„Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 14. nóvember 2021 12:01 Myndin er tekin í búðarglugga í Austurstræti árið 1982. Ólafur Stephensen Mynd af ungri stúlku í búðarglugga vakti mikla athygli í Facebook-hópnum „Gamlar ljósmyndir“ í vikunni. Ljósmyndarinn birti myndina í von um að einhver þekkti til fyrirsætunnar á myndinni. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, tók myndina fjórtán ára gamall. Hann segir að þetta hafi verið þriðja tilraun í leit að stúlkunni. Hann hafði í tvígang sett myndina á sína eigin síðu en birti myndina loks í Facebook-hópnum, sem telur á um sjötíu þúsund manns. Það leið um það bil hálftími þar fyrirsætan kom í leitirnar; „Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir,“ skrifaði athugull meðlimur hópsins. Fyrirsætan var sem sagt engin önnur en Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona. Forfallinn ljósmyndaáhugamaður Ólafur segist hafa verið forfallinn ljósmyndaáhugamaður á þessum tíma, en hann var á leið í ljósmyndabúð í Austurstræti, ásamt Hafsteini vini sínum, þegar hann rakst á Vilborgu í búðarglugganum. Þeir gengu yfir Hallærisplanið og eitthvað fangaði athygli Ólafs. „Ég sé þessa stelpu þarna í glugganum. Hún horfði svona kankvíslega á mig og þessi stóll sem hún sat upp við greip mig einhvern veginn. Ég smellti af og ætlaði að taka aðra en þá var hún náttúrulega búin að missa áhugann og farin.“ „Eini bikarinn sem ég hef unnið“ „Það er skemmtilegt hvernig margt talar saman í þessari mynd. Svipurinn og holningin á stelpunni, þessi form; stóllinn, borðið og blómavasinn ásamt spegluninni í glugganum,“ segir Ólafur. Ljósmyndin vann til verðlauna í ljósmyndakeppni grunnskólanna árið 1982. Ólafur er búinn að láta skanna filmuna og prenta myndina út, en hann hyggst gefa Vilborgu myndina þegar hún kemur til Íslands. „Jiminn en dásamlegt og gaman að sjá þessa mynd úr búðinni hjá ömmu og afa,“ segir Vilborg um myndina á Facebook. „Eini bikarinn sem ég hef unnið,“ segir Ólafur og hlær.Ólafur Stephensen Lífið Ljósmyndun Einu sinni var... Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira
Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda og fyrrum ritstjóri Fréttablaðsins, tók myndina fjórtán ára gamall. Hann segir að þetta hafi verið þriðja tilraun í leit að stúlkunni. Hann hafði í tvígang sett myndina á sína eigin síðu en birti myndina loks í Facebook-hópnum, sem telur á um sjötíu þúsund manns. Það leið um það bil hálftími þar fyrirsætan kom í leitirnar; „Þessi unga snót heitir Vilborg Arna Gissurardóttir,“ skrifaði athugull meðlimur hópsins. Fyrirsætan var sem sagt engin önnur en Vilborg Arna Gissurardóttir, pólfari og fjallgöngukona. Forfallinn ljósmyndaáhugamaður Ólafur segist hafa verið forfallinn ljósmyndaáhugamaður á þessum tíma, en hann var á leið í ljósmyndabúð í Austurstræti, ásamt Hafsteini vini sínum, þegar hann rakst á Vilborgu í búðarglugganum. Þeir gengu yfir Hallærisplanið og eitthvað fangaði athygli Ólafs. „Ég sé þessa stelpu þarna í glugganum. Hún horfði svona kankvíslega á mig og þessi stóll sem hún sat upp við greip mig einhvern veginn. Ég smellti af og ætlaði að taka aðra en þá var hún náttúrulega búin að missa áhugann og farin.“ „Eini bikarinn sem ég hef unnið“ „Það er skemmtilegt hvernig margt talar saman í þessari mynd. Svipurinn og holningin á stelpunni, þessi form; stóllinn, borðið og blómavasinn ásamt spegluninni í glugganum,“ segir Ólafur. Ljósmyndin vann til verðlauna í ljósmyndakeppni grunnskólanna árið 1982. Ólafur er búinn að láta skanna filmuna og prenta myndina út, en hann hyggst gefa Vilborgu myndina þegar hún kemur til Íslands. „Jiminn en dásamlegt og gaman að sjá þessa mynd úr búðinni hjá ömmu og afa,“ segir Vilborg um myndina á Facebook. „Eini bikarinn sem ég hef unnið,“ segir Ólafur og hlær.Ólafur Stephensen
Lífið Ljósmyndun Einu sinni var... Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Erna Mist og Þorleifur keyptu útsýnishæð í Vesturbænum Aron Can fagnaði 25 ára afmælinu á hótel Geysi Jónsi í Sigur Rós skein skært í Seattle Ilmaðu eins og frambjóðendur Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Sjá meira