Jólamolar: Svört rós frá kærastanum eftirminnilegasta jólagjöfin Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 2. desember 2021 09:00 Svala Björgvins er söng sig inn í hjörtu þjóðarinnar árið 1998 með laginu Ég hlakka svo til og er hún í dag ein skærasta stjarna okkar Íslendinga. Hún mun koma fram á Jólagestum Björgvins þann 18. desember og á Litlu jólunum í Bæjarbíói á Þorláksmessu. Mummi Lú Það er óhætt að fullyrða að hver einasti Íslendingur hafi einhvern tímann sungið með jólalaginu Ég hlakka svo til. Lag sem sungið var af hinni ellefu ára gömlu Svölu Björgvins í þættinum Jólaboð afa árið 1998. Í dag er hún ein skærasta stjarna okkar Íslendinga. Svala segist vera mikið jólabarn en fyrir henni snúast jólin frekar um að gefa en þiggja. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elf klárlega. Ég verð svona ofur happy og rómantísk yfir jólin.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Þær eru svo margar að það er svolítið erfitt að velja. En ef ég þarf að velja þá var það þegar ég var 9 ára gömul og var búin að óska mér að fá Barbie hús og mamma og pabbi gáfu mér þannig í jólagjöf. Ég man hvað ég var yfir mig hamingjusöm og spennt þegar ég opnaði þennan stóra pakka. Svo tók það alveg nokkra daga að setja húsið saman haha! Ég svaf næstum því hjá Barbie húsinu því mér þótti svo vænt um það.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það var nú bara seinustu jól og þá gaf kærastinn minn, Kristján Einar, svarta rós sem þarf ekki vatn til að lifa. Hún lifir í vasa án vatns í næstum fjögur ár og lyktar dásamlega. Hún þolir ekki sólarljós og þarf að vera í skugga. Ótrúlega eftirminnileg gjöf og líka frumleg.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Mér finnst allar gjafir bara æðislegar og er alltaf svo þakklát fyrir allt bara. Mér finnst samt alltaf að hugmyndin á bak við gjafirnar skipta mestu máli, en ekki hvað þær kosta. Að fá pening í jólagjöf finnst mér smá glatað því það er svo ópersónulegt.“ Hér má sjá þau Svölu og Björgvin flytja jólalagið ástsæla Þú komst með jólin til mín á Jólagestum Björgvins í fyrra. Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Að skreyta jólatré með fjölskyldunni og borða smákökur og konfekt og hlusta á íslensk jólalög.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Það er Driving Home For Christmas með Chris Rea. Eitt besta jólalag allra tíma að mínu mati.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Það er Christmas Vacation með Chevy Chase. Ég horfi alltaf á hana hver einustu jól. Kann hana utan að en við fjölskyldan horfðum alltaf á þessa mynd og hún er alltaf jafn fyndin.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Það er mjög mismunandi eftir því hvar ég er á jólunum. Ég hef eytt mörgum jólum erlendis, bjó í LA í tíu ár og var þá mikið þar á jólunum. Eftir að ég flutti heim þá hef ég verið að borða vegan jólamat og mér finnst það ótrúlega gott.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mér finnst mig ekki skorta neitt og vil frekar gefa öðrum á jólunum en að fá gjafir sjálf.“ Svala var gestur í aðventuþætti Völu Eiríks á síðasta ári þar sem hún sagði frá því að besta jólagjöf sem hún gæti hugsað sér væri að verða ólétt. Sjá: „Að verða ólétt væri besta gjöf í öllum heiminum“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Það er þegar ég syng á Jólagestum. Það er bara svo mikill jólafílingur að taka þátt í þeim tónleikum. Þá finnst mér jólin vera komin.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég er að syngja á nokkrum tónleikum í desember eins og vanalega og er spennt fyrir því. Verð á Jólagestum þann 18. desember og á Litlu Jólunum í Bæjarbíói 23. desember til dæmis.“ Hægt er að kaupa miða á Jólagesti á Tix.is en tónleikarnir verða einnig aðgengilegir í gegnum streymi. Þá er hægt að kaupa miða á Litlu jólin í Bæjarbíó hér. Nýlega gaf Svala út lagið Birtunnar Brú en laginu fylgdi einnig tónlistarmyndband sem má horfa á hér að neðan. Aðdáendur Svölu geta beðið spenntir því von er á nýrri tónlist frá söngkonunni á næsta ári. Hægt er að fylgjast með Svölu á Instagram-síðu hennar. Jól Jólalög Jólamatur Tónlist Jólamolar 2021 Tengdar fréttir „Að verða ólétt væri besta gjöf í öllum heiminum“ Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir verður með fjóra aðventuþætti á Létt Bylgjunni og Íslensku Bylgjunni næstu þrjá sunnudaga og var annar þátturinn á dagskrá í gær. 7. desember 2020 14:30 Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11 Svala afhjúpar leyndarmálið á bak við sleikta taglið Svala Björgvins er þekkt fyrir einstakan stíl. Hún greiðir hárið reglulega upp í hátt slétt tagl, sem hún sleikir aftur þannig að litlu hárin gjörsamlega hverfa inn í greiðsluna. Í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty ræddi Svala meðal annars um þessa hárgreiðslu. 28. nóvember 2020 11:00 Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Jól Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Jól Töfrandi hátíðarborð um jólin Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Tæplega hundrað íslenskir jólabjórar mættir til leiks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna jólaskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Elf klárlega. Ég verð svona ofur happy og rómantísk yfir jólin.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Þær eru svo margar að það er svolítið erfitt að velja. En ef ég þarf að velja þá var það þegar ég var 9 ára gömul og var búin að óska mér að fá Barbie hús og mamma og pabbi gáfu mér þannig í jólagjöf. Ég man hvað ég var yfir mig hamingjusöm og spennt þegar ég opnaði þennan stóra pakka. Svo tók það alveg nokkra daga að setja húsið saman haha! Ég svaf næstum því hjá Barbie húsinu því mér þótti svo vænt um það.“ Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það var nú bara seinustu jól og þá gaf kærastinn minn, Kristján Einar, svarta rós sem þarf ekki vatn til að lifa. Hún lifir í vasa án vatns í næstum fjögur ár og lyktar dásamlega. Hún þolir ekki sólarljós og þarf að vera í skugga. Ótrúlega eftirminnileg gjöf og líka frumleg.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Mér finnst allar gjafir bara æðislegar og er alltaf svo þakklát fyrir allt bara. Mér finnst samt alltaf að hugmyndin á bak við gjafirnar skipta mestu máli, en ekki hvað þær kosta. Að fá pening í jólagjöf finnst mér smá glatað því það er svo ópersónulegt.“ Hér má sjá þau Svölu og Björgvin flytja jólalagið ástsæla Þú komst með jólin til mín á Jólagestum Björgvins í fyrra. Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Að skreyta jólatré með fjölskyldunni og borða smákökur og konfekt og hlusta á íslensk jólalög.“ Hvað er uppáhalds jólalagið þitt? „Það er Driving Home For Christmas með Chris Rea. Eitt besta jólalag allra tíma að mínu mati.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Það er Christmas Vacation með Chevy Chase. Ég horfi alltaf á hana hver einustu jól. Kann hana utan að en við fjölskyldan horfðum alltaf á þessa mynd og hún er alltaf jafn fyndin.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Það er mjög mismunandi eftir því hvar ég er á jólunum. Ég hef eytt mörgum jólum erlendis, bjó í LA í tíu ár og var þá mikið þar á jólunum. Eftir að ég flutti heim þá hef ég verið að borða vegan jólamat og mér finnst það ótrúlega gott.“ Hvað óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Mér finnst mig ekki skorta neitt og vil frekar gefa öðrum á jólunum en að fá gjafir sjálf.“ Svala var gestur í aðventuþætti Völu Eiríks á síðasta ári þar sem hún sagði frá því að besta jólagjöf sem hún gæti hugsað sér væri að verða ólétt. Sjá: „Að verða ólétt væri besta gjöf í öllum heiminum“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Það er þegar ég syng á Jólagestum. Það er bara svo mikill jólafílingur að taka þátt í þeim tónleikum. Þá finnst mér jólin vera komin.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Ég er að syngja á nokkrum tónleikum í desember eins og vanalega og er spennt fyrir því. Verð á Jólagestum þann 18. desember og á Litlu Jólunum í Bæjarbíói 23. desember til dæmis.“ Hægt er að kaupa miða á Jólagesti á Tix.is en tónleikarnir verða einnig aðgengilegir í gegnum streymi. Þá er hægt að kaupa miða á Litlu jólin í Bæjarbíó hér. Nýlega gaf Svala út lagið Birtunnar Brú en laginu fylgdi einnig tónlistarmyndband sem má horfa á hér að neðan. Aðdáendur Svölu geta beðið spenntir því von er á nýrri tónlist frá söngkonunni á næsta ári. Hægt er að fylgjast með Svölu á Instagram-síðu hennar.
Jól Jólalög Jólamatur Tónlist Jólamolar 2021 Tengdar fréttir „Að verða ólétt væri besta gjöf í öllum heiminum“ Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir verður með fjóra aðventuþætti á Létt Bylgjunni og Íslensku Bylgjunni næstu þrjá sunnudaga og var annar þátturinn á dagskrá í gær. 7. desember 2020 14:30 Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11 Svala afhjúpar leyndarmálið á bak við sleikta taglið Svala Björgvins er þekkt fyrir einstakan stíl. Hún greiðir hárið reglulega upp í hátt slétt tagl, sem hún sleikir aftur þannig að litlu hárin gjörsamlega hverfa inn í greiðsluna. Í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty ræddi Svala meðal annars um þessa hárgreiðslu. 28. nóvember 2020 11:00 Mest lesið Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Byggði Eiffelturninn úr piparkökum og ætlar sér meira Jól Heldur jólatónleika á sundlaugarbakkanum Jól Töfrandi hátíðarborð um jólin Jól Missir alla stjórn á jólaskrautinu Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Jóladagatal Vísis: Gæsahúðarflutningur Jóhönnu Guðrúnar á laginu Vetrarsól Jól Umstangið á aðfangadag í lágmarki Jól Tæplega hundrað íslenskir jólabjórar mættir til leiks Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
„Að verða ólétt væri besta gjöf í öllum heiminum“ Útvarpskonan Vala Eiríksdóttir verður með fjóra aðventuþætti á Létt Bylgjunni og Íslensku Bylgjunni næstu þrjá sunnudaga og var annar þátturinn á dagskrá í gær. 7. desember 2020 14:30
Svala og Kristján trúlofuð Tónlistarkonan Svala Björgvinsdóttir og Kristján Einar Sigurbjörnsson eru trúlofuð. Svala tilkynnti þetta í færslu á Instagram nú fyrir stuttu. 17. desember 2020 17:11
Svala afhjúpar leyndarmálið á bak við sleikta taglið Svala Björgvins er þekkt fyrir einstakan stíl. Hún greiðir hárið reglulega upp í hátt slétt tagl, sem hún sleikir aftur þannig að litlu hárin gjörsamlega hverfa inn í greiðsluna. Í þáttunum Snyrtiborðið með HI beauty ræddi Svala meðal annars um þessa hárgreiðslu. 28. nóvember 2020 11:00