Vallea vann Þór örugglega Snorri Rafn Hallsson skrifar 4. desember 2021 14:00 Tímabilið hófst ekki vel hjá Vallea sem hafði verið í toppbaráttunni einungis nokkrum mánuðum áður þegar liðið tapaði stórt fyrir sterkum Þórsurum 16-3. Í undanförnum leikjum hefur Vallea hins vegar heldur betur tekið við sér og spilað bæði meira og betur. Liðið hefur þó setið fyrir miðju deildarinnar það sem af er en upp á liðsandann var sigur í kvöld gríðarlega mikilvægur fyrir liðið. Þórsarar héldu sínu striki eftir tapið á Dusty og unnu Kórdrengi í síðustu umferð, en ætli liðið sér að gera atlögu að ósigrandi Dusty-mönnum verður það að halda vel á spöðunum og vinna svo gott sem alla sína leiki. Í þetta skiptið lá leiðin í Dust 2 kortið þar sem hægt er að leika sér með tvo vappa, svo StebbiC0C0 og Allee hefðu átt að vera í essinu sínu. Þór hafði betur í hnífalotunni og kaus að byrja í vörn (Counter-Terrorists) eins og við var að búast. Valli sýndi hins vegar gífurlega yfirburði í upphafi leiks og með yfirvegun í erfiðum stöðum auk frábærs einstaklingsframtaks frá Stalz komst liðið í 5-0. Fyrsta sigurlota Þórs kom í kjölfarið á fjórfaldri fellu frá StebbaC0C0 sem hrifsaði vappann úr höndum Vallea og bjargaði lotunni fyrir horn. Vallea voru þó ekki af baki dottnir og unnu næstu tvær lotur þar á eftir með því að koma sprengjunni fyrir og verjast vel tilraunum Þórs til að aftengja hana. Einvígin féllu með Vallea og þurftu þeir lítið sem ekkert að spara við sig í vopnakaupum fyrr en undir lok hálfleiks þegar Þór tókst lokst að tengja saman þrjár lotur og gera sig líklega til að veita Vallea samkeppni. Vallea hélt þó forskoti sínu inn í síðari hálfleikinn. Staða í hálfleik: Vallea 9 - 6 Þór Vallea hafa alla jafna verið betri í sókn en vörn eins og sást í leiknum gegn Dusty í sjöundu umferð og var síðari hálfleikur því ákveðin prófraun fyrir liðið. Hálfleikurinn hófst á hálfgerðu stríði þar sem liðin skiptust á að vinna lotur og neyða andstæðinginn til að verja öllum sínum fjármunum í vopnakaup og voru Þórsarar við það að knésetja Vallea í nítjándu lotu þegar Goa7er átti stórkostlega lotu. Goa7er þrýsti sér fram í árásargjarna stöðu í gegnum Molotov-kokteil sem Þórsarar höfðu ekki augu á, og ekki bara felldi hann fjóra leikmenn einn síns liðs heldur gerði hann það með 5hp eftir. Vallea tók þá næstu tvær lotur í kjölfarið og forskotið orðið það stórt að Þórsarar áttu lítinn séns á að vinna það upp. Leikmönnum Þórs tókst ekki að nýta vappana sem skyldi og með risastóru framtaki Stalz var sigurinn í höfn fyrir Vallea. Lokastaða: Vallea 16 - 10 Þór Nú er Þór tveimur sigrum á eftir Dusty í öðru sæti deildarinnar en Vallea helst í því fimmta með átta stig samtals. Þór tekur á móti Fylki í næstu umferð á þriðjudaginn en Vallea mætir Ármanni á föstudagskvöldið. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Vodafone-deildin
Tímabilið hófst ekki vel hjá Vallea sem hafði verið í toppbaráttunni einungis nokkrum mánuðum áður þegar liðið tapaði stórt fyrir sterkum Þórsurum 16-3. Í undanförnum leikjum hefur Vallea hins vegar heldur betur tekið við sér og spilað bæði meira og betur. Liðið hefur þó setið fyrir miðju deildarinnar það sem af er en upp á liðsandann var sigur í kvöld gríðarlega mikilvægur fyrir liðið. Þórsarar héldu sínu striki eftir tapið á Dusty og unnu Kórdrengi í síðustu umferð, en ætli liðið sér að gera atlögu að ósigrandi Dusty-mönnum verður það að halda vel á spöðunum og vinna svo gott sem alla sína leiki. Í þetta skiptið lá leiðin í Dust 2 kortið þar sem hægt er að leika sér með tvo vappa, svo StebbiC0C0 og Allee hefðu átt að vera í essinu sínu. Þór hafði betur í hnífalotunni og kaus að byrja í vörn (Counter-Terrorists) eins og við var að búast. Valli sýndi hins vegar gífurlega yfirburði í upphafi leiks og með yfirvegun í erfiðum stöðum auk frábærs einstaklingsframtaks frá Stalz komst liðið í 5-0. Fyrsta sigurlota Þórs kom í kjölfarið á fjórfaldri fellu frá StebbaC0C0 sem hrifsaði vappann úr höndum Vallea og bjargaði lotunni fyrir horn. Vallea voru þó ekki af baki dottnir og unnu næstu tvær lotur þar á eftir með því að koma sprengjunni fyrir og verjast vel tilraunum Þórs til að aftengja hana. Einvígin féllu með Vallea og þurftu þeir lítið sem ekkert að spara við sig í vopnakaupum fyrr en undir lok hálfleiks þegar Þór tókst lokst að tengja saman þrjár lotur og gera sig líklega til að veita Vallea samkeppni. Vallea hélt þó forskoti sínu inn í síðari hálfleikinn. Staða í hálfleik: Vallea 9 - 6 Þór Vallea hafa alla jafna verið betri í sókn en vörn eins og sást í leiknum gegn Dusty í sjöundu umferð og var síðari hálfleikur því ákveðin prófraun fyrir liðið. Hálfleikurinn hófst á hálfgerðu stríði þar sem liðin skiptust á að vinna lotur og neyða andstæðinginn til að verja öllum sínum fjármunum í vopnakaup og voru Þórsarar við það að knésetja Vallea í nítjándu lotu þegar Goa7er átti stórkostlega lotu. Goa7er þrýsti sér fram í árásargjarna stöðu í gegnum Molotov-kokteil sem Þórsarar höfðu ekki augu á, og ekki bara felldi hann fjóra leikmenn einn síns liðs heldur gerði hann það með 5hp eftir. Vallea tók þá næstu tvær lotur í kjölfarið og forskotið orðið það stórt að Þórsarar áttu lítinn séns á að vinna það upp. Leikmönnum Þórs tókst ekki að nýta vappana sem skyldi og með risastóru framtaki Stalz var sigurinn í höfn fyrir Vallea. Lokastaða: Vallea 16 - 10 Þór Nú er Þór tveimur sigrum á eftir Dusty í öðru sæti deildarinnar en Vallea helst í því fimmta með átta stig samtals. Þór tekur á móti Fylki í næstu umferð á þriðjudaginn en Vallea mætir Ármanni á föstudagskvöldið. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti