Hvað er svona merkilegt við All Too Well og nýju plötuna hennar Taylor? Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 09:45 Dylan O'Brien, Taylor Swift og Sadie Sink við frumsýninguna á All Too Well á föstudag. Dimitrios Kambouris Níu árum eftir útgáfu Red, einnar vinsælustu plötu poppstjörnunnar Taylor Swift, hefur hún gefið plötuna út að nýju. Red (Taylor's Version) hefur verið mál málanna meðal netverja frá því að hún kom út á föstudag og ný stuttmynd við lagið All Too Well hefur skekið samfélag netverja. Taylor Swift hóf tónlistarferil sinn af alvöru árið 2006 með útgáfu plötunnar Taylor Swift. Fyrstu árin naut hún mestra vinsælda í kántrísenunni, enda kántríkona og tónlistarframleiðandinn Big Machine Label Group, sem heldur úti starfsemi frá Nashville í Tennessee, Mekku kántrítónlistar, gaf út fyrstu sex plötur hennar. Eftir áralangar deilur við framleiðandann, og ósætti Swift með þá útgáfu laga hennar sem Big Machine gaf út, tilkynnti hún árið 2019 að hún hygðist taka upp og gefa út fyrstu sex plöturnar sínar aftur, í sinni eigin útgáfu. Á föstudag gaf Swift út nýju útgáfuna af Red (Taylor's Version) og fimmta lag plötunnar er enn, eins og í fyrri útgáfu, lagið All Too Well. Það kom aðdáendum Swift hins vegar á óvart að síðasta lagið á plötunni er líka All Too Well nema hvað, það er tíu mínútna útgáfa af laginu. Í tíu mínútna útgáfunni má finna áður óútgefna texta við lagið, sem vöktu mikla athygli. Eitt besta lag allra tíma innblásið af sambandinu við Gyllenhaal En hvað er svona merkilegt við þetta lag, All Too Well? Til að skilja það þurfum við að fara aftur til ársins 2010 þegar slúðurblaðið US Weekly tilkynnti að Taylor Swift og leikarinn Jake Gyllenhaal ættu í ástarsambandi. Fréttinni fylgdi mynd af skötuhjúunum, haldast í hendur á göngu um Brooklyn í New York á Þakkargjörðarhátíðinni. Swift bar þar röndóttan trefil um hálsinn og hélt á kaffi latte með hlynsýrópi (þetta eru mikilvægar upplýsingar sem farið verður nánar yfir síðar). Gyllenhaal var klæddur í dúnúlpu og þau virtust yfir sig ástfangin á myndinni. Jake og Taylor eru ástfangin! var yfirskrift forsíðufréttar US Weekly í nóvember 2010 þar sem greint var frá sambandi Swift og Gyllenhaal í fyrsta skipti.US Weekly Þarna, í nóvember 2010, var Swift 21 árs gömul og Gyllenhaal 29 ára. Miðað við slúðurblöðin höfðu þau þarna verið saman í sex vikur en áður en árið var liðið höfðu þau slitið sambandinu. Eins og flestir sem hafa einhvern áhuga á einkalífi Hollywood-stjarna er það ekki sjaldséð að þær eigi í samböndum við ýmsa aðra fræga og slíti þeim svo eftir skamman tíma, hvers vegna er þetta samband þá eitthvað merkilegra en þau fjölmörgu sambönd sem maður les um reglulega hjá slúðurmiðlum? Í stað þess að gleyma bara sambandinu varð Swift innblásin af ástarsorginni, lagði penna á blað og skrifaði plötuna Red, sem hefur síðan hún var gefin út orðið ein vinsælasta plata allra tíma. Þá hefur lagið All Too Well, sem fangar ástarsorgina sem Swift var í á þeim tíma sem hún skrifaði lagið, nýlega verið sagt eitt besta lag allra tíma af tónlistartímaritinu Rolling Stone. Þá er lagið jafnframt sagt eitt það besta sem Swift hefur nokkurn tíma gefið út, á fimmtán ára ferli hennar. Það má heldur betur segja að Jake Gyllenhaal sé ekki vinsælasti maðurinn meðal netverja í dag.EPA-EFE/NINA PROMMER Mjólkurkaffi með hlynsýrópi helsta vísbendingin En aftur að nýju plötunni, og þá sérstaklega tíu mínútna útgáfunni af All Too Well. Af hverju hefur þetta lag vakið svona mikla athygli? Hvers vegna er næstum því ekkert annað í umræðunni meðal netverja? Swift hefur nær allan sinn feril verið þekkt fyrir það að byggja lög sín á eigin upplifunum, iðulega á hinum ýmsu ástarsamböndum sem hún hefur átt í og þeirri ástarsorg sem þeim hefur fylgt. Þrátt fyrir að hafa aldrei nefnt elskendur sína á nafn í lögunum hefur hún ítrekað gefið vísbendingar um það hvaða ástmenn lögin eru um, sem hefur iðulega verið viðfangsefni aðdáenda hennar og slúðurblaða. Um hvern er hún eiginlega að skrifa í þetta skiptið? Í laginu All Too Well var auðvitað hægt að finna vísbendingar um ástmanninn, sem var viðfangsefni lagsins. Þrátt fyrir að, auðvitað, nefna manninn aldrei á nafn rifjar hún upp hinar ýmsu góðu minningar úr sambandinu, sem svo varð að engu. Stærstu vísbendinguna um hvaða ástmann lagið fjalli um er að finna í textabókinni, sem fylgdi upprunalegu plötunni, en við textann við All Too Well eru glósur. Ein þeirra eru orðin „MAPLE LATTE“ eða á íslensku, latte með hlynsýrópi. Það er einmitt drykkurinn sem Swift heldur á á myndinni, sem birtist af þeim Gyllenhaal í US Weekly í nóvember 2010. Röndótti trefillinn sem hún skildi eftir heima hjá Maggie Blessaður kaffidrykkurinn er ekki það eina sem Swift minnist á í laginu, sem aðdáendur telja vísbendingu um Gyllenhaal. Trefillinn, röndótti trefillinn sem Swift hafði um hálsinn á myndinni, hefur verið eitt umræðuefna í þessu sambandi. Ein setninganna í laginu segir: „I left my scarf there at your sister's house, and you've still got it in your drawer, even now.“ Þýðum þetta lauslega sem: „Ég skildi trefilinn minn eftir heima hjá systur þinni og þú geymir hann enn í skúffunni þinni, meira að segja enn þann dag í dag.“ Ljósmyndin, sem birtist í US Weekly, var eins og glöggir lesendur muna tekin á Þakkargjörðarhátíðinni. Gyllenhaal og Swift voru að fagna þessari bandarísku hefð heima hjá systur hans, leikkonunni Maggie Gyllenhaal. Eftir sambandsslitin sást Gyllenhaal nokkrum sinnum bera þennan röndótta trefil hennar Swift, eða að minnsta kosti alveg eins trefil, um hálsinn. Ástkonurnar sem alltaf eru á sama aldri Það var svo eins og bensíni hafi verið hellt á eldinn þegar Swift sagði í viðtali við Rolling Stone í fyrra að All Too Well væri til í lengri útgáfu. Greindi hún frá því að hún hafi skrifað textann við lagið á æfingu með hljómsveit sinni og þann dag hafi henni liðið eins og „brotinni manneskju.“ Lagið hafi endað á því að vera tíu mínútna langt og hafi hún þurft að fá Liz Rose, sem skrifar textana með Swift, til að stytta lagið til muna. Swift sagðist aldrei hafa ætlað að gefa lagið út í fullri lengd en í júní tilkynnti hún að hún hygðist gefa Red út að nýju, í sinni eigin útgáfu. „Þetta verður fyrsta skiptið sem þið fáið að heyra öll þrjátíu lögin sem áttu að vera á Red,“ skrifaði Swift í tísti sem hún birti 18. júní síðastliðinn. „Og hey, eitt þeirra verður tíu mínútna langt.“ The next album that I ll be releasing is my version of Red, which will be out on November 19. This will be the first time you hear all 30 songs that were meant to go on Red. And hey, one of them is even ten minutes long https://t.co/FOBLS5aHpS pic.twitter.com/6zWa64Owgp— Taylor Swift (@taylorswift13) June 18, 2021 Síðar tilkynnti hún að með tíu mínútna útgáfunni yrði gefin út stuttmynd. Allir sem eitthvað vita um söguna á bak við lagið sjá greinilega að stuttmyndin fjallar um samband hennar og Gyllenhaal, eins og lagið sjálft. Leikkonan Sadie Sink, 19 ára, fer með hlutverk Swift og Dylan O'Brien, 30 ára, með hlutverk Gyllenhaal. Í þessari lengri útgáfu lagsins dregur Swift það upp að Gyllenhaal hafi ekki mætt í 21 árs afmælið hennar og önnur atvik sem mála Gyllenhaal í slæmu ljósi. „Þú sagðir að ef við værum nær hvoru öðru í aldri hefði þetta kannski gengið upp og það lét mig langa að deyja,“ syngur Swift og heldur áfram: „Ég var aldrei góð í að segja brandara en þessi er: Ég held áfram að eldast en elskendur þínir eru alltaf jafn gamlir.“ Það fer varla fram hjá neinum sem til málsins þekkir að Gyllenhaal er nú orðinn fertugur en núverandi kærasta hans, Jeanne Cadieu, er 25 ára gömul. Síðan platan var gefin út á föstudag hefur hún fengið meira en þrjár milljónir spilanir á Spotify. Búið er að spila tíu mínútna útgáfuna af All Too Well á streymisveitunni tæplega 13 milljón sinnum og búið er að spila stuttmyndina All Too Well á Youtube tæplega 28 milljón sinnum. Tónlist Bandaríkin Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. 12. nóvember 2021 07:33 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Taylor Swift hóf tónlistarferil sinn af alvöru árið 2006 með útgáfu plötunnar Taylor Swift. Fyrstu árin naut hún mestra vinsælda í kántrísenunni, enda kántríkona og tónlistarframleiðandinn Big Machine Label Group, sem heldur úti starfsemi frá Nashville í Tennessee, Mekku kántrítónlistar, gaf út fyrstu sex plötur hennar. Eftir áralangar deilur við framleiðandann, og ósætti Swift með þá útgáfu laga hennar sem Big Machine gaf út, tilkynnti hún árið 2019 að hún hygðist taka upp og gefa út fyrstu sex plöturnar sínar aftur, í sinni eigin útgáfu. Á föstudag gaf Swift út nýju útgáfuna af Red (Taylor's Version) og fimmta lag plötunnar er enn, eins og í fyrri útgáfu, lagið All Too Well. Það kom aðdáendum Swift hins vegar á óvart að síðasta lagið á plötunni er líka All Too Well nema hvað, það er tíu mínútna útgáfa af laginu. Í tíu mínútna útgáfunni má finna áður óútgefna texta við lagið, sem vöktu mikla athygli. Eitt besta lag allra tíma innblásið af sambandinu við Gyllenhaal En hvað er svona merkilegt við þetta lag, All Too Well? Til að skilja það þurfum við að fara aftur til ársins 2010 þegar slúðurblaðið US Weekly tilkynnti að Taylor Swift og leikarinn Jake Gyllenhaal ættu í ástarsambandi. Fréttinni fylgdi mynd af skötuhjúunum, haldast í hendur á göngu um Brooklyn í New York á Þakkargjörðarhátíðinni. Swift bar þar röndóttan trefil um hálsinn og hélt á kaffi latte með hlynsýrópi (þetta eru mikilvægar upplýsingar sem farið verður nánar yfir síðar). Gyllenhaal var klæddur í dúnúlpu og þau virtust yfir sig ástfangin á myndinni. Jake og Taylor eru ástfangin! var yfirskrift forsíðufréttar US Weekly í nóvember 2010 þar sem greint var frá sambandi Swift og Gyllenhaal í fyrsta skipti.US Weekly Þarna, í nóvember 2010, var Swift 21 árs gömul og Gyllenhaal 29 ára. Miðað við slúðurblöðin höfðu þau þarna verið saman í sex vikur en áður en árið var liðið höfðu þau slitið sambandinu. Eins og flestir sem hafa einhvern áhuga á einkalífi Hollywood-stjarna er það ekki sjaldséð að þær eigi í samböndum við ýmsa aðra fræga og slíti þeim svo eftir skamman tíma, hvers vegna er þetta samband þá eitthvað merkilegra en þau fjölmörgu sambönd sem maður les um reglulega hjá slúðurmiðlum? Í stað þess að gleyma bara sambandinu varð Swift innblásin af ástarsorginni, lagði penna á blað og skrifaði plötuna Red, sem hefur síðan hún var gefin út orðið ein vinsælasta plata allra tíma. Þá hefur lagið All Too Well, sem fangar ástarsorgina sem Swift var í á þeim tíma sem hún skrifaði lagið, nýlega verið sagt eitt besta lag allra tíma af tónlistartímaritinu Rolling Stone. Þá er lagið jafnframt sagt eitt það besta sem Swift hefur nokkurn tíma gefið út, á fimmtán ára ferli hennar. Það má heldur betur segja að Jake Gyllenhaal sé ekki vinsælasti maðurinn meðal netverja í dag.EPA-EFE/NINA PROMMER Mjólkurkaffi með hlynsýrópi helsta vísbendingin En aftur að nýju plötunni, og þá sérstaklega tíu mínútna útgáfunni af All Too Well. Af hverju hefur þetta lag vakið svona mikla athygli? Hvers vegna er næstum því ekkert annað í umræðunni meðal netverja? Swift hefur nær allan sinn feril verið þekkt fyrir það að byggja lög sín á eigin upplifunum, iðulega á hinum ýmsu ástarsamböndum sem hún hefur átt í og þeirri ástarsorg sem þeim hefur fylgt. Þrátt fyrir að hafa aldrei nefnt elskendur sína á nafn í lögunum hefur hún ítrekað gefið vísbendingar um það hvaða ástmenn lögin eru um, sem hefur iðulega verið viðfangsefni aðdáenda hennar og slúðurblaða. Um hvern er hún eiginlega að skrifa í þetta skiptið? Í laginu All Too Well var auðvitað hægt að finna vísbendingar um ástmanninn, sem var viðfangsefni lagsins. Þrátt fyrir að, auðvitað, nefna manninn aldrei á nafn rifjar hún upp hinar ýmsu góðu minningar úr sambandinu, sem svo varð að engu. Stærstu vísbendinguna um hvaða ástmann lagið fjalli um er að finna í textabókinni, sem fylgdi upprunalegu plötunni, en við textann við All Too Well eru glósur. Ein þeirra eru orðin „MAPLE LATTE“ eða á íslensku, latte með hlynsýrópi. Það er einmitt drykkurinn sem Swift heldur á á myndinni, sem birtist af þeim Gyllenhaal í US Weekly í nóvember 2010. Röndótti trefillinn sem hún skildi eftir heima hjá Maggie Blessaður kaffidrykkurinn er ekki það eina sem Swift minnist á í laginu, sem aðdáendur telja vísbendingu um Gyllenhaal. Trefillinn, röndótti trefillinn sem Swift hafði um hálsinn á myndinni, hefur verið eitt umræðuefna í þessu sambandi. Ein setninganna í laginu segir: „I left my scarf there at your sister's house, and you've still got it in your drawer, even now.“ Þýðum þetta lauslega sem: „Ég skildi trefilinn minn eftir heima hjá systur þinni og þú geymir hann enn í skúffunni þinni, meira að segja enn þann dag í dag.“ Ljósmyndin, sem birtist í US Weekly, var eins og glöggir lesendur muna tekin á Þakkargjörðarhátíðinni. Gyllenhaal og Swift voru að fagna þessari bandarísku hefð heima hjá systur hans, leikkonunni Maggie Gyllenhaal. Eftir sambandsslitin sást Gyllenhaal nokkrum sinnum bera þennan röndótta trefil hennar Swift, eða að minnsta kosti alveg eins trefil, um hálsinn. Ástkonurnar sem alltaf eru á sama aldri Það var svo eins og bensíni hafi verið hellt á eldinn þegar Swift sagði í viðtali við Rolling Stone í fyrra að All Too Well væri til í lengri útgáfu. Greindi hún frá því að hún hafi skrifað textann við lagið á æfingu með hljómsveit sinni og þann dag hafi henni liðið eins og „brotinni manneskju.“ Lagið hafi endað á því að vera tíu mínútna langt og hafi hún þurft að fá Liz Rose, sem skrifar textana með Swift, til að stytta lagið til muna. Swift sagðist aldrei hafa ætlað að gefa lagið út í fullri lengd en í júní tilkynnti hún að hún hygðist gefa Red út að nýju, í sinni eigin útgáfu. „Þetta verður fyrsta skiptið sem þið fáið að heyra öll þrjátíu lögin sem áttu að vera á Red,“ skrifaði Swift í tísti sem hún birti 18. júní síðastliðinn. „Og hey, eitt þeirra verður tíu mínútna langt.“ The next album that I ll be releasing is my version of Red, which will be out on November 19. This will be the first time you hear all 30 songs that were meant to go on Red. And hey, one of them is even ten minutes long https://t.co/FOBLS5aHpS pic.twitter.com/6zWa64Owgp— Taylor Swift (@taylorswift13) June 18, 2021 Síðar tilkynnti hún að með tíu mínútna útgáfunni yrði gefin út stuttmynd. Allir sem eitthvað vita um söguna á bak við lagið sjá greinilega að stuttmyndin fjallar um samband hennar og Gyllenhaal, eins og lagið sjálft. Leikkonan Sadie Sink, 19 ára, fer með hlutverk Swift og Dylan O'Brien, 30 ára, með hlutverk Gyllenhaal. Í þessari lengri útgáfu lagsins dregur Swift það upp að Gyllenhaal hafi ekki mætt í 21 árs afmælið hennar og önnur atvik sem mála Gyllenhaal í slæmu ljósi. „Þú sagðir að ef við værum nær hvoru öðru í aldri hefði þetta kannski gengið upp og það lét mig langa að deyja,“ syngur Swift og heldur áfram: „Ég var aldrei góð í að segja brandara en þessi er: Ég held áfram að eldast en elskendur þínir eru alltaf jafn gamlir.“ Það fer varla fram hjá neinum sem til málsins þekkir að Gyllenhaal er nú orðinn fertugur en núverandi kærasta hans, Jeanne Cadieu, er 25 ára gömul. Síðan platan var gefin út á föstudag hefur hún fengið meira en þrjár milljónir spilanir á Spotify. Búið er að spila tíu mínútna útgáfuna af All Too Well á streymisveitunni tæplega 13 milljón sinnum og búið er að spila stuttmyndina All Too Well á Youtube tæplega 28 milljón sinnum.
Tónlist Bandaríkin Hollywood Ástin og lífið Tengdar fréttir Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. 12. nóvember 2021 07:33 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Taylor Swift heldur áfram að toppa sig Taylor Swift heldur sífellt áfram að gleðja aðdáendur sína með nýjum gullmolum. Í nótt gaf hún aftur út plötu sína Red, sem kom fyrst út árið 2012. Platan heitir núna RED (Taylor’s Version) og er hún enn betri en upprunalega útgáfan. 12. nóvember 2021 07:33