Erfið stund þegar Óskar kvaddi: „Verður sárt saknað en við virðum hans val“ Sindri Sverrisson skrifar 12. nóvember 2021 12:31 Óskar Örn Hauksson vann til fjölda titla með KR og er bæði leikja- og markahæsti leikmaður í sögu félagsins. vísir/bára „Við áttum ágætis fund í morgun sem var erfið stund og allt það, en svona er þetta bara í lífinu. Við virðum hans ákvörðun og vonum að honum gangi allt í haginn,“ segir Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir að hafa horft á eftir leikja- og markahæsta leikmanni í sögu félagsins. Óskar Örn Hauksson hefur ákveðið að spila knattspyrnu með Stjörnunni næstu tvö árin. Samningur hans við KR, þar sem hann spilaði alla leiki í sumar, rann út og Óskar hafnaði tilboði KR um nýjan samning. „Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Rúnar sem þjálfaði Óskar í rúman helming þess tíma sem Óskar var hjá KR. „Óskar er búinn að þjóna KR í fimmtán ár, er leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins, búinn að vinna hér haug af titlum fyrir okkur og vera frábær fyrirmynd allra hjá félaginu, bæði leikmanna sem hann hefur spilað með og ungu kynslóðarinnar. Við erum að missa gríðarlega mikinn KR-ing og hans verður auðvitað sárt saknað en við virðum hans val. Við þökkum honum bara kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum alls hins besta,“ segir Rúnar um hinn 37 ára gamla Óskar, sem skoraði 5 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Reyndum að halda honum „Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt. Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja. Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar. Verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar Eins og fyrr segir spilaði Óskar alla leiki með KR á síðustu leiktíð og hann var í byrjunarliði liðsins í 20 af 22 deildarleikjum. Það var því síður en svo þannig að hann væri orðinn einhver afgangsstærð í Vesturbænum. „Það er auðvitað alltaf samkeppni um stöður en Óskar hefur oftast komið sterkastur út úr því. Við vitum hvað hann getur, það er fullt af mörkum í honum og stoðsendingum, og svo er hann líka leiðtogi. Hann var fastamaður í liðinu í sumar og spilaði hvað flestar mínútur auk Beitis [Ólafssonar] og Pálma [Rafns Pálmasonar]. Við erum að missa byrjunarliðsmann en þá opnast dyrnar fyrir aðra og það verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar og standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir,“ segir Rúnar. Þjálfarinn segir að ekki þurfi endilega að finna mann í stað Óskars. „Við erum með ágætis úrval í þessa stöðu og svo þurfum við líka að skoða hvaða system við ætlum að nota. En við erum alla vega komnir með nægilega marga menn í framlínuna, þessar fremstu stöður, svo ég held að við höfum mannskap til að takast á við þetta. Auðvitað lítum við áfram í kringum okkur og skoðum hvað okkur vantar til að geta barist um titla næsta sumar,“ segir Rúnar og bætir við að þá sé ekki síst verið að horfa út fyrir landsteinana. Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Óskar Örn Hauksson hefur ákveðið að spila knattspyrnu með Stjörnunni næstu tvö árin. Samningur hans við KR, þar sem hann spilaði alla leiki í sumar, rann út og Óskar hafnaði tilboði KR um nýjan samning. „Maður er aldrei sáttur þegar maður missir góða menn en svona er bara lífið stundum. Menn þurfa að taka sínar eigin ákvarðanir,“ segir Rúnar sem þjálfaði Óskar í rúman helming þess tíma sem Óskar var hjá KR. „Óskar er búinn að þjóna KR í fimmtán ár, er leikjahæsti og markahæsti leikmaður félagsins, búinn að vinna hér haug af titlum fyrir okkur og vera frábær fyrirmynd allra hjá félaginu, bæði leikmanna sem hann hefur spilað með og ungu kynslóðarinnar. Við erum að missa gríðarlega mikinn KR-ing og hans verður auðvitað sárt saknað en við virðum hans val. Við þökkum honum bara kærlega fyrir hans framlag til félagsins og óskum honum alls hins besta,“ segir Rúnar um hinn 37 ára gamla Óskar, sem skoraði 5 mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar. Reyndum að halda honum „Ég er búinn að þjálfa Óskar mjög lengi. Alls hefur hann verið leikmaður hjá mér í ein 8-9 ár svo þetta er auðvitað erfitt. Það er erfitt að missa mann sem hefur skilað miklu til félagsins, alltaf staðið sig vel, verið lykilmaður og fyrirliði liðsins, en það kemur alltaf að því að leiðir skilja. Við reyndum að halda honum en svo taka menn bara sínar ákvarðanir. Þetta er aldrei auðvelt, hvorki fyrir hann né okkur, en svo bara gerast þessir hlutir. Við berum engan kala til Óskars. Við erum ofboðslega ánægð með hans framlag til félagsins og hann verður alltaf KR-ingur, vonandi, þó að hann taki þetta hliðarskref í restina og spili með Stjörnunni. Við vonum að honum gangi vel og hann er alltaf velkominn hingað,“ segir Rúnar. Verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar Eins og fyrr segir spilaði Óskar alla leiki með KR á síðustu leiktíð og hann var í byrjunarliði liðsins í 20 af 22 deildarleikjum. Það var því síður en svo þannig að hann væri orðinn einhver afgangsstærð í Vesturbænum. „Það er auðvitað alltaf samkeppni um stöður en Óskar hefur oftast komið sterkastur út úr því. Við vitum hvað hann getur, það er fullt af mörkum í honum og stoðsendingum, og svo er hann líka leiðtogi. Hann var fastamaður í liðinu í sumar og spilaði hvað flestar mínútur auk Beitis [Ólafssonar] og Pálma [Rafns Pálmasonar]. Við erum að missa byrjunarliðsmann en þá opnast dyrnar fyrir aðra og það verða aðrir að leysa úr þessum missi okkar og standa undir þeim væntingum sem til þeirra eru gerðir,“ segir Rúnar. Þjálfarinn segir að ekki þurfi endilega að finna mann í stað Óskars. „Við erum með ágætis úrval í þessa stöðu og svo þurfum við líka að skoða hvaða system við ætlum að nota. En við erum alla vega komnir með nægilega marga menn í framlínuna, þessar fremstu stöður, svo ég held að við höfum mannskap til að takast á við þetta. Auðvitað lítum við áfram í kringum okkur og skoðum hvað okkur vantar til að geta barist um titla næsta sumar,“ segir Rúnar og bætir við að þá sé ekki síst verið að horfa út fyrir landsteinana.
Pepsi Max-deild karla KR Stjarnan Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira