Gústi B gerir upp stóra refamálið og frumsýnir tónlistarmyndband Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. nóvember 2021 12:00 Gústi B hefur gefið út lag um refinn sinn Gústa Jr. Aðsent „Lagið Gústi Jr. er tilraun til þess að útkljá stóra refamálið í eitt skipti fyrir öll.Málið hefur tekið sinn toll og þrátt fyrir margt gott sem hefur komið í kjölfarið erum við nafnarnir einfaldlega búnir á því.“ Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir í dag á Vísi nýtt tónlistarmyndband. Refurinn Gústi Jr. Kemur ekki sjálfur fram í laginu en teiknimyndaútgáfa af honum leikur þar hlutverk. Tónlistarmyndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gústi B - Gústi Jr. „Í nýja laginu læt ég allt flakka, það góða og slæma. Þetta eru ákveðin kaflaskil, að minnsta kosti vona ég það. Hver veit? Lagið er unnið af mér og Inga Bauer og svo sá $tarri um masteringu. Þetta var eitthvað sem lá mér á hjarta og ég þurfti að koma þessu frá mér,“ útskýrir Gústi. Teiknimyndarefurinn Gústi Jr.Aðsent „Tónlistarmyndbandið gerðu þeir Alex Snær og Úlfur E og svo fékk ég teiknara frá Bandaríkjunum til að breyta Gústa Jr. í teiknimyndafígúru.“ Vísisfrétt um refinn kemur við sögu í myndbandinu.Aðsent Safnar fyrir Píeta samtökin Gústi ákvað að nýta þetta tækifæri til að styrkja við málefni sem er honum kært. „Í tilefni af útgáfu lagsins verður hægt að kaupa bragðarefinn Gústa Jr. í Ísbúðinni Háaleiti og í samráði við Píeta samtökin rennur helmingur af verðinu til þeirra,“ útskýrir Gústi. MAST kemur við sögu l laginu.Aðsent „Nú er Gústi Jr. orðinn bragðarefur, það var alltaf draumurinn. Í refnum eru jarðarber, kökudeig og hlaupperlur en það er einmitt uppáhaldið hans Gústa Jr. Fólk ræður svo hvort það fær sér gamla eða nýja.“ segir Gústi um ísinn. Frá tökum á myndbandinu.Aðsent „Með hverjum seldum bragðaref fá Píeta samtökin tæpar sex hundruð krónur svo ég vona auðvitað að sem flestir geri sér ferð í Háaleitið og fái sér einn Gústa. Ég vona að fólk njóti lagsins og ég hlakka til að gefa út meiri tónlist bráðlega,“ segir Gústi að lokum. Lagið Gústi Jr. er líka komið inn á Spotify og má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Tónlist Refurinn Gústi jr. Dýr Tengdar fréttir Dýralæknir MAST segir Gústa Jr. sýna skýr merki um streitu og telur brotið á honum Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), segist telja þörf á því staðreyndir í máli refsins Gústa Jr. komi fram, en talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum að undanförnu. Hún segir það skýrt að verið sé að brjóta gegn velferð refsins. 26. október 2021 18:32 Samdi lag um átökin við MAST: Tvísaga um hvort hann sé raunverulegur eigandi Héraðsdómur Reykjavíkur veitti lögreglu þann 12. október heimild til húsleitar á heimili Ágústs Beinteins Árnasonar. Vísir greindi frá því í síðustu viku að lögregla og fulltrúar Matvælastofnunar (MAST) hafi gripið í tómt þegar til stóð að sækja ref sem Ágúst hefur haldið sem gæludýr. 25. október 2021 19:48 Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. 24. október 2021 12:00 Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni. 30. september 2021 07:01 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, frumsýnir í dag á Vísi nýtt tónlistarmyndband. Refurinn Gústi Jr. Kemur ekki sjálfur fram í laginu en teiknimyndaútgáfa af honum leikur þar hlutverk. Tónlistarmyndbandið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Gústi B - Gústi Jr. „Í nýja laginu læt ég allt flakka, það góða og slæma. Þetta eru ákveðin kaflaskil, að minnsta kosti vona ég það. Hver veit? Lagið er unnið af mér og Inga Bauer og svo sá $tarri um masteringu. Þetta var eitthvað sem lá mér á hjarta og ég þurfti að koma þessu frá mér,“ útskýrir Gústi. Teiknimyndarefurinn Gústi Jr.Aðsent „Tónlistarmyndbandið gerðu þeir Alex Snær og Úlfur E og svo fékk ég teiknara frá Bandaríkjunum til að breyta Gústa Jr. í teiknimyndafígúru.“ Vísisfrétt um refinn kemur við sögu í myndbandinu.Aðsent Safnar fyrir Píeta samtökin Gústi ákvað að nýta þetta tækifæri til að styrkja við málefni sem er honum kært. „Í tilefni af útgáfu lagsins verður hægt að kaupa bragðarefinn Gústa Jr. í Ísbúðinni Háaleiti og í samráði við Píeta samtökin rennur helmingur af verðinu til þeirra,“ útskýrir Gústi. MAST kemur við sögu l laginu.Aðsent „Nú er Gústi Jr. orðinn bragðarefur, það var alltaf draumurinn. Í refnum eru jarðarber, kökudeig og hlaupperlur en það er einmitt uppáhaldið hans Gústa Jr. Fólk ræður svo hvort það fær sér gamla eða nýja.“ segir Gústi um ísinn. Frá tökum á myndbandinu.Aðsent „Með hverjum seldum bragðaref fá Píeta samtökin tæpar sex hundruð krónur svo ég vona auðvitað að sem flestir geri sér ferð í Háaleitið og fái sér einn Gústa. Ég vona að fólk njóti lagsins og ég hlakka til að gefa út meiri tónlist bráðlega,“ segir Gústi að lokum. Lagið Gústi Jr. er líka komið inn á Spotify og má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Tónlist Refurinn Gústi jr. Dýr Tengdar fréttir Dýralæknir MAST segir Gústa Jr. sýna skýr merki um streitu og telur brotið á honum Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), segist telja þörf á því staðreyndir í máli refsins Gústa Jr. komi fram, en talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum að undanförnu. Hún segir það skýrt að verið sé að brjóta gegn velferð refsins. 26. október 2021 18:32 Samdi lag um átökin við MAST: Tvísaga um hvort hann sé raunverulegur eigandi Héraðsdómur Reykjavíkur veitti lögreglu þann 12. október heimild til húsleitar á heimili Ágústs Beinteins Árnasonar. Vísir greindi frá því í síðustu viku að lögregla og fulltrúar Matvælastofnunar (MAST) hafi gripið í tómt þegar til stóð að sækja ref sem Ágúst hefur haldið sem gæludýr. 25. október 2021 19:48 Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. 24. október 2021 12:00 Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05 Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni. 30. september 2021 07:01 Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Dýralæknir MAST segir Gústa Jr. sýna skýr merki um streitu og telur brotið á honum Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun (MAST), segist telja þörf á því staðreyndir í máli refsins Gústa Jr. komi fram, en talsvert hefur verið fjallað um málið í fjölmiðlum að undanförnu. Hún segir það skýrt að verið sé að brjóta gegn velferð refsins. 26. október 2021 18:32
Samdi lag um átökin við MAST: Tvísaga um hvort hann sé raunverulegur eigandi Héraðsdómur Reykjavíkur veitti lögreglu þann 12. október heimild til húsleitar á heimili Ágústs Beinteins Árnasonar. Vísir greindi frá því í síðustu viku að lögregla og fulltrúar Matvælastofnunar (MAST) hafi gripið í tómt þegar til stóð að sækja ref sem Ágúst hefur haldið sem gæludýr. 25. október 2021 19:48
Refir falli undir skilgreiningu um gæludýr Lögmaður ungs manns sem á ref telur afar skrýtið hvernig Matvælastofnun hefur beitt sér í því að ná refnum af honum. Hann segir að ekki sé hægt að útiloka að refir geti skilgreinst sem gæludýr ef þeir alast upp á heimili manna. 24. október 2021 12:00
Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31
Of seint fyrir Gústa að aðlagast náttúrunni og sambúðin versni þegar hann þroskast „Gústi refur hefur verið í fjölmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega „eigandi“ hans Tiktok stjarnan Ágúst Beinteinn Árnason. Refur þessi er haldinn að því er virðist í miðborg Reykjavíkur þar sem hann er í tjóðri eiganda síns honum til skemmtunar. Það þarf að sjálfsögðu ekki að fjölyrða um að hér er um lögbrot að ræða, enda refir villt dýr sem ekki má halda án sérstaks leyfis.“ 30. september 2021 16:05
Reyndu að taka refinn og koma honum í Húsdýragarðinn Refurinn Gústi Jr. hefur vakið talsverða lukku á samfélagsmiðlinum TikTok en það er Ágúst Beinteinn Árnason, sem á hann. Á miðlinum hefur hann birt fjölda myndbanda af sér og refnum á flakki um bæinn. Matvælastofnun er ekki eins hrifin af uppátækinu, hefur reynt að taka refinn af Ágústi og segir málið vera í ferli hjá héraðsdýralækni. 30. september 2021 07:01