum leikmönnum og það er verið að gera athugasemdir við hárstíla, það var verið að gera lítið úr leikmönnum,“ sagði Embla í þættinum sem má hlusta á með því að smella hér. „Ofan á það var alls ekki gaman á æfingum, við erum með mjög ungan hóp og yngri kynslóðin okkar voru orðnar stressaðar að koma á æfingu. Það mátti ekki aðstoða yngri stelpurnar, útskýra fyrir þeim hvað við værum að gera því þær skildu oft ekki hvað við vorum að gera því hann talaði ekki góða ensku og þær ekki komnar nógu langt á sínum ferli til að skilja hvað við vorum að gera. Ég var mjög oft að hjálpa þeim og útskýra hvað við værum að gera og þá var mér sagt að grjóthalda kjafti. Ég átti ekki að hjálpa þeim, þær þurftu að finna út úr þessu sjálfar.“ Embla segir að Miljevic hafi meira að segja gargað á dóttur hennar á æfingu. „Ég gat ekki komið með sjö ára gamalt barnið mitt á æfingar því hann öskraði á það,“ sagði Embla sem var skyndilega tekin út úr liði Skallagríms í 4. umferð. „Hann segir ekki við mig persónulega að ég væri ekki að fara að spila. Ég veit ekki á hvaða tímapunkti hann ætlaði að láta mig vita en hann var búinn að segja þetta við liðið. Svo segja stelpurnar mér það, að ég væri ekki að spila næsta leik en þá hafði ég ekki hugmynd um það. Þá talaði ég við Goran og hann segir mér að ég geti ekki sleppt æfingu daginn fyrir leik og ætlast til að spila, sem ég skil, hefði ég sjálf verið veik eða sjálf ekki komið á æfingu. Ég var heima með veikt barn, sem er aðeins öðruvísi. Ég var mjög ósátt,“ sagði Embla. „Ég læt hann vita að ég ætlaði að tala við stjórnina og geri það. Þetta var síðasti dropinn sem fyllti mælinn. Ég beit það þó í mig að mæta á bekkinn, hundfúl að fá ekki að vera með í leik sem að mér finnst að við hefðum alveg getað náð einum sigri.“ Embla segir að Milijevic hafi heðgað sér allt öðruvísi þegar stjórnarmenn Skallagríms fylgdust með æfingum. „Ég steig upp sem fyrirliði liðsins og talaði við stjórnina og sagði að þetta væri ekki í boði, það voru alls konar hlutir að gerast sem áttu ekki að eiga sér stað. Stjórnin tók ekki vel í þetta fyrst því stjórnin var ekki á æfingum og hvorki sá né heyrði hvað var að gerast. Svo kom stundum einhver úr stjórninni eða einhver foreldri á æfingu, og þá var allt æðislegt á æfingum. Hann breyttist klárlega. Hann hefur fattað að þetta er ekki við hæfi hérna á Íslandi en hann var samt ekki að breyta því nema það kæmi einhver utanaðkomandi á æfingu.“ Miljevic var látinn fara frá Skallagrími í lok októbers og við starfi hans tók Nebojsa Knezevic. Borgnesingar hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu og sitja á botni Subway-deildar kvenna. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira
Í þættinum lýsir Embla vafasömum þjálfaraðferðum Miljevics og segist hafa kvartað undan honum við stjórn körfuknattleiksdeildar Skallagríms. „Þetta voru bara óþarfa leiðindi. Það er verið að gera athugasemdir við fatnað hjá ungum leikmönnum og það er verið að gera athugasemdir við hárstíla, það var verið að gera lítið úr leikmönnum,“ sagði Embla í þættinum sem má hlusta á með því að smella hér. „Ofan á það var alls ekki gaman á æfingum, við erum með mjög ungan hóp og yngri kynslóðin okkar voru orðnar stressaðar að koma á æfingu. Það mátti ekki aðstoða yngri stelpurnar, útskýra fyrir þeim hvað við værum að gera því þær skildu oft ekki hvað við vorum að gera því hann talaði ekki góða ensku og þær ekki komnar nógu langt á sínum ferli til að skilja hvað við vorum að gera. Ég var mjög oft að hjálpa þeim og útskýra hvað við værum að gera og þá var mér sagt að grjóthalda kjafti. Ég átti ekki að hjálpa þeim, þær þurftu að finna út úr þessu sjálfar.“ Embla segir að Miljevic hafi meira að segja gargað á dóttur hennar á æfingu. „Ég gat ekki komið með sjö ára gamalt barnið mitt á æfingar því hann öskraði á það,“ sagði Embla sem var skyndilega tekin út úr liði Skallagríms í 4. umferð. „Hann segir ekki við mig persónulega að ég væri ekki að fara að spila. Ég veit ekki á hvaða tímapunkti hann ætlaði að láta mig vita en hann var búinn að segja þetta við liðið. Svo segja stelpurnar mér það, að ég væri ekki að spila næsta leik en þá hafði ég ekki hugmynd um það. Þá talaði ég við Goran og hann segir mér að ég geti ekki sleppt æfingu daginn fyrir leik og ætlast til að spila, sem ég skil, hefði ég sjálf verið veik eða sjálf ekki komið á æfingu. Ég var heima með veikt barn, sem er aðeins öðruvísi. Ég var mjög ósátt,“ sagði Embla. „Ég læt hann vita að ég ætlaði að tala við stjórnina og geri það. Þetta var síðasti dropinn sem fyllti mælinn. Ég beit það þó í mig að mæta á bekkinn, hundfúl að fá ekki að vera með í leik sem að mér finnst að við hefðum alveg getað náð einum sigri.“ Embla segir að Milijevic hafi heðgað sér allt öðruvísi þegar stjórnarmenn Skallagríms fylgdust með æfingum. „Ég steig upp sem fyrirliði liðsins og talaði við stjórnina og sagði að þetta væri ekki í boði, það voru alls konar hlutir að gerast sem áttu ekki að eiga sér stað. Stjórnin tók ekki vel í þetta fyrst því stjórnin var ekki á æfingum og hvorki sá né heyrði hvað var að gerast. Svo kom stundum einhver úr stjórninni eða einhver foreldri á æfingu, og þá var allt æðislegt á æfingum. Hann breyttist klárlega. Hann hefur fattað að þetta er ekki við hæfi hérna á Íslandi en hann var samt ekki að breyta því nema það kæmi einhver utanaðkomandi á æfingu.“ Miljevic var látinn fara frá Skallagrími í lok októbers og við starfi hans tók Nebojsa Knezevic. Borgnesingar hafa tapað öllum leikjum sínum á tímabilinu og sitja á botni Subway-deildar kvenna. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild kvenna Skallagrímur Borgarbyggð Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Sjá meira